Kristján Steingrímur með sýningu í BERG Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2017 16:30 Kristján Steingrímur lauk námi í myndlist við myndlistarakademíuna í Hamborg 1987 og hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. mynd /lhi.is Í listagalleríinu BERG Contemporary verður einkasýning Kristjáns Steingríms laugardaginn 11.mars í húsnæði BERG við Klappastíg 16 og hefst sýningin klukkan fimm. Á sýningunni í BERG Contemporary sýnir Kristján Steingrímur Jónsson verk unnin í margskonar miðla á um það bil tuttugu ára tímabili. Hér er þó ekki um neins konar yfirlit að ræða heldur innsýn inn í margþætta nálgun listamannsins á sama viðfangsefni. Með því að vinna síendurtekið með svipað mengi hugmynda verður til ákveðin heild sem ber vott um einurð og staðfestu, ekki endurtekningar, þróun sem er byggð á sífelldum tilraunum. Efniviður og viðfangsefni Kristjáns Steingríms eru bæði hlutbundið brot af stað, sem og hugmyndir, minningar eða hugtök um staði. Hlutbundna brotið getur jafnvel verið steinn eða lúka af mold. Efni sem síðan er mulið niður, blandað, fléttað saman við nýtt efni og gert sýnilegt í nýju samhengi, samhengi verksins. Málverkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að efnið í þau er fengið og unnið með þessum hætti. Í teikningunum er staður áfram viðfangsefnið, en nú tekur greiningin á sig aðra mynd. Með því að stækka margfalt upp eina efnisögn, eru hugmyndir um stað og hugmyndir um sýnileika víslagðar og verða umfjöllunarefnið. Þetta eru tilraunir til aðgreina og gera sýnilegt það sem er okkur ósýnilegt, samband okkar við stað, sem efnislegt fyrirbæri og sem hugtak yfir samansafn eiginleika. Kristján Steingrímur lauk námi í myndlist við myndlistarakademíuna í Hamborg 1987 og hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Auk þess var Kristján deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands frá 1999 til 2016. Málverkið hefur gengið sem rauður þráður í gegnum listferil Kristjáns. Hann hefur beitt því á mismunandi vegu og reynt á þanþol miðilsins í verkum sínum, ekki með það sem markmið, heldur sem leið til að setja fram og greina viðfangsefni sín. Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í listagalleríinu BERG Contemporary verður einkasýning Kristjáns Steingríms laugardaginn 11.mars í húsnæði BERG við Klappastíg 16 og hefst sýningin klukkan fimm. Á sýningunni í BERG Contemporary sýnir Kristján Steingrímur Jónsson verk unnin í margskonar miðla á um það bil tuttugu ára tímabili. Hér er þó ekki um neins konar yfirlit að ræða heldur innsýn inn í margþætta nálgun listamannsins á sama viðfangsefni. Með því að vinna síendurtekið með svipað mengi hugmynda verður til ákveðin heild sem ber vott um einurð og staðfestu, ekki endurtekningar, þróun sem er byggð á sífelldum tilraunum. Efniviður og viðfangsefni Kristjáns Steingríms eru bæði hlutbundið brot af stað, sem og hugmyndir, minningar eða hugtök um staði. Hlutbundna brotið getur jafnvel verið steinn eða lúka af mold. Efni sem síðan er mulið niður, blandað, fléttað saman við nýtt efni og gert sýnilegt í nýju samhengi, samhengi verksins. Málverkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að efnið í þau er fengið og unnið með þessum hætti. Í teikningunum er staður áfram viðfangsefnið, en nú tekur greiningin á sig aðra mynd. Með því að stækka margfalt upp eina efnisögn, eru hugmyndir um stað og hugmyndir um sýnileika víslagðar og verða umfjöllunarefnið. Þetta eru tilraunir til aðgreina og gera sýnilegt það sem er okkur ósýnilegt, samband okkar við stað, sem efnislegt fyrirbæri og sem hugtak yfir samansafn eiginleika. Kristján Steingrímur lauk námi í myndlist við myndlistarakademíuna í Hamborg 1987 og hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Auk þess var Kristján deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands frá 1999 til 2016. Málverkið hefur gengið sem rauður þráður í gegnum listferil Kristjáns. Hann hefur beitt því á mismunandi vegu og reynt á þanþol miðilsins í verkum sínum, ekki með það sem markmið, heldur sem leið til að setja fram og greina viðfangsefni sín.
Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira