Íslenski boltinn

Flóki og Crawford afgreiddu Blika í Fífunni | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Íslandsmeistarar FH eru komnir í undanúrslit Lengjubikars karla í fótbolta eftir 3-0 sigur á Breiðabliki í átta liða úrslitunum í kvöld en leikurinn fór fram í Fífunni í Kópavogi.

Robbie Crawford, nýr skoskur leikmaður FH, skoraði fyrsta mark meistarana á 19. mínútu en það gerði hann með góðu skoti eftir sendingu Kristjáns Flóka Finnbogasonar. Þetta var fyrsti leikur Crawford fyrir FH.

Staðan var 1-0 í hálfleik en á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik gerði FH út um leikinn. Kristján Flóki, sem hefur verið afskaplega góður á undirbúningstímabilinu, skoraði á 71. og 73. mínútu og tryggði FH 3-0 sigur.

Flóki er búinn að skora fimm mörk í Lengjubikarnum en hann raðaði einnig inn mörkum í Fótbolti.net-mótinu sem FH vann eftir úrslitaleik á móti Stjörnunni.

FH-ingar mæta KR í undanúrslitunum á fimmtudaginn en KR vann öruggan sigur á Þór, 4-1, í gær. Mörkin úr þeim leik má sjá hér.

Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við nýliðar KA og Grindavíkur en undanúrslitin fara fram á fimmtudaginn.

Mörkin úr leik Breiðabliks og FH má sjá í spilaranum hér að ofan en mörkin úr leik KR og Þórs hér að neðan.


Tengdar fréttir

KA gekk frá Selfyssingum í seinni hálfleik

KA, sem verður nýliði í Pepsi-deildinni í sumar, komst auðveldlega í undanúrslit Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Inkasso-deildarlið Selfoss, 4-1, í Boganum fyrir norðan.

KR í undanúrslit Lengjubikarsins

KR vann þægilegan sigur á Þór, 4-1, í 8-liða úrslita Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram í Frostaskjólinu vestur í bær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.