Afar viðeigandi ljóðakvöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2017 10:15 Skáldin Kristín Svava og K.T. Billey hafa þýtt ljóð hvor annarrar. Vísir/Anton Brink Það er óhætt að segja að mörg af okkar skemmtilegustu ljóðskáldum ætli að koma fram,“ segir Kristín Svava Tómasdóttir um ljóðakvöldið sem haldið verður á Gauknum að Tryggvagötu 22 annað kvöld, miðvikudag, á sumarsólstöðum. Þar koma fram auk hennar þau Anton Helgi Jónsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Fríða Ísberg, Kristín Eiríksdóttir, K.T. Billey, Lommi, og Þórdís Gísladóttir og kynnir verður Kristján Guðjónsson. Aðaltilefni þessa ljóðakvölds segir Kristín Svava vera það að Vestur-Íslendingurinn, skáldið og þýðandinn Kara Billey Þórðarson, sem notar höfundarnafnið K.T. Billey, sé stödd á landinu. K.T. Billey dvelur í þýðendaíbúð í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins. Meðal þess sem hún hefur þýtt úr íslensku er síðasta bók Kristínar Svövu, Stormviðvörun. Hún fékk meira að segja verðlaun fyrir það verk frá American Scandinavian Foundation og til stendur að gefa bókina út í Bandaríkjunum. „Kara er ekki Vestur-Íslendingur í þeirri merkingu að forfeðurnir hafi farið til Kanada á nítjándu öld,“ tekur Kristín Svava fram. „Afi hennar flutti út og hún á ættingja hér á landi en ólst upp í Kanada og er líka af úkraínskum ættum. Hefur verið hér öðru hverju og er núna í mánuð. Hún þýðir bæði úr íslensku og spænsku og er ljóðskáld líka. Ég hef þýtt fáein ljóð eftir hana svo við getum lesið hvor eftir aðra og saman annað kvöld en hún hefur ekki jafn mikla æfingu í að tala íslensku og lesa.“ Spurð hvort það sé árvisst að sumarsólstöðum sé fagnað með ljóðalestri svarar Kristín Svava: „Nei, en afar viðeigandi. Við Jón M. Loðmfjörð, Lommi, höfum verið að halda svona ljóðakvöld á Gauknum öðru hverju undir merkjum Samtaka ungra skálda.“ Menning Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að mörg af okkar skemmtilegustu ljóðskáldum ætli að koma fram,“ segir Kristín Svava Tómasdóttir um ljóðakvöldið sem haldið verður á Gauknum að Tryggvagötu 22 annað kvöld, miðvikudag, á sumarsólstöðum. Þar koma fram auk hennar þau Anton Helgi Jónsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Fríða Ísberg, Kristín Eiríksdóttir, K.T. Billey, Lommi, og Þórdís Gísladóttir og kynnir verður Kristján Guðjónsson. Aðaltilefni þessa ljóðakvölds segir Kristín Svava vera það að Vestur-Íslendingurinn, skáldið og þýðandinn Kara Billey Þórðarson, sem notar höfundarnafnið K.T. Billey, sé stödd á landinu. K.T. Billey dvelur í þýðendaíbúð í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins. Meðal þess sem hún hefur þýtt úr íslensku er síðasta bók Kristínar Svövu, Stormviðvörun. Hún fékk meira að segja verðlaun fyrir það verk frá American Scandinavian Foundation og til stendur að gefa bókina út í Bandaríkjunum. „Kara er ekki Vestur-Íslendingur í þeirri merkingu að forfeðurnir hafi farið til Kanada á nítjándu öld,“ tekur Kristín Svava fram. „Afi hennar flutti út og hún á ættingja hér á landi en ólst upp í Kanada og er líka af úkraínskum ættum. Hefur verið hér öðru hverju og er núna í mánuð. Hún þýðir bæði úr íslensku og spænsku og er ljóðskáld líka. Ég hef þýtt fáein ljóð eftir hana svo við getum lesið hvor eftir aðra og saman annað kvöld en hún hefur ekki jafn mikla æfingu í að tala íslensku og lesa.“ Spurð hvort það sé árvisst að sumarsólstöðum sé fagnað með ljóðalestri svarar Kristín Svava: „Nei, en afar viðeigandi. Við Jón M. Loðmfjörð, Lommi, höfum verið að halda svona ljóðakvöld á Gauknum öðru hverju undir merkjum Samtaka ungra skálda.“
Menning Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira