Joey Christ, Aron Can, Herra Hnetusmjör og Birnir: Tóku upp myndbandið í Costco Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. júní 2017 13:00 Joey segist hafa verið að leita nýrra leiða til að upplifa Costco við gerð myndbandsins. Vísir/Eyþór „Því að það eru allir í Costco, maður! Mér fannst það bara liggja beint við. Við vorum þarna að fikta í einhverjum ostum, kíktum aðeins inn í kælinn og apótekið – við vorum að leita að nýrri leið til að upplifa búðina. Síðan eru svo ógeðslega margir í Costco þannig að það er fínt að vera með skemmtiatriði þarna,“ segir Joey Christ eða Jóhann Kristófer Stefánsson, eins og mamma hans kallar hann alltaf, en hann var að gefa út glænýtt myndband við lagið Joey Cypher. Lagið er stútfull af góðum gestum en með honum í laginu og myndbandinu eru þeir Birnir, Herra Hnetusmjör og Aron Can en eins og alþjóð veit hafa þessir menn allir verið að gera það gott í rappbransanum upp á síðkastið. Myndbandið var tekið upp í versluninni Costco – sem hefur verið töluvert á milli tannanna á fólki síðustu tvær vikurnar eins og vonandi hefur ekki farið fram hjá neinum.Var ekkert verið að skammast í ykkur fyrir að vera með einhvern fíflagang þarna í versluninni?„Nei, nei, við vorum bara beðnir að hætta að veipa, það var alveg sjálfsagt mál. Það tóku þessu allir furðu vel, ég bjóst einhvern veginn við að þetta yrði meira vesen en það svo varð.“Þetta lag verður á mixteipinu þínu sem fer að koma út – hvenær getum við átt von á því? „Það kemur í júní. Það verður hellingur af gestum á þessu – kannski ekki allir, en þeir sem hafa virkilega verið „poppin“ undanfarið verða þarna til staðar.“ Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Því að það eru allir í Costco, maður! Mér fannst það bara liggja beint við. Við vorum þarna að fikta í einhverjum ostum, kíktum aðeins inn í kælinn og apótekið – við vorum að leita að nýrri leið til að upplifa búðina. Síðan eru svo ógeðslega margir í Costco þannig að það er fínt að vera með skemmtiatriði þarna,“ segir Joey Christ eða Jóhann Kristófer Stefánsson, eins og mamma hans kallar hann alltaf, en hann var að gefa út glænýtt myndband við lagið Joey Cypher. Lagið er stútfull af góðum gestum en með honum í laginu og myndbandinu eru þeir Birnir, Herra Hnetusmjör og Aron Can en eins og alþjóð veit hafa þessir menn allir verið að gera það gott í rappbransanum upp á síðkastið. Myndbandið var tekið upp í versluninni Costco – sem hefur verið töluvert á milli tannanna á fólki síðustu tvær vikurnar eins og vonandi hefur ekki farið fram hjá neinum.Var ekkert verið að skammast í ykkur fyrir að vera með einhvern fíflagang þarna í versluninni?„Nei, nei, við vorum bara beðnir að hætta að veipa, það var alveg sjálfsagt mál. Það tóku þessu allir furðu vel, ég bjóst einhvern veginn við að þetta yrði meira vesen en það svo varð.“Þetta lag verður á mixteipinu þínu sem fer að koma út – hvenær getum við átt von á því? „Það kemur í júní. Það verður hellingur af gestum á þessu – kannski ekki allir, en þeir sem hafa virkilega verið „poppin“ undanfarið verða þarna til staðar.“
Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira