Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. mars 2017 05:00 Hjólabarðahaugarnir sem áður einkenndu Hringrás og kviknaði í með reglulegu millibili eiga nú að heyra sögunni til en nóg er af öðrum efnum. vísir/vilhelm Efnarás ehf., dótturfyrirtæki Hringrásar, sækir nú um starfsleyfi til að taka á móti tvö þúsund tonnum af spilliefnum og sóttmenguðum úrgangi og fjögur þúsund tonnum af raf- og rafeindatækjaúrgangi til endurvinnslu í Klettagörðum 9. Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir ekki verið að auka við starfsemina. „Efnarás er spilliefnadeild Hringrásar og það er komið að endurnýjun á starfsleyfi fyrir spilliefnadeildina,“ útskýrir Daði. Lóðirnar undir Hringrás og Efnarás eru í eigu Faxaflóahafna. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að enn sem komið er hafi ekki verið óskað umsagnar stjórnar Faxaflóahafna um nýju leyfisumsóknina. Með spilliefnavinnslunni sýnist honum um nýja starfsemi að ræða.„Stjórn Faxaflóahafna hefur lagst gegn sambærilegri beiðni á Klettagörðum 7 og einnig lagst gegn ósk um breytingu á deiliskipulagi þeirrar lóðar, sem miðaði að móttöku spilliefna,“ segir hafnarstjórinn og bendir á að í gildandi skipulagsskilmálum fyrir Klettagarða 9 frá 2003 sé getið um brotajárn, rafgeyma og annað er falli til við niðurbrot. „Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur þegar samþykkt að núverandi starfsemi á lóðinni Klettagarðar 9 víki og þess vegna verður ekki séð annað en að lagst verði gegn beiðni um aukna starfsemi á lóðinni,“ segir Gísli. „Augljóst er að sú stefna sem hefur verið tekin fellur ekki að aukinni starfsemi, að auki þarf væntanlega að skoða sérstaklega hvort spilliefni og sóttmengaður úrgangur rúmist innan ákvæða deiliskipulags.“ Umhverfisstofnun hefur borið undir Reykjavíkurborg hvort leyfisumsóknin samræmist skipulagi en ekki hefur enn verið tekin afstaða til málsins hjá borginni. Daði segir nýja eigendur, Gamma Capital Management, hafa tekið við Hringrás í lok janúar þegar fyrri eigandi hafi orðið gjaldþrota. „Nýi eigandinn er heldur metnaðarfyllri heldur en fyrri eigendur,“ segir hann. Nú sé verið sé að skoða framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir.Valdimar Árnason, forstjóri Gamma capital management.Vísir/StefánAðspurður um mögulega nýja staðsetningu nefnir Daði Hafnarfjörð, Álfsnes, Grundartanga og Þorlákshöfn. „Við erum með samning hérna til 2023,“ segir hann. Bjartsýnasti tímaramminn um flutning starfseminnar sé tvö til þrjú ár. Nýi staðurinn þurfi að uppfylla ýmis skilyrði. Meðal annars sé verið endurvinna eitruð spilliefni. Það þurfi að gera eftir ákveðnum leiðum og flokka áður en efnin eru flutt til útlanda til endurvinnslu. Gott pláss þurfi fyrir brotajárn og aðgengi þurfi að höfn. „Menn verða að horfast í augu við það að þetta er kannski ekki heppilegasti staðurinn fyrir svona starfsemi eins og bent var hraustlega á í fyrrahaust þegar síðasti bruni varð,“ segir Daði. Þegar nefnt er að óheppnin hafi elt Hringrás með endurteknum stórbrunum svarar hann „Þetta er meira en óheppni, heldur var forvörnum og eftirliti ekki sinnt sem skyldi.“Frá slökkvistarfi á vinnusvæði Hringrásar í nóvember síðastliðnumVísir/ErnirÞannig útskýrir Daði að alger óþarfi sé að safna upp á starfssvæðinu bingjum af hjólbörðum sem valdið geti eldhættu. „Við erum nánast ekki með nein dekk á svæðinu okkar í Reykjavík í dag. Dekkin eru kurluð og við komum þessu einfaldlega jafnóðum til Sorpu sem notar þetta sem millilag á sorphaugunum í Álfsnesi,“ segir hann. Íbúar í nágrenninu geti því andað rólegar. „Við vinnum með slökkviliðinu og heilbrigðiseftirlitinu að því að hafa þetta í lagi svo ekki skapist stórhætta fyrir íbúa í nágrenninu ef eitthvað fer úrskeiðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Gert ráð fyrir að Hringrás flytji fyrir lok næsta árs: „Þetta er staðsetning sem er barns síns tíma“ Hafnarstjóri segir að staðsetning Hringrásar sé barns síns tíma. 9. desember 2016 16:19 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Efnarás ehf., dótturfyrirtæki Hringrásar, sækir nú um starfsleyfi til að taka á móti tvö þúsund tonnum af spilliefnum og sóttmenguðum úrgangi og fjögur þúsund tonnum af raf- og rafeindatækjaúrgangi til endurvinnslu í Klettagörðum 9. Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir ekki verið að auka við starfsemina. „Efnarás er spilliefnadeild Hringrásar og það er komið að endurnýjun á starfsleyfi fyrir spilliefnadeildina,“ útskýrir Daði. Lóðirnar undir Hringrás og Efnarás eru í eigu Faxaflóahafna. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að enn sem komið er hafi ekki verið óskað umsagnar stjórnar Faxaflóahafna um nýju leyfisumsóknina. Með spilliefnavinnslunni sýnist honum um nýja starfsemi að ræða.„Stjórn Faxaflóahafna hefur lagst gegn sambærilegri beiðni á Klettagörðum 7 og einnig lagst gegn ósk um breytingu á deiliskipulagi þeirrar lóðar, sem miðaði að móttöku spilliefna,“ segir hafnarstjórinn og bendir á að í gildandi skipulagsskilmálum fyrir Klettagarða 9 frá 2003 sé getið um brotajárn, rafgeyma og annað er falli til við niðurbrot. „Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur þegar samþykkt að núverandi starfsemi á lóðinni Klettagarðar 9 víki og þess vegna verður ekki séð annað en að lagst verði gegn beiðni um aukna starfsemi á lóðinni,“ segir Gísli. „Augljóst er að sú stefna sem hefur verið tekin fellur ekki að aukinni starfsemi, að auki þarf væntanlega að skoða sérstaklega hvort spilliefni og sóttmengaður úrgangur rúmist innan ákvæða deiliskipulags.“ Umhverfisstofnun hefur borið undir Reykjavíkurborg hvort leyfisumsóknin samræmist skipulagi en ekki hefur enn verið tekin afstaða til málsins hjá borginni. Daði segir nýja eigendur, Gamma Capital Management, hafa tekið við Hringrás í lok janúar þegar fyrri eigandi hafi orðið gjaldþrota. „Nýi eigandinn er heldur metnaðarfyllri heldur en fyrri eigendur,“ segir hann. Nú sé verið sé að skoða framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir.Valdimar Árnason, forstjóri Gamma capital management.Vísir/StefánAðspurður um mögulega nýja staðsetningu nefnir Daði Hafnarfjörð, Álfsnes, Grundartanga og Þorlákshöfn. „Við erum með samning hérna til 2023,“ segir hann. Bjartsýnasti tímaramminn um flutning starfseminnar sé tvö til þrjú ár. Nýi staðurinn þurfi að uppfylla ýmis skilyrði. Meðal annars sé verið endurvinna eitruð spilliefni. Það þurfi að gera eftir ákveðnum leiðum og flokka áður en efnin eru flutt til útlanda til endurvinnslu. Gott pláss þurfi fyrir brotajárn og aðgengi þurfi að höfn. „Menn verða að horfast í augu við það að þetta er kannski ekki heppilegasti staðurinn fyrir svona starfsemi eins og bent var hraustlega á í fyrrahaust þegar síðasti bruni varð,“ segir Daði. Þegar nefnt er að óheppnin hafi elt Hringrás með endurteknum stórbrunum svarar hann „Þetta er meira en óheppni, heldur var forvörnum og eftirliti ekki sinnt sem skyldi.“Frá slökkvistarfi á vinnusvæði Hringrásar í nóvember síðastliðnumVísir/ErnirÞannig útskýrir Daði að alger óþarfi sé að safna upp á starfssvæðinu bingjum af hjólbörðum sem valdið geti eldhættu. „Við erum nánast ekki með nein dekk á svæðinu okkar í Reykjavík í dag. Dekkin eru kurluð og við komum þessu einfaldlega jafnóðum til Sorpu sem notar þetta sem millilag á sorphaugunum í Álfsnesi,“ segir hann. Íbúar í nágrenninu geti því andað rólegar. „Við vinnum með slökkviliðinu og heilbrigðiseftirlitinu að því að hafa þetta í lagi svo ekki skapist stórhætta fyrir íbúa í nágrenninu ef eitthvað fer úrskeiðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Gert ráð fyrir að Hringrás flytji fyrir lok næsta árs: „Þetta er staðsetning sem er barns síns tíma“ Hafnarstjóri segir að staðsetning Hringrásar sé barns síns tíma. 9. desember 2016 16:19 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01
Gert ráð fyrir að Hringrás flytji fyrir lok næsta árs: „Þetta er staðsetning sem er barns síns tíma“ Hafnarstjóri segir að staðsetning Hringrásar sé barns síns tíma. 9. desember 2016 16:19