Nýir höfundar stíga fram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2017 08:45 Fríða, Kristján Þór og Pedro Gunnlaugur í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins, þar sem afhending styrkjanna fór fram. Vísir/Ernir Nýræktarstyrkir eru ætlaðir til útgáfu á fyrstu skáldverkum höfunda sem eru að stíga frumskrefin á ritvellinum og til að hvetja þá til dáða á þeirri braut. Miðstöð íslenskra bókmennta veitir þau árlega og á fimmtudaginn tóku Fríða Ísberg og Pedro Gunnlaugur Garcia við þeim úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, menningar-og menntamálaráðherra. Fríða fyrir handritið Slitförin – Safn ljóða og Pedro Gunnlaugur fyrir skáldsöguna Ráðstefna talandi dýra. Pedro Gunnlaugur er hálfur Portúgali en hefur átt heima á Íslandi frá fjögurra ára aldri. Ráðstefna talandi dýra er frumraun hans í skáldsagnaskrifum. „Ég hafði áður prófað að skrifa leikrit sem lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun en fannst eftir það að skáldsögur væru heppilegri miðill fyrir mig.“ Í umsögn bókmenntaráðgjafa stendur að Ráðstefna talandi dýra sé ekkert venjulegt byrjendaverk heldur viðamikil, þroskuð og heillandi skáldsaga. Var hann búinn að gera margar atrennur? „Nei, í rauninni ekki. Það er kannski helst því að þakka að ég tók mér ár til að safna saman hugmyndum, melta þær og leyfa þeim að taka á sig form, þá loksins settist ég niður til að setja eitthvað á blað. Eftir það tóku skriftirnar eitt og hálft ár með vinnu í einhverfudeild í grunnskóla. Eftir vinnu settist ég niður hvern einasta dag og skrifaði í tvo til þrjá tíma,“ segir hann. Bók Fríðu, Slitförin, er sextíu ljóða skáldverk og meistaraverkefni hennar í ritlist við Háskóla Íslands undir handleiðslu Sigurðar Pálssonar skálds. „Mér finnst dásamlegt að fá meðbyr og hvatningu og að einhver vilji sjá efnið útgefið. Fréttin um það kom á hárréttum tíma – tveimur dögum áður var ég að hugsa um að henda öllu draslinu,“ segir hún glaðlega. Fríða kveðst hafa ort ljóð frá því hún var fjögurra ára og í umsögn bókmenntaráðgjafa segir meðal annars að ljóð Fríðu taki pláss, sýni afstöðu og grípi lesendur föstum tökum. „Það var alltaf planið að verða rithöfundur,“ segir hún. „Ég fór í heimspeki í háskólanum, og svo ritlist. Það er mikið af leir og unglingsljóðum í skúffunni og ég hef alltaf stefnt að því að gefa út en er ánægð núna með að það gerðist ekki fyrr. Bókin kemur út í október og þá get ég meira talað um efni hennar. Ég þarf að fá aðeins fjarlægð á efnið.“ Í ár bárust 57 umsóknir um Nýræktarstyrki og er það metumsóknarfjöldi á þeim tíu árum sem styrkirnir hafa verið veittir. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga, s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, smásögur og glæpasögur og eru höfundar á öllum aldri. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Nýræktarstyrkir eru ætlaðir til útgáfu á fyrstu skáldverkum höfunda sem eru að stíga frumskrefin á ritvellinum og til að hvetja þá til dáða á þeirri braut. Miðstöð íslenskra bókmennta veitir þau árlega og á fimmtudaginn tóku Fríða Ísberg og Pedro Gunnlaugur Garcia við þeim úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, menningar-og menntamálaráðherra. Fríða fyrir handritið Slitförin – Safn ljóða og Pedro Gunnlaugur fyrir skáldsöguna Ráðstefna talandi dýra. Pedro Gunnlaugur er hálfur Portúgali en hefur átt heima á Íslandi frá fjögurra ára aldri. Ráðstefna talandi dýra er frumraun hans í skáldsagnaskrifum. „Ég hafði áður prófað að skrifa leikrit sem lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun en fannst eftir það að skáldsögur væru heppilegri miðill fyrir mig.“ Í umsögn bókmenntaráðgjafa stendur að Ráðstefna talandi dýra sé ekkert venjulegt byrjendaverk heldur viðamikil, þroskuð og heillandi skáldsaga. Var hann búinn að gera margar atrennur? „Nei, í rauninni ekki. Það er kannski helst því að þakka að ég tók mér ár til að safna saman hugmyndum, melta þær og leyfa þeim að taka á sig form, þá loksins settist ég niður til að setja eitthvað á blað. Eftir það tóku skriftirnar eitt og hálft ár með vinnu í einhverfudeild í grunnskóla. Eftir vinnu settist ég niður hvern einasta dag og skrifaði í tvo til þrjá tíma,“ segir hann. Bók Fríðu, Slitförin, er sextíu ljóða skáldverk og meistaraverkefni hennar í ritlist við Háskóla Íslands undir handleiðslu Sigurðar Pálssonar skálds. „Mér finnst dásamlegt að fá meðbyr og hvatningu og að einhver vilji sjá efnið útgefið. Fréttin um það kom á hárréttum tíma – tveimur dögum áður var ég að hugsa um að henda öllu draslinu,“ segir hún glaðlega. Fríða kveðst hafa ort ljóð frá því hún var fjögurra ára og í umsögn bókmenntaráðgjafa segir meðal annars að ljóð Fríðu taki pláss, sýni afstöðu og grípi lesendur föstum tökum. „Það var alltaf planið að verða rithöfundur,“ segir hún. „Ég fór í heimspeki í háskólanum, og svo ritlist. Það er mikið af leir og unglingsljóðum í skúffunni og ég hef alltaf stefnt að því að gefa út en er ánægð núna með að það gerðist ekki fyrr. Bókin kemur út í október og þá get ég meira talað um efni hennar. Ég þarf að fá aðeins fjarlægð á efnið.“ Í ár bárust 57 umsóknir um Nýræktarstyrki og er það metumsóknarfjöldi á þeim tíu árum sem styrkirnir hafa verið veittir. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga, s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, smásögur og glæpasögur og eru höfundar á öllum aldri.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira