Guðni skiptir buffinu út fyrir mislita sokka Bjarki Ármannsson skrifar 19. mars 2017 11:26 Alþjóðlegi Downs-dagurinn er á þriðjudaginn og Forseti Íslands sýnir samstöðu. Mynd/Downs félagið Alþjóðlegi Downs-dagurinn er nú á þriðjudaginn, en þann dag hefur þótt til siðs að ganga í mislitum sokkum undanfarin ár og sýna þannig samstöðu með fólki með Downs-heilkennið um heim allan. Downs félagið á Íslandi hvetur Íslendinga til þess að taka þátt í færslu á Facebook-síðu félagsins í dag og birtir af því tilefni mynd af spenntum þátttakanda – sjálfum Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. „Hann er með puttann á púlsinum,“ segir Þórdís Ingadóttir, formaður Downs félagsins um forsetann. Hún segir það æðislegt að fá sjálfan þjóðhöfðingjann til að taka þátt í að fagna margbreytileikanum. Klæðaburður Guðna Th. hefur áður vakið athygli, til að mynda þegar hann deildi mynd af sér með buff á höfði við afhjúpun á upplýsingaskilti á Bessastöðum. Þótti þá mörgum stíll forsetans hálfbarnalegur en það kom á daginn að þá, líkt og nú, var flíkin valin með gott málefni í huga; buffið var framleitt og selt af Alzheimer-samtökunum. Það er í það minnsta morgunljóst að nýr forseti er óhræddur við að bregða út af vananum í klæðaburði, sérstaklega ef hann getur vakið athygli á góðum málstað í leiðinni. Downs félagið hvetur fólk til þess að deila myndum af sér á Instagram í mislitum sokkum með merkjunum #downsfelag og #downsdagurinn. Myndirnar munu birtast á stórum skjá í veislu félagsins í Laugardal á þriðjudaginn. Tengdar fréttir Bindissídd forsetans í bullinu: „Nei, Guðni, við vorum búnir að tala um þetta!“ Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands í sumar og hefur hann eðlilega verið fyrirferðamikill í fjölmiðlum síðan. 16. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Forsetabuffið óvænt tekjulind fyrir Alzheimer-samtökin: „Við mokum þessu út“ Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff. 15. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Sjá meira
Alþjóðlegi Downs-dagurinn er nú á þriðjudaginn, en þann dag hefur þótt til siðs að ganga í mislitum sokkum undanfarin ár og sýna þannig samstöðu með fólki með Downs-heilkennið um heim allan. Downs félagið á Íslandi hvetur Íslendinga til þess að taka þátt í færslu á Facebook-síðu félagsins í dag og birtir af því tilefni mynd af spenntum þátttakanda – sjálfum Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. „Hann er með puttann á púlsinum,“ segir Þórdís Ingadóttir, formaður Downs félagsins um forsetann. Hún segir það æðislegt að fá sjálfan þjóðhöfðingjann til að taka þátt í að fagna margbreytileikanum. Klæðaburður Guðna Th. hefur áður vakið athygli, til að mynda þegar hann deildi mynd af sér með buff á höfði við afhjúpun á upplýsingaskilti á Bessastöðum. Þótti þá mörgum stíll forsetans hálfbarnalegur en það kom á daginn að þá, líkt og nú, var flíkin valin með gott málefni í huga; buffið var framleitt og selt af Alzheimer-samtökunum. Það er í það minnsta morgunljóst að nýr forseti er óhræddur við að bregða út af vananum í klæðaburði, sérstaklega ef hann getur vakið athygli á góðum málstað í leiðinni. Downs félagið hvetur fólk til þess að deila myndum af sér á Instagram í mislitum sokkum með merkjunum #downsfelag og #downsdagurinn. Myndirnar munu birtast á stórum skjá í veislu félagsins í Laugardal á þriðjudaginn.
Tengdar fréttir Bindissídd forsetans í bullinu: „Nei, Guðni, við vorum búnir að tala um þetta!“ Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands í sumar og hefur hann eðlilega verið fyrirferðamikill í fjölmiðlum síðan. 16. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Forsetabuffið óvænt tekjulind fyrir Alzheimer-samtökin: „Við mokum þessu út“ Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff. 15. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Sjá meira
Bindissídd forsetans í bullinu: „Nei, Guðni, við vorum búnir að tala um þetta!“ Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands í sumar og hefur hann eðlilega verið fyrirferðamikill í fjölmiðlum síðan. 16. nóvember 2016 14:30
Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00
Forsetabuffið óvænt tekjulind fyrir Alzheimer-samtökin: „Við mokum þessu út“ Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff. 15. nóvember 2016 11:15