Hundruð manna grófust undir aurflóði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Margir óðu út í drulluna í von um að bjarga ástvinum sínum. Það er hættulegt verk sé fólk ekki nægilega hávaxið til að standa upp úr forinni. vísir/afp Óttast er að hundruð hafi látist eftir að aurskriða fór yfir úthverfi Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Fjölmargar ólöglegar byggingar höfðu verið reistar á því svæði sem aurinn flæddi yfir. „Það er líklegt að hundruð liggi grafin undir framburðinum,“ segir Victor Foh, varaforseti landsins. „Þetta er skelfilegur atburður. Ég er algjörlega niðurbrotinn. Sem stendur vinnum við að því að girða svæðið af og koma fólki af vettvangi.“ „Hingað hafa komið yfir 300 lík og talan fer bara hækkandi,“ sagði Mohamed Sinneh, starfsmaður líkhúss í Freetown, við AFP fréttaveituna. Hann bætti því við að geymslur hússins væru yfirfullar. Tölur frá Rauða krossinum herma að að minnsta kosti 200 hafi farist. Næsta víst er talið að það sé vanáætlað. Hersveitir og björgunarlið hafa verið kallaðar út til að bjarga fólki úr rústum húsa sinna. Talið er ólíklegt að fólk sem lenti í flóðinu muni komast lífs af. Ríkissjónvarp landsins rauf útsendingu til að sýna frá björgunaraðgerðum. Myndirnar voru sláandi. Sumstaðar óð fólk aur upp að hálsi í örvæntingarfullri tilraun til að finna ástvini sem lentu undir forinni. Björgunaraðgerðir eru sérstaklega varasamar á svæðinu. Aurinn er þéttur ásjónar en sé fæti drepið óvarlega niður er mikil hætta á að hann geti gleypt mann. Flóð eru algeng í höfuðborginni en aðeins eru tvö ár síðan tíu fórust í höfuðborginni Freetown, sem er á vesturströnd Afríku, í flóðum. Um milljón manns býr í borginni en þúsundir töpuðu heimili sínu þá. Ljóst er að tjónið nú er enn meira því heilu hverfin hurfu af yfirborði jarðar í aurflóðinu. Ástæðu flóðsins má rekja til mikils úrhellis sem verið hefur í landinu undanfarna daga. Í ósamþykktum byggðum og fátækum hverfum er algengt að ástandi holræsa og vega sé ábótavant. Sumstaðar er ekki um það að ræða að slík mannvirki séu til staðar. Afleiðingin getur verið sú að regnvatn rennur ekki í rörum neðan jarðar heldur safnast saman ofanjarðar með fyrrgreindum afleiðingum. Birtist í Fréttablaðinu Síerra Leóne Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Óttast er að hundruð hafi látist eftir að aurskriða fór yfir úthverfi Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Fjölmargar ólöglegar byggingar höfðu verið reistar á því svæði sem aurinn flæddi yfir. „Það er líklegt að hundruð liggi grafin undir framburðinum,“ segir Victor Foh, varaforseti landsins. „Þetta er skelfilegur atburður. Ég er algjörlega niðurbrotinn. Sem stendur vinnum við að því að girða svæðið af og koma fólki af vettvangi.“ „Hingað hafa komið yfir 300 lík og talan fer bara hækkandi,“ sagði Mohamed Sinneh, starfsmaður líkhúss í Freetown, við AFP fréttaveituna. Hann bætti því við að geymslur hússins væru yfirfullar. Tölur frá Rauða krossinum herma að að minnsta kosti 200 hafi farist. Næsta víst er talið að það sé vanáætlað. Hersveitir og björgunarlið hafa verið kallaðar út til að bjarga fólki úr rústum húsa sinna. Talið er ólíklegt að fólk sem lenti í flóðinu muni komast lífs af. Ríkissjónvarp landsins rauf útsendingu til að sýna frá björgunaraðgerðum. Myndirnar voru sláandi. Sumstaðar óð fólk aur upp að hálsi í örvæntingarfullri tilraun til að finna ástvini sem lentu undir forinni. Björgunaraðgerðir eru sérstaklega varasamar á svæðinu. Aurinn er þéttur ásjónar en sé fæti drepið óvarlega niður er mikil hætta á að hann geti gleypt mann. Flóð eru algeng í höfuðborginni en aðeins eru tvö ár síðan tíu fórust í höfuðborginni Freetown, sem er á vesturströnd Afríku, í flóðum. Um milljón manns býr í borginni en þúsundir töpuðu heimili sínu þá. Ljóst er að tjónið nú er enn meira því heilu hverfin hurfu af yfirborði jarðar í aurflóðinu. Ástæðu flóðsins má rekja til mikils úrhellis sem verið hefur í landinu undanfarna daga. Í ósamþykktum byggðum og fátækum hverfum er algengt að ástandi holræsa og vega sé ábótavant. Sumstaðar er ekki um það að ræða að slík mannvirki séu til staðar. Afleiðingin getur verið sú að regnvatn rennur ekki í rörum neðan jarðar heldur safnast saman ofanjarðar með fyrrgreindum afleiðingum.
Birtist í Fréttablaðinu Síerra Leóne Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira