Hugmyndir um gjaldtöku á stofnleiðum út úr borginni kynntar í vor Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2017 20:30 Samgönguráðherra segir skipulagsyfirvöld í Reykjavík koma í veg fyrir nauðsynlegar umbætur í samgöngumálum í borginni. Hann muni leggja fram niðurstöður varðandi mögulega gjaldtöku á helstu leiðum út úr borginni í vor. Bryndís Haraldsóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu á Alþingi í dag. Hún sagði umferðatafir á svæðinu orðnar töluverðar enda hefði bílum fjölgað um tugi þúsjnda á stuttum tíma og ætti eftir að fjölga meira með fjölgun íbúa og ferðamanna. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þannig komið sér saman um að breyta þessum kúrs og leggja mikla áherslu á almenningssamgöngur og borgarlínuna. Þar ríkir mikil samstaða um að fara verði í það átak að leggja áherslu á breyttar ferðavenjur,“ segir Bryndís. Borgarlínan muni kosta 40 til 100 milljarða og þrátt fyrir hana yrði líka að fara í dýrar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og spurning hvort ríkið kæmi þar að með sveitarfélögunum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði Alþingi sníða vegaframkvæmdum þröngan stakk en viljinn væri fyrir hendi hjá honum. Stofnbrautir í byggð væru á höndum vegagerðarinnar en skipulagið í höndum sveitarfélaga.Jón Gunnarsson er samgönguráðherra.Vísir/AntonUmferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið á síðustu árum. Erfiðasti flöskuhálsinn í bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu í dag eru gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Í samgönguáætlun er reiknað með því að þar verði mislæg gatnamót en vandinn er sá að ekki hefur náðst samkomulag við skipulagsyfirvöld í Reykjavík um þetta,“ segir Jón. Eitt af þeim verkefnum sem samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í er að leggja mislæg gatnamót við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar vegna mikillar slysahættu. „Og það er slæmt að við skulum ekki ná samstöðu með borgaryfirvöldum um að fara í mikilvægar framkvæmdir á þessum hættulegustu gatnamótum landsins,“ segir samgönguráðherra. Þá sé brýnt að breikka vegi í gegnum Hafnarfjörð, Mosfellsbæ og Kjalarnes, sem og breikkun Suðurlandsvegar út úr borginni og fleira ásamt lagningu Sundabrautar. Ráðherrann fagnaði einnig áætlunum um borgarlínu og sagði ríkið tilbúið að koma að henni. Þá væri starfshópur að skoða helstu stofnleiðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu. „Þar sem yrði um að ræða fullfrágang á þessum helstu leiðum sem myndi þá byggja á einhvers konar gjaldtöku. Þetta mál er í skoðun og við munum leggja niðurstöður þessarar vinnu fyrir þingið, þingnefndir og aðra á vordögum, segir Jón Gunnarsson. Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00 Vonir um Borgarlínu innan fimm til tíu ára Borgarlína með léttlestum eða hraðvögnum getur tengt saman helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins. Sambærileg kerfi hafa verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir minni borgir. 28. maí 2016 07:00 Borgarstjóri lýsir yfir efasemdum um hugmyndir um vegatolla Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, lýsir yfir efasemdum um vegatoll á höfuðborgarsvæðinu og minnir á að framkvæmdir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið af skornum skammti undanfarið. 23. febrúar 2017 18:55 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Samgönguráðherra segir skipulagsyfirvöld í Reykjavík koma í veg fyrir nauðsynlegar umbætur í samgöngumálum í borginni. Hann muni leggja fram niðurstöður varðandi mögulega gjaldtöku á helstu leiðum út úr borginni í vor. Bryndís Haraldsóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu á Alþingi í dag. Hún sagði umferðatafir á svæðinu orðnar töluverðar enda hefði bílum fjölgað um tugi þúsjnda á stuttum tíma og ætti eftir að fjölga meira með fjölgun íbúa og ferðamanna. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þannig komið sér saman um að breyta þessum kúrs og leggja mikla áherslu á almenningssamgöngur og borgarlínuna. Þar ríkir mikil samstaða um að fara verði í það átak að leggja áherslu á breyttar ferðavenjur,“ segir Bryndís. Borgarlínan muni kosta 40 til 100 milljarða og þrátt fyrir hana yrði líka að fara í dýrar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og spurning hvort ríkið kæmi þar að með sveitarfélögunum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði Alþingi sníða vegaframkvæmdum þröngan stakk en viljinn væri fyrir hendi hjá honum. Stofnbrautir í byggð væru á höndum vegagerðarinnar en skipulagið í höndum sveitarfélaga.Jón Gunnarsson er samgönguráðherra.Vísir/AntonUmferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið á síðustu árum. Erfiðasti flöskuhálsinn í bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu í dag eru gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Í samgönguáætlun er reiknað með því að þar verði mislæg gatnamót en vandinn er sá að ekki hefur náðst samkomulag við skipulagsyfirvöld í Reykjavík um þetta,“ segir Jón. Eitt af þeim verkefnum sem samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í er að leggja mislæg gatnamót við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar vegna mikillar slysahættu. „Og það er slæmt að við skulum ekki ná samstöðu með borgaryfirvöldum um að fara í mikilvægar framkvæmdir á þessum hættulegustu gatnamótum landsins,“ segir samgönguráðherra. Þá sé brýnt að breikka vegi í gegnum Hafnarfjörð, Mosfellsbæ og Kjalarnes, sem og breikkun Suðurlandsvegar út úr borginni og fleira ásamt lagningu Sundabrautar. Ráðherrann fagnaði einnig áætlunum um borgarlínu og sagði ríkið tilbúið að koma að henni. Þá væri starfshópur að skoða helstu stofnleiðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu. „Þar sem yrði um að ræða fullfrágang á þessum helstu leiðum sem myndi þá byggja á einhvers konar gjaldtöku. Þetta mál er í skoðun og við munum leggja niðurstöður þessarar vinnu fyrir þingið, þingnefndir og aðra á vordögum, segir Jón Gunnarsson.
Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00 Vonir um Borgarlínu innan fimm til tíu ára Borgarlína með léttlestum eða hraðvögnum getur tengt saman helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins. Sambærileg kerfi hafa verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir minni borgir. 28. maí 2016 07:00 Borgarstjóri lýsir yfir efasemdum um hugmyndir um vegatolla Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, lýsir yfir efasemdum um vegatoll á höfuðborgarsvæðinu og minnir á að framkvæmdir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið af skornum skammti undanfarið. 23. febrúar 2017 18:55 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34
Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00
Vonir um Borgarlínu innan fimm til tíu ára Borgarlína með léttlestum eða hraðvögnum getur tengt saman helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins. Sambærileg kerfi hafa verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir minni borgir. 28. maí 2016 07:00
Borgarstjóri lýsir yfir efasemdum um hugmyndir um vegatolla Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, lýsir yfir efasemdum um vegatoll á höfuðborgarsvæðinu og minnir á að framkvæmdir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið af skornum skammti undanfarið. 23. febrúar 2017 18:55