Sport

Ætlar að gefa heilann til rannsókna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sapp er goðsögn í NFL-deildinni.
Sapp er goðsögn í NFL-deildinni. vísir/getty
Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE.

CTE er heilabilun sem þróast í einstaklingum sem hafa fengið mörg höfuðhögg í gegnum ævina. NFL-leikmenn eru því í mikilli hættu og hafa nokkrir fyrrum leikmenn deildarinnar verið greindir með heilkennið.

Þeir sem fá CTE verða fyrir minnistapi og þjást einnig af þunglyndi. Ekki er óalgengt að þeir fyrirfari sér í kjölfarið.

Sapp er heiðurshöll NFL-deildarinnar og hann vill opna enn frekar á þessa umræða meðal fyrrum leikmanna sem eru að glíma við minnisglöp. Segir það vera neyðarlegt að muna ekki hvað hann eigi að kaupa út í búð sem og að gleyma að sækja börnin sín.

Hann viti að fleiri fyrrum leikmenn glími við það sama og segir nauðsynlegt að talað sé um það.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×