Kórar landsins takast á í nýjum þætti Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. júlí 2017 09:45 Friðrik Dór hlakkar til að vera kynnir, sérstaklega er hann spenntur fyrir beinu útsendingunni. Vísir/Eyþór Í haust mun þátturinn Kórar Íslands hefja göngu sína á Stöð 2. Í beinni útsendingu munu tuttugu kórar takast á um titilinn Kór Íslands 2017. Kynnir þáttarins verður söngvarinn ástsæli Friðrik Dór. „Undir niðri í mér kraumar kórmaður. Ég elska góða kóra. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert verið í kórum sjálfur – pabbi var um stund í kór og tengdamamma mín hefur stundað kórastarf af miklum móð, þannig að ég fer einstaka sinnum á tónleika hjá henni og það er alltaf gaman að kíkja á það,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en hann verður kynnir í þáttunum Kórar Íslands sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust í samstarfi við Sagafilm og því vert að spyrja hann út í kórareynslu sína, sem hann viðurkennir að sé ekki mikil nema þá sem áhorfandi á tónleikum tengdamóðurinnar og svo þessi undir kraumandi kórmaður. Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. „Mér líst bara vel á þetta. Það er mjög spennandi að spreyta sig á þessu hlutverki. Þetta er í beinni útsendingu – ég hef náttúrulega ekkert gert sem er í beinni útsendingu. Maður þarf að vera vel undirbúinn.“„En ef það koma upp einhver hitamál í þjóðfélaginu þá getur maður nýtt beina útsendingu í það að tjá sig óvænt, að koma með bombur inn í umræðuna. Ég sé fyrir mér að ég geti nýtt mér þetta tækifæri til að verða einn af helstu umræðuleiðtogum þessa lands.“ „Það er það sem pródúserar elska, þegar maður fer út fyrir handritið, sérstaklega ef maður tjáir sig um mjög umdeild málefni. Það er það sem ég stefni á að gera mikið af. Ég er að bíða eftir góðum skandal til að tjá mig um,“ segir Frikki og það er ekki laust við að blaðamaður skynji örlitla kaldhæðni í röddu þessa ástsæla listamanns sem fyrir löngu hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og myndi áreiðanlega plumma sig mjög vel sem umræðuleiðtogi.En hvernig skyldi draumakórinn hans Frikka Dórs vera, ef hann fengi tækifæri til að setja einn slíkan saman? „Ætli hann myndi ekki bara innihalda tengdamóður mína sem aðalsöngkonu og þá værum við bara í toppmálum. Hún mætti síðan velja sér bakraddir.“ Tengdó getur unað vel við það. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir geta verið hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar og verður hún að sjálfsögðu skipuð miklu fagfólki. Allir áhugasamir kórar geta sótt um að taka þátt á netfanginu korar@sagafilm.is. Kórar Íslands Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Í haust mun þátturinn Kórar Íslands hefja göngu sína á Stöð 2. Í beinni útsendingu munu tuttugu kórar takast á um titilinn Kór Íslands 2017. Kynnir þáttarins verður söngvarinn ástsæli Friðrik Dór. „Undir niðri í mér kraumar kórmaður. Ég elska góða kóra. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert verið í kórum sjálfur – pabbi var um stund í kór og tengdamamma mín hefur stundað kórastarf af miklum móð, þannig að ég fer einstaka sinnum á tónleika hjá henni og það er alltaf gaman að kíkja á það,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en hann verður kynnir í þáttunum Kórar Íslands sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust í samstarfi við Sagafilm og því vert að spyrja hann út í kórareynslu sína, sem hann viðurkennir að sé ekki mikil nema þá sem áhorfandi á tónleikum tengdamóðurinnar og svo þessi undir kraumandi kórmaður. Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. „Mér líst bara vel á þetta. Það er mjög spennandi að spreyta sig á þessu hlutverki. Þetta er í beinni útsendingu – ég hef náttúrulega ekkert gert sem er í beinni útsendingu. Maður þarf að vera vel undirbúinn.“„En ef það koma upp einhver hitamál í þjóðfélaginu þá getur maður nýtt beina útsendingu í það að tjá sig óvænt, að koma með bombur inn í umræðuna. Ég sé fyrir mér að ég geti nýtt mér þetta tækifæri til að verða einn af helstu umræðuleiðtogum þessa lands.“ „Það er það sem pródúserar elska, þegar maður fer út fyrir handritið, sérstaklega ef maður tjáir sig um mjög umdeild málefni. Það er það sem ég stefni á að gera mikið af. Ég er að bíða eftir góðum skandal til að tjá mig um,“ segir Frikki og það er ekki laust við að blaðamaður skynji örlitla kaldhæðni í röddu þessa ástsæla listamanns sem fyrir löngu hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og myndi áreiðanlega plumma sig mjög vel sem umræðuleiðtogi.En hvernig skyldi draumakórinn hans Frikka Dórs vera, ef hann fengi tækifæri til að setja einn slíkan saman? „Ætli hann myndi ekki bara innihalda tengdamóður mína sem aðalsöngkonu og þá værum við bara í toppmálum. Hún mætti síðan velja sér bakraddir.“ Tengdó getur unað vel við það. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir geta verið hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar og verður hún að sjálfsögðu skipuð miklu fagfólki. Allir áhugasamir kórar geta sótt um að taka þátt á netfanginu korar@sagafilm.is.
Kórar Íslands Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira