Náttúrugripir settir í viðeigandi umhverfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2017 09:45 Sýningin er ótrúlega eðlileg. Bjarg heitir þessi hluti hennar. Við vorum að fá nýtt og fullkomið húsnæði fyrir safnið. Það er í Pálshúsi, næstelsta húsinu í bænum, nýendurbættu,“ segir Anna María Guðlaugsdóttir, formaður félagsins Fjallasalir sem heldur utan um Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar. Á safninu eru meðal annars allir íslensku varpfuglarnir uppstoppaðir og fyrsta sýning safnsins í nýju húsakynnunum er borin uppi af þeim. Hún nefnist Flugþrá og ásamt fuglunum er þar fjallað um flugþrá mannsins og sögu flugsins.Fjallabyggð afhenti Fjallasölum Náttúrugripasafnið. Það var áður til sýnis á efri hæð Arion banka en nú er það komið í nýjan búning og með miklu betra aðgengi fyrir almenning. Náttúrugripirnir eru settir í viðeigandi umhverfi, með myndum á bak við. Virkilega flott. Finnur Arnar, Þórarinn Blöndal og Erlingur Jóhannsson eru hönnuðirnir á bak við sýninguna,“ lýsir Anna María. Nýr myndlistarsalur er líka í Pálshúsi, að sögn Önnu Maríu. Kristinn G. Jóhannsson myndlistarmaður sem lengi var kennari á Ólafsfirði hefur komið þar fyrir myndum af húsum í bænum og kallar sýninguna Farangur úr fortíðinni. Bygging Pálshúss hófst 1892 og var gerð í áföngum en þar hefur verið verslun frá upphafi þar til það var tekið undir safnahús. Verslunin var í eigu ýmissa aðila, með mismunandi varning og hét ýmsum nöfnum en húsið heitir eftir fyrsta kaupmanninum, Páli Bergssyni, að sögn Önnu Maríu.„Við stofnuðum félagið Fjallasalir árið 2015 og tímanum síðan hefur verið varið í að gera upp húsið og koma mununum fyrir þar,“ segir hún og tekur fram að safnið sé opið frá klukkan 10 til 16 alla daga til loka ágústs. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Við vorum að fá nýtt og fullkomið húsnæði fyrir safnið. Það er í Pálshúsi, næstelsta húsinu í bænum, nýendurbættu,“ segir Anna María Guðlaugsdóttir, formaður félagsins Fjallasalir sem heldur utan um Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar. Á safninu eru meðal annars allir íslensku varpfuglarnir uppstoppaðir og fyrsta sýning safnsins í nýju húsakynnunum er borin uppi af þeim. Hún nefnist Flugþrá og ásamt fuglunum er þar fjallað um flugþrá mannsins og sögu flugsins.Fjallabyggð afhenti Fjallasölum Náttúrugripasafnið. Það var áður til sýnis á efri hæð Arion banka en nú er það komið í nýjan búning og með miklu betra aðgengi fyrir almenning. Náttúrugripirnir eru settir í viðeigandi umhverfi, með myndum á bak við. Virkilega flott. Finnur Arnar, Þórarinn Blöndal og Erlingur Jóhannsson eru hönnuðirnir á bak við sýninguna,“ lýsir Anna María. Nýr myndlistarsalur er líka í Pálshúsi, að sögn Önnu Maríu. Kristinn G. Jóhannsson myndlistarmaður sem lengi var kennari á Ólafsfirði hefur komið þar fyrir myndum af húsum í bænum og kallar sýninguna Farangur úr fortíðinni. Bygging Pálshúss hófst 1892 og var gerð í áföngum en þar hefur verið verslun frá upphafi þar til það var tekið undir safnahús. Verslunin var í eigu ýmissa aðila, með mismunandi varning og hét ýmsum nöfnum en húsið heitir eftir fyrsta kaupmanninum, Páli Bergssyni, að sögn Önnu Maríu.„Við stofnuðum félagið Fjallasalir árið 2015 og tímanum síðan hefur verið varið í að gera upp húsið og koma mununum fyrir þar,“ segir hún og tekur fram að safnið sé opið frá klukkan 10 til 16 alla daga til loka ágústs.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira