Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Frá sjókvíaeldi í Berufirði. Stefnt er að því að ákveðin svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu. vísir/gva Starfsemi sjókvíaeldis verður gerð skrásetningarskyld og boðin út nái tillögur starfshóps um stefnumótun í fiskeldi fram að ganga. Þá verður auðlindagjald, allt að fimmtán krónur á hvert framleitt kíló af laxi, lagt á. Hópurinn skilaði skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra málaflokksins, kynnti efni skýrslunnar á fundi í ráðuneytinu í gær. Sagði hún við það tilefni að það markaði tímamót að fulltrúar fiskeldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa hefðu komist að því samkomulagi sem felst í niðurstöðu hópsins. Auk hagsmunaaðila áttu sæti í hópnum sérfræðingar frá MATÍS, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu. Tillögur hópsins eru alls tuttugu.Þorgerður Katrín kynnir skýrsluna í gær. Til hægri má sjá Baldur P. Erlingsson formann starfshópsins.vísir/anton brink „Með tillögunum er leitast eftir því að útrýma því „villta vesturs ástandi“ sem ríkt hefur í greininni,“ sagði ráðherra á fundinum í gær. Vísar hún til þess að hingað til hafi þeir sem vilja hefja fiskeldi valið sér staðsetningu og sótt um framleiðsluleyfi. Fyrirhugað sé að sérstök svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu og þau síðan boðin út til hæstbjóðanda. Vonast er til þess að fyrirkomulagið verði til þess að álitamálum um leyfisveitingar og staðsetningu eldiskvía fækki. Lagt er til að auðlindagjald verði lagt á nýtingu eldissvæða í sjó. Framleiðendur sem stunda eldi á ófrjóum fiski, eða stefna að slíku eldi, munu tímabundið geta fengið gjaldið niðurfellt í heild eða að hluta. Áætlað er að gjaldið geti skilað allt að milljarði króna ár hvert í ríkiskassann. Sú upphæð miðast við að framleidd séu yfir 67 þúsund tonn ár hvert. Stefnt er að því að gjaldið renni til uppbyggingar innviða á fiskeldissvæðum. Eftirlit með eldinu verður fært frá Matvælastofnun (MAST) til Umhverfisstofnunar. Upplýsingagjöf með niðurstöðum eftirlits verður gerð rafræn og opinber og allt ferlið gagnsærra. Þá verður MAST gert skylt að birta ákvarðanir um þvingunaraðgerðir og viðurlög, ólíkt því sem fólk hefur vanist úr landbúnaði. Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn í gær og er stefnt að því að nauðsynlegar lagabreytingar verði lagðar fyrir þingið fyrir lok haustþings. Ráðherrann vonar að málið verði unnið í sameiningu inni á þinginu. „Ég bind vonir við það að þessi skýrsla verði ákveðinn grundvöllur sem mun stuðla að því að það verði meiri sátt um uppbyggingu þessarar atvinnugreinar en áður,“ sagði Þorgerður Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Starfsemi sjókvíaeldis verður gerð skrásetningarskyld og boðin út nái tillögur starfshóps um stefnumótun í fiskeldi fram að ganga. Þá verður auðlindagjald, allt að fimmtán krónur á hvert framleitt kíló af laxi, lagt á. Hópurinn skilaði skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra málaflokksins, kynnti efni skýrslunnar á fundi í ráðuneytinu í gær. Sagði hún við það tilefni að það markaði tímamót að fulltrúar fiskeldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa hefðu komist að því samkomulagi sem felst í niðurstöðu hópsins. Auk hagsmunaaðila áttu sæti í hópnum sérfræðingar frá MATÍS, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu. Tillögur hópsins eru alls tuttugu.Þorgerður Katrín kynnir skýrsluna í gær. Til hægri má sjá Baldur P. Erlingsson formann starfshópsins.vísir/anton brink „Með tillögunum er leitast eftir því að útrýma því „villta vesturs ástandi“ sem ríkt hefur í greininni,“ sagði ráðherra á fundinum í gær. Vísar hún til þess að hingað til hafi þeir sem vilja hefja fiskeldi valið sér staðsetningu og sótt um framleiðsluleyfi. Fyrirhugað sé að sérstök svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu og þau síðan boðin út til hæstbjóðanda. Vonast er til þess að fyrirkomulagið verði til þess að álitamálum um leyfisveitingar og staðsetningu eldiskvía fækki. Lagt er til að auðlindagjald verði lagt á nýtingu eldissvæða í sjó. Framleiðendur sem stunda eldi á ófrjóum fiski, eða stefna að slíku eldi, munu tímabundið geta fengið gjaldið niðurfellt í heild eða að hluta. Áætlað er að gjaldið geti skilað allt að milljarði króna ár hvert í ríkiskassann. Sú upphæð miðast við að framleidd séu yfir 67 þúsund tonn ár hvert. Stefnt er að því að gjaldið renni til uppbyggingar innviða á fiskeldissvæðum. Eftirlit með eldinu verður fært frá Matvælastofnun (MAST) til Umhverfisstofnunar. Upplýsingagjöf með niðurstöðum eftirlits verður gerð rafræn og opinber og allt ferlið gagnsærra. Þá verður MAST gert skylt að birta ákvarðanir um þvingunaraðgerðir og viðurlög, ólíkt því sem fólk hefur vanist úr landbúnaði. Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn í gær og er stefnt að því að nauðsynlegar lagabreytingar verði lagðar fyrir þingið fyrir lok haustþings. Ráðherrann vonar að málið verði unnið í sameiningu inni á þinginu. „Ég bind vonir við það að þessi skýrsla verði ákveðinn grundvöllur sem mun stuðla að því að það verði meiri sátt um uppbyggingu þessarar atvinnugreinar en áður,“ sagði Þorgerður Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira