Vetrarferðin – verk fullt af fegurð og trega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2017 09:15 Snorri og Gunnar hafa æft Vetrarferðina frá því á síðasta hausti, hér heima hjá Snorra. Vísir/GVA Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari flytja Vetrarferð Schuberts í Hannesarholti í dag klukkan 16:00.Í fyrstu stóð hér að tónleikarnir byrjuðu klukkan 17:00, sem er ekki rétt. „Þetta er eitt áhrifamesta verk tónbókmenntanna, fullt af fegurð og trega,“ segir Gunnar. „Ljóðmælandinn, Wilhelm Müller, fjallar um óendurgoldna ást og vonleysi og það sem gerir verkið svo tilfinningaríkt er að bæði Müller og Schubert skrifa Vetrarferðina á sínum lokametrum, þeir eru báðir að ljúka sinni ferð og það finnst í gegn.“ Gunnar kveðst hafa flutt Vetrarferðina með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara árið 2000 og ári síðar í hljómsveitarútsetningu Hans Zender í París með Orchestre National d’Ile de Paris. Þá hafi hann flakkað með verkið í borgirnar kringum París. „En mig langaði alltaf að syngja það aftur og til þess skapaðist tækifæri þegar við Snorri byrjuðum að vinna saman á síðasta ári í Söngskóla Sigurðar Demetz, þá fórum við að taka lag og lag.“ Flutningurinn tekur klukkutíma og kortér og er án hlés, að sögn Gunnars. „Það krefst talsverðs styrks að syngja 24 lög með fullri einbeitingu í beinni línu við áheyrendur en æfingarnar hafa gengið mjög vel.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars 2017 Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari flytja Vetrarferð Schuberts í Hannesarholti í dag klukkan 16:00.Í fyrstu stóð hér að tónleikarnir byrjuðu klukkan 17:00, sem er ekki rétt. „Þetta er eitt áhrifamesta verk tónbókmenntanna, fullt af fegurð og trega,“ segir Gunnar. „Ljóðmælandinn, Wilhelm Müller, fjallar um óendurgoldna ást og vonleysi og það sem gerir verkið svo tilfinningaríkt er að bæði Müller og Schubert skrifa Vetrarferðina á sínum lokametrum, þeir eru báðir að ljúka sinni ferð og það finnst í gegn.“ Gunnar kveðst hafa flutt Vetrarferðina með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara árið 2000 og ári síðar í hljómsveitarútsetningu Hans Zender í París með Orchestre National d’Ile de Paris. Þá hafi hann flakkað með verkið í borgirnar kringum París. „En mig langaði alltaf að syngja það aftur og til þess skapaðist tækifæri þegar við Snorri byrjuðum að vinna saman á síðasta ári í Söngskóla Sigurðar Demetz, þá fórum við að taka lag og lag.“ Flutningurinn tekur klukkutíma og kortér og er án hlés, að sögn Gunnars. „Það krefst talsverðs styrks að syngja 24 lög með fullri einbeitingu í beinni línu við áheyrendur en æfingarnar hafa gengið mjög vel.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars 2017
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira