Vilja stöðva sjálfvígshrinuna meðal íslenskra rokkara Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2017 06:09 Frá þungarokkshátíðinni Eistnaflugi á Neskaupsstað. Myndi tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Freyja Gylfadóttir Hið minnsta fjórir ungir karlmenn, sem allir tengdust íslensku þungarokki, hafa svipt sig lífi undanfarna mánuði. Sjálfsvígin hafa legið þungt á aðstandendum rokksenunnar sem blása til minningar- og hugvekjutónleika þann 5. október á Gauknum í Reykjavík. Þetta verða þó engir venjulegir fimmtudagstónleikar, eins og forsprakkarnir Bylgja Guðjónsdótir og Elín Jósepsdóttir lýstu í samtali við Harmageddon. Flutt verða erindi þar sem fólk verður vakið til umhugsunar og mun sálfræðingur leiða umræðuna. Þá verður bent á úrræði sem gagnast þeim sem gætu verið í sömu sporum. Bylgja og Elín líta til bandarísks úrræðis sem þær vilja innleiða á Íslandi. Þær segja það hafa gefið góða raun en voru ekki í aðstöðu til að ræða það nánar. „Við erum í rauninni að taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og geðheilbrigðiskerfinu af því að þetta er svo brotið. Þetta stendur á brauðfótum eins og er.“Tónleikarnir verða sem fyrr segir á Gauknum og lýsa þær Bylgja og Elín því að þeim hafi verið þakkað fyrir af eigendum staðarins er þær báru upp erindi sitt. Eigendurnir höfðu ekki farið varhluta af áföllunum sem dunið hafa á rokkssenunni síðustu mánuði. Mennirnir fjórir voru ýmist hljómsveitarmeðlimir eða áhangendur hljómsveita. Þær eru þó ekki sannfærðar um það að tregða til að tala um tilfinningar sínar sé bundin við þungarokkara. „Karlmenn yfirhöfuð hafa það svolítið yfir sér að mega ekki tala um tilfinningar og að þeir verði að vera karlmenn,“ segja þær og bæta við að nauðsynlegt sé að losna við skaðlegar hugmyndir um karlmennsku. Spjall þeirra Bylgju og Elínar við Frosta Logason má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Hið minnsta fjórir ungir karlmenn, sem allir tengdust íslensku þungarokki, hafa svipt sig lífi undanfarna mánuði. Sjálfsvígin hafa legið þungt á aðstandendum rokksenunnar sem blása til minningar- og hugvekjutónleika þann 5. október á Gauknum í Reykjavík. Þetta verða þó engir venjulegir fimmtudagstónleikar, eins og forsprakkarnir Bylgja Guðjónsdótir og Elín Jósepsdóttir lýstu í samtali við Harmageddon. Flutt verða erindi þar sem fólk verður vakið til umhugsunar og mun sálfræðingur leiða umræðuna. Þá verður bent á úrræði sem gagnast þeim sem gætu verið í sömu sporum. Bylgja og Elín líta til bandarísks úrræðis sem þær vilja innleiða á Íslandi. Þær segja það hafa gefið góða raun en voru ekki í aðstöðu til að ræða það nánar. „Við erum í rauninni að taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og geðheilbrigðiskerfinu af því að þetta er svo brotið. Þetta stendur á brauðfótum eins og er.“Tónleikarnir verða sem fyrr segir á Gauknum og lýsa þær Bylgja og Elín því að þeim hafi verið þakkað fyrir af eigendum staðarins er þær báru upp erindi sitt. Eigendurnir höfðu ekki farið varhluta af áföllunum sem dunið hafa á rokkssenunni síðustu mánuði. Mennirnir fjórir voru ýmist hljómsveitarmeðlimir eða áhangendur hljómsveita. Þær eru þó ekki sannfærðar um það að tregða til að tala um tilfinningar sínar sé bundin við þungarokkara. „Karlmenn yfirhöfuð hafa það svolítið yfir sér að mega ekki tala um tilfinningar og að þeir verði að vera karlmenn,“ segja þær og bæta við að nauðsynlegt sé að losna við skaðlegar hugmyndir um karlmennsku. Spjall þeirra Bylgju og Elínar við Frosta Logason má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir