Fjögurra ára fangelsi fyrir sex ára gamalt smygl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2017 17:53 Um var að ræða 30 þúsund e-töflur sem smyglað var hingað til lands sumarið 2011. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Einar Sigurð Einarsson í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi hingað til lands á rúmlega 30 þúsund MDMA-töflum í ágúst 2011. Einar var handtekinn í Leifsstöð í apríl síðastliðnum en auk Einars voru tveir aðrir menn ákærðir og dæmdir í málinu. Einar Sigurður var ákærður fyrir að hafa afhent Einari Erni Adolfssyni, sem einnig var ákærður vegna málsins, fíkniefnin í Amsterdam í Hollandi. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa greitt hluta ferðakostnaðar og uppihald Einars Arnar sem flutti efnin svo frá Danmörku til Íslands en Einar Örn var á þessum tíma 17 ára gamall. Skipta þurfti málinu upp og gefa út tvær ákærur því Einar Sigurður var í farbanni í Ástralíu þar sem hann var búsettur. Upphaflega var ein ákæra gefin út í júní 2013 á hendur þremenningunum, þeim Einari Sigurði, Einari Erni og Finni Snæ Guðjónssyni.Mikill dráttur á málsmeðferð að mestu rakinn til ákærða Þeim hluta málsins sem sneri að þeim Einari Erni og Finni Snæ lauk í febrúar í fyrra þegar þeir hlutu hvor um sig fjögurra ára skilorðsbundinn dóm til þriggja ára fyrir sína aðild að smyglinu. Voru dómarnir skilorðsbundnir vegna þess dráttar sem orðið hafði á málinu. Áður höfðu þeir hlotið fangelsisdóma til sex ára en Hæstiréttur ómerkti þá vegna vanhæfis Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómarar, sem hafði áður komið að málinu þegar hún úrskurðaði annan manninn í gæsluvarðhald. Að mati héraðsdóms þótti ekki tilefni til að skilorðsbinda dóminn yfir Einari Sigurði þar sem sá mikli dráttur sem orðið hefur á málinu megi að mestu rekja til hans sjálfs. Þannig kemur fram í dómnum að Einar Sigurður hafi flutt til Danmerkur í byrjun september 2011 ásamt þáverandi sambýliskonu. Þau hafi síðan flutt aftur til Íslands í október 2012 og búið hér á landi þar til í mars 2013 þegar þau fluttust búferlum til Íslands.Framburður ákærða ekki talinn trúverðugur „Bjó ákærði þar allt þar til hann flutti til Spánar vorið 2016. Sætti hann farbanni í Ástralíu sem að hans sögn stóð um rúmlega tveggja ára skeið, eða frá júlí 2013 og fram í október 2015, en gögn um farbannið hafa ekki verið lögð fram í málinu. Á Spáni bjó hann þar til í lok janúar á þessu ári, en kom þá loks að nýju til Íslands. Höfðu ákæruvald og lögregla ekki vitneskju um veru hans hér á landi fyrr en í ljós kom 7. apríl sl. að hann ætti bókað flug til Danmerkur daginn eftir. Var hann þá handtekinn og úrskurðaður í farbann sem ekki var aflétt fyrr en við dómtöku þessa máls 14. f.m.,“að því er segir í dómi héraðdóms. Eins og áður segir var Einar Sigurður dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Framburður hans um það hvers vegna hann fór til Hollands var ekki talinn trúverðugur að mati dómsins en hann hélt því fram að hún hefði í engu tengst fíkniefnainnflutningnum. Var meðal annars litið til þess að Einar Sigurður var bókaður fyrir tveimur einstaklingsherbergjum á hóteli í Amsterdam þar sem hann og Einar Örn hittust. Einar Sigurður gat enga skýringu gefið á þessu og sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um þetta. Þá gat hann heldur ekki gefið skýringu á því hvers vegna hann var enn skráður fyrir herbergi á hótelinu eftir að hann fór frá Amsterdam en Einar Örn tók þá á móti veitingum á herberginu.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Breytt líferni og dráttur á málinu ástæða skilorðsins Refsing Einars Arnar Adolfssonar, fyrir fíkniefnasmygl, breyttist talsvert á tveimur árum. 24. febrúar 2016 19:24 Grunaður höfuðpaur í stóru fíkniefnamáli tekinn í Keflavík sex árum síðar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Einar Sigurður Einarsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, skuli sæta farbanni á meðan mál hans er til meðferðar fyrir héraðsdómi en þó ekki lengur en til 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2017 00:09 „Ég er eins sáttur og það gerist miðað við aðstæður“ Einar Örn Adolfsson fékk skilorðsbundinn dóm fyrir fíkniefnasmygl í dag. Var áður dæmdur í sex ára fangelsi. Er á leið vestur um haf með ársgamla dóttur sem glímir við lungnasjúkdóm. 24. febrúar 2016 14:50 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Einar Sigurð Einarsson í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi hingað til lands á rúmlega 30 þúsund MDMA-töflum í ágúst 2011. Einar var handtekinn í Leifsstöð í apríl síðastliðnum en auk Einars voru tveir aðrir menn ákærðir og dæmdir í málinu. Einar Sigurður var ákærður fyrir að hafa afhent Einari Erni Adolfssyni, sem einnig var ákærður vegna málsins, fíkniefnin í Amsterdam í Hollandi. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa greitt hluta ferðakostnaðar og uppihald Einars Arnar sem flutti efnin svo frá Danmörku til Íslands en Einar Örn var á þessum tíma 17 ára gamall. Skipta þurfti málinu upp og gefa út tvær ákærur því Einar Sigurður var í farbanni í Ástralíu þar sem hann var búsettur. Upphaflega var ein ákæra gefin út í júní 2013 á hendur þremenningunum, þeim Einari Sigurði, Einari Erni og Finni Snæ Guðjónssyni.Mikill dráttur á málsmeðferð að mestu rakinn til ákærða Þeim hluta málsins sem sneri að þeim Einari Erni og Finni Snæ lauk í febrúar í fyrra þegar þeir hlutu hvor um sig fjögurra ára skilorðsbundinn dóm til þriggja ára fyrir sína aðild að smyglinu. Voru dómarnir skilorðsbundnir vegna þess dráttar sem orðið hafði á málinu. Áður höfðu þeir hlotið fangelsisdóma til sex ára en Hæstiréttur ómerkti þá vegna vanhæfis Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómarar, sem hafði áður komið að málinu þegar hún úrskurðaði annan manninn í gæsluvarðhald. Að mati héraðsdóms þótti ekki tilefni til að skilorðsbinda dóminn yfir Einari Sigurði þar sem sá mikli dráttur sem orðið hefur á málinu megi að mestu rekja til hans sjálfs. Þannig kemur fram í dómnum að Einar Sigurður hafi flutt til Danmerkur í byrjun september 2011 ásamt þáverandi sambýliskonu. Þau hafi síðan flutt aftur til Íslands í október 2012 og búið hér á landi þar til í mars 2013 þegar þau fluttust búferlum til Íslands.Framburður ákærða ekki talinn trúverðugur „Bjó ákærði þar allt þar til hann flutti til Spánar vorið 2016. Sætti hann farbanni í Ástralíu sem að hans sögn stóð um rúmlega tveggja ára skeið, eða frá júlí 2013 og fram í október 2015, en gögn um farbannið hafa ekki verið lögð fram í málinu. Á Spáni bjó hann þar til í lok janúar á þessu ári, en kom þá loks að nýju til Íslands. Höfðu ákæruvald og lögregla ekki vitneskju um veru hans hér á landi fyrr en í ljós kom 7. apríl sl. að hann ætti bókað flug til Danmerkur daginn eftir. Var hann þá handtekinn og úrskurðaður í farbann sem ekki var aflétt fyrr en við dómtöku þessa máls 14. f.m.,“að því er segir í dómi héraðdóms. Eins og áður segir var Einar Sigurður dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Framburður hans um það hvers vegna hann fór til Hollands var ekki talinn trúverðugur að mati dómsins en hann hélt því fram að hún hefði í engu tengst fíkniefnainnflutningnum. Var meðal annars litið til þess að Einar Sigurður var bókaður fyrir tveimur einstaklingsherbergjum á hóteli í Amsterdam þar sem hann og Einar Örn hittust. Einar Sigurður gat enga skýringu gefið á þessu og sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um þetta. Þá gat hann heldur ekki gefið skýringu á því hvers vegna hann var enn skráður fyrir herbergi á hótelinu eftir að hann fór frá Amsterdam en Einar Örn tók þá á móti veitingum á herberginu.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Breytt líferni og dráttur á málinu ástæða skilorðsins Refsing Einars Arnar Adolfssonar, fyrir fíkniefnasmygl, breyttist talsvert á tveimur árum. 24. febrúar 2016 19:24 Grunaður höfuðpaur í stóru fíkniefnamáli tekinn í Keflavík sex árum síðar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Einar Sigurður Einarsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, skuli sæta farbanni á meðan mál hans er til meðferðar fyrir héraðsdómi en þó ekki lengur en til 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2017 00:09 „Ég er eins sáttur og það gerist miðað við aðstæður“ Einar Örn Adolfsson fékk skilorðsbundinn dóm fyrir fíkniefnasmygl í dag. Var áður dæmdur í sex ára fangelsi. Er á leið vestur um haf með ársgamla dóttur sem glímir við lungnasjúkdóm. 24. febrúar 2016 14:50 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Breytt líferni og dráttur á málinu ástæða skilorðsins Refsing Einars Arnar Adolfssonar, fyrir fíkniefnasmygl, breyttist talsvert á tveimur árum. 24. febrúar 2016 19:24
Grunaður höfuðpaur í stóru fíkniefnamáli tekinn í Keflavík sex árum síðar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Einar Sigurður Einarsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, skuli sæta farbanni á meðan mál hans er til meðferðar fyrir héraðsdómi en þó ekki lengur en til 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2017 00:09
„Ég er eins sáttur og það gerist miðað við aðstæður“ Einar Örn Adolfsson fékk skilorðsbundinn dóm fyrir fíkniefnasmygl í dag. Var áður dæmdur í sex ára fangelsi. Er á leið vestur um haf með ársgamla dóttur sem glímir við lungnasjúkdóm. 24. febrúar 2016 14:50
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent