Pólitíska ábyrgðin verður rannsökuð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. september 2017 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að komist verði til botns í OR-hneykslinu með einum eða öðrum hætti. vísir/anton brink Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og meirihlutinn í borginni séu samstíga um að tryggja að öllum útistandandi spurningum um Orkuveituhúsið verði svarað, þegar dómkvaddur matsmaður hefur lokið úttekt sinni. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar meirihlutann um að reyna að tefja opinbera rannsókn á tjóni höfuðstöðvanna og svæfa málið. Dagur vísar því á bug. Meirihlutinn vísaði á fundi borgarstjórnar á þriðjudag tillögu Sjálfstæðisflokksins um ítarlega opinbera rannsókn og tillögu Framsóknar og flugvallarvina um úttekt á tjóninu til borgarráðs. Dagur segir að flestir hafi verið sammála um að fyrsta skrefið væri að leyfa dómkvöddum matsmanni að ljúka sinni vinnu fyrst. „Verkefni hans myndu skarast við hugmyndir um úttektir þannig að matsmaður mun byrja og við kryfja til mergjar þær spurningar sem hugsanlega standa eftir. Það er alger samstaða um það í borgarstjórn að komast til botns í þessu máli og rannsaka það til hlítar.“ Borgarfulltrúar fyrri og seinni tíma verða ekki undanþegnir slíkri rannsókn enda ólíklegt að dómkvaddur matsmaður muni leggja mat á þátt kjörinna fulltrúa. Mikill pólitískur þrýstingur var á að byggingu OR-hússins yrði lokið á tilsettum tíma þar sem hún var þegar farin fram úr kostnaðaráætlun. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um virðist þetta hafa komið niður á vinnubrögðum. En er ekki sjálfsagt að skoða hina pólitísku ábyrgð líka? „Jú, það er eitt af því sem verður skoðað í úttektinni,“ segir Dagur. „Og ef það er eitthvað sem dómkvaddur matsmaður fjallar ekki um munum við gera sérstaka úttekt. Ég mun einfaldlega tryggja að það verði komist til botns í því.“ Skotið hefur verið á Dag fyrir að vera eini borgarfulltrúi R-listans sem enn sitji í borgarstjórn. Flokksins sem réðst í framkvæmdina. „Mér hefur fundist þessi málflutningur fremur ómerkileg tilraun til að dreifa athyglinni frá aðalatriðinu sem er að ákvörðunin um að byggja húsið var samþykkt þarna 1999–2000 með atkvæðum allra, líka Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon er eini borgarfulltrúinn sem var í borgarstjórn þá.“ Sjálfur kveðst Dagur hafa verið í framhaldsnámi í Svíþjóð þegar ákvörðunin var tekin og Samfylkingin óstofnuð. Fyrrverandi stjórnendur OR hafa gagnrýnt að húsið hafi fengið að grotna niður í viðhaldsleysi eftir hrun. Aðspurður hvort skorið hafi verið of mikið niður segir Dagur að nauðsynlegt sé að skoða það líka. „En þangað til er óvarlegt að fullyrða hvort eitt frekar en annað skiptir máli í þessu. Stóra aðalatriðið er að þetta er mjög stórt tjón, mjög alvarlegt mál sem þarf að komast til botns í. Það er sannarlega sorglegt hvernig komið er fyrir þessari byggingu og það að vesturálman standi auð er tákn um hversu illa þetta mál hefur farið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Ódýrasta og raunhæfasta viðgerðin á vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur kostar á við launakostnað allra starfsmanna tíu leikaskóla í Reykjavík í fyrra. 1. september 2017 07:00 Alfreð segir skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði að grafast almennilega fyrir um hvers vegna höfuðstöðvarnar hafi fengið að liggja undir skemmdum um árabil. 2. september 2017 06:00 Smiðnum veitt skaðleysi fyrir að leggja parket á blaut gólfin Húsasmíðameistarinn sem lagði parketið í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur segir aðvaranir hans um ástand gólfa í vesturhúsi höfuðstöðvanna hafi verið hundsaðar. Svo hafi legið á að ljúka framkvæmdum og opna húsið. 6. september 2017 05:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og meirihlutinn í borginni séu samstíga um að tryggja að öllum útistandandi spurningum um Orkuveituhúsið verði svarað, þegar dómkvaddur matsmaður hefur lokið úttekt sinni. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar meirihlutann um að reyna að tefja opinbera rannsókn á tjóni höfuðstöðvanna og svæfa málið. Dagur vísar því á bug. Meirihlutinn vísaði á fundi borgarstjórnar á þriðjudag tillögu Sjálfstæðisflokksins um ítarlega opinbera rannsókn og tillögu Framsóknar og flugvallarvina um úttekt á tjóninu til borgarráðs. Dagur segir að flestir hafi verið sammála um að fyrsta skrefið væri að leyfa dómkvöddum matsmanni að ljúka sinni vinnu fyrst. „Verkefni hans myndu skarast við hugmyndir um úttektir þannig að matsmaður mun byrja og við kryfja til mergjar þær spurningar sem hugsanlega standa eftir. Það er alger samstaða um það í borgarstjórn að komast til botns í þessu máli og rannsaka það til hlítar.“ Borgarfulltrúar fyrri og seinni tíma verða ekki undanþegnir slíkri rannsókn enda ólíklegt að dómkvaddur matsmaður muni leggja mat á þátt kjörinna fulltrúa. Mikill pólitískur þrýstingur var á að byggingu OR-hússins yrði lokið á tilsettum tíma þar sem hún var þegar farin fram úr kostnaðaráætlun. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um virðist þetta hafa komið niður á vinnubrögðum. En er ekki sjálfsagt að skoða hina pólitísku ábyrgð líka? „Jú, það er eitt af því sem verður skoðað í úttektinni,“ segir Dagur. „Og ef það er eitthvað sem dómkvaddur matsmaður fjallar ekki um munum við gera sérstaka úttekt. Ég mun einfaldlega tryggja að það verði komist til botns í því.“ Skotið hefur verið á Dag fyrir að vera eini borgarfulltrúi R-listans sem enn sitji í borgarstjórn. Flokksins sem réðst í framkvæmdina. „Mér hefur fundist þessi málflutningur fremur ómerkileg tilraun til að dreifa athyglinni frá aðalatriðinu sem er að ákvörðunin um að byggja húsið var samþykkt þarna 1999–2000 með atkvæðum allra, líka Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon er eini borgarfulltrúinn sem var í borgarstjórn þá.“ Sjálfur kveðst Dagur hafa verið í framhaldsnámi í Svíþjóð þegar ákvörðunin var tekin og Samfylkingin óstofnuð. Fyrrverandi stjórnendur OR hafa gagnrýnt að húsið hafi fengið að grotna niður í viðhaldsleysi eftir hrun. Aðspurður hvort skorið hafi verið of mikið niður segir Dagur að nauðsynlegt sé að skoða það líka. „En þangað til er óvarlegt að fullyrða hvort eitt frekar en annað skiptir máli í þessu. Stóra aðalatriðið er að þetta er mjög stórt tjón, mjög alvarlegt mál sem þarf að komast til botns í. Það er sannarlega sorglegt hvernig komið er fyrir þessari byggingu og það að vesturálman standi auð er tákn um hversu illa þetta mál hefur farið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Ódýrasta og raunhæfasta viðgerðin á vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur kostar á við launakostnað allra starfsmanna tíu leikaskóla í Reykjavík í fyrra. 1. september 2017 07:00 Alfreð segir skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði að grafast almennilega fyrir um hvers vegna höfuðstöðvarnar hafi fengið að liggja undir skemmdum um árabil. 2. september 2017 06:00 Smiðnum veitt skaðleysi fyrir að leggja parket á blaut gólfin Húsasmíðameistarinn sem lagði parketið í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur segir aðvaranir hans um ástand gólfa í vesturhúsi höfuðstöðvanna hafi verið hundsaðar. Svo hafi legið á að ljúka framkvæmdum og opna húsið. 6. september 2017 05:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Viðgerð vesturhúss á við launakostnað tíu leikskóla Ódýrasta og raunhæfasta viðgerðin á vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur kostar á við launakostnað allra starfsmanna tíu leikaskóla í Reykjavík í fyrra. 1. september 2017 07:00
Alfreð segir skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði að grafast almennilega fyrir um hvers vegna höfuðstöðvarnar hafi fengið að liggja undir skemmdum um árabil. 2. september 2017 06:00
Smiðnum veitt skaðleysi fyrir að leggja parket á blaut gólfin Húsasmíðameistarinn sem lagði parketið í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur segir aðvaranir hans um ástand gólfa í vesturhúsi höfuðstöðvanna hafi verið hundsaðar. Svo hafi legið á að ljúka framkvæmdum og opna húsið. 6. september 2017 05:00