Gestum boðið að greina gamlar myndir og skjöl Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. apríl 2017 11:15 Kristín Kona vonast til að ná að safna minningum fólks um Norræna húsið til að geyma til framtíðar, hvort sem þær eru skemmtilegar, alvarlegar, spennandi eða vandræðalegar. vísir GVA Fimmtíu ára gömul mynd af Norræna húsinu í byggingu. Mynd/Norræna húsið Frú Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur þegar skjalasafn Norræna hússins verður formlega opnað í kvöld klukkan 19, í framhaldinu ætlar hún að segja frá minningum sínum sem tengjast húsinu. „Vigdísi ólst upp á næsta horni, hún horfði á Norræna húsið í byggingu og hefur notað það mikið í gegnum tíðina,“ segir Kristín Kona Kristjánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri. Þetta er upphafið að vikulegri dagskrá í Norræna húsinu sem er öllum opin, því flest miðvikudagskvöld ársins héðan í frá verður opnaður kassi úr skjalasafninu þar milli klukkan 19 og 21 og sögur sagðar. „Við munum halda upp á 50 ára afmæli Norræna hússins á næsta ári og byrjum undirbúninginn með því að biðja fólk að líta til baka og deila með okkur reynslu sinni og upplifun af húsinu og starfsemi þess. Einnig bjóðum við gestum að skoða og greina gamlar myndir og skjöl,“ segir Kristbjörg. Hún bendir á að samkvæmt reglum vinni starfsmenn Norræna hússins þar að hámarki átta ár í senn og þeir sem séu þar nú vilji rifja upp söguna í sameiningu með fólkinu sem noti húsið og eigi það með þeim. „Auðvitað eru endalausar sögur sem tengjast þessu menningarhúsi. Við opnuðum skjalageymsluna og fundum fullt af kössum með misvel merktum myndum. Þar eru ártöl en víða vantar nöfn og við spurðum hvert annað: Hverjir eru á þessum myndum, hvaða fólk er hér að gifta sig? En meðal þess sem grafið var upp var blaðaúrklippa sem á stóð að það besta sem gerst hefði á árinu 1968 væri að Norræna húsið hefði verið byggt!“ Hugmyndin er sú, að sögn Kristínar, að opna kassa frá einum áratug í einu á hverju miðvikudagskvöldi fram að 1. desember, að undanskildum júlí og ágúst. Einnig verður fyrrverandi starfsmönnum, arkitektum, ljósmyndurum og fólki sem notaði húsið stefnt þangað til að segja sögur. „Þetta ætlum við að taka upp á vídeó og fá líka almenning til að skrifa niður frásagnir til að fólk framtíðarinnar geti fræðst. Jafnvel strax á næsta ári, sem er afmælisárið sjálft. Þá ætlum við að hafa sýningu í gangi sem tengist sögu þessa merka húss.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl 2017 Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fimmtíu ára gömul mynd af Norræna húsinu í byggingu. Mynd/Norræna húsið Frú Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur þegar skjalasafn Norræna hússins verður formlega opnað í kvöld klukkan 19, í framhaldinu ætlar hún að segja frá minningum sínum sem tengjast húsinu. „Vigdísi ólst upp á næsta horni, hún horfði á Norræna húsið í byggingu og hefur notað það mikið í gegnum tíðina,“ segir Kristín Kona Kristjánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri. Þetta er upphafið að vikulegri dagskrá í Norræna húsinu sem er öllum opin, því flest miðvikudagskvöld ársins héðan í frá verður opnaður kassi úr skjalasafninu þar milli klukkan 19 og 21 og sögur sagðar. „Við munum halda upp á 50 ára afmæli Norræna hússins á næsta ári og byrjum undirbúninginn með því að biðja fólk að líta til baka og deila með okkur reynslu sinni og upplifun af húsinu og starfsemi þess. Einnig bjóðum við gestum að skoða og greina gamlar myndir og skjöl,“ segir Kristbjörg. Hún bendir á að samkvæmt reglum vinni starfsmenn Norræna hússins þar að hámarki átta ár í senn og þeir sem séu þar nú vilji rifja upp söguna í sameiningu með fólkinu sem noti húsið og eigi það með þeim. „Auðvitað eru endalausar sögur sem tengjast þessu menningarhúsi. Við opnuðum skjalageymsluna og fundum fullt af kössum með misvel merktum myndum. Þar eru ártöl en víða vantar nöfn og við spurðum hvert annað: Hverjir eru á þessum myndum, hvaða fólk er hér að gifta sig? En meðal þess sem grafið var upp var blaðaúrklippa sem á stóð að það besta sem gerst hefði á árinu 1968 væri að Norræna húsið hefði verið byggt!“ Hugmyndin er sú, að sögn Kristínar, að opna kassa frá einum áratug í einu á hverju miðvikudagskvöldi fram að 1. desember, að undanskildum júlí og ágúst. Einnig verður fyrrverandi starfsmönnum, arkitektum, ljósmyndurum og fólki sem notaði húsið stefnt þangað til að segja sögur. „Þetta ætlum við að taka upp á vídeó og fá líka almenning til að skrifa niður frásagnir til að fólk framtíðarinnar geti fræðst. Jafnvel strax á næsta ári, sem er afmælisárið sjálft. Þá ætlum við að hafa sýningu í gangi sem tengist sögu þessa merka húss.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl 2017
Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira