Þverneituðu að taka byggingarkranann í Bæjarlind niður Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2017 10:25 Frá lokun í Bæjarlind vegna kranans. Vísir/Eyþór Verktakinn Fagsmíði varð ekki við því að taka niður byggingarkrana sem skapaði hættu í Bæjarlind síðastliðinn föstudag. Sami krani skapaði einnig hættu í Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. Vinnueftirlitið hafði gefið fyrirmæli eftir 8. febrúar að kraninn yrði tekinn niður en Fagsmíði brást ekki við þeim fyrirmælum. „Hann gaf í sjálfu sér enga ástæðu fyrir því,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, spurður hvaða svör verktakinn Fagsmíði gaf fyrir því að taka kranann ekki niður. Bæði 8. febrúar og síðastliðinn föstudag fór stormur yfir höfuðborgarsvæðið. Fjöldi byggingarkrana er á höfuðborgarsvæðinu, en þessi umræddi byggingarkrani er sá eini sem ekki virtist þola þann vind sem blés þessa tvo óveðursdaga, en byggingarkranar eiga að gera það.Lokuðu fyrir umferð Loka þurfti fyrir umferð í Bæjarlind báða þessa óveðursdaga vegna kranans og sagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi á föstudag þetta vera bagalegt mál því um væri að ræða afar fjölfarna verslunargötu. Þegar Fagsmíði varð ekki við fyrirmælum Vinnueftirlitsins um að taka kranann niður 8. febrúar síðastliðinn hafði Vinnueftirlitið samband við Landsbankann, sem er eigandi kranans en Fagsmíði leigir kranann af bankanum. Í síðustu viku barst síðan óveðurspá frá Veðurstofu Íslands og enn stóð kraninn þrátt fyrir fyrirmæli Vinnueftirlitsins.Leituðu til reynds mannskaps Þegar það var orðið endanlega ljóst að hvorki Fagsmíði né Landsbankinn ætlaði að taka kranann niður leitaði Vinnueftirlitið eftir aðstoð frá reyndum mannskap til að taka kranann niður síðastliðinn fimmtudag. „Það var gert þó það sé ekki gert ráð fyrir því í lögum. Hins vegar komst þessi mannskapur ekki í verkið því hann var að undirbúa sig fyrir storminn og að vinna aðfaranótt föstudag. Það var því ekki hægt,“ segir Eyjólfur. Vinnueftirlitið sendi því lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu formlegt erindi og bað um vöktun á tryggingu á svæðinu. Lokaði lögreglan í kjölfarið fyrir umferð í Bæjarlind klukkan 11 síðastliðinn föstudagsmorgun.Lofa að taka kranann niður í dag „Við gerum gallharða kröfu um það að kraninn verði tekinn niður. Umráðaaðilinn á að gera það, ef verktakinn gerir það þá gerir eigandinn það,“ segir Eyjólfur sem segist hafa fengið staðfestingu á því að Fagsmíði sé búið að fallast á að taka kranann niður. Ef hvorki Fagsmíði né Landsbankinn taka kranann niður í dag verða lagðar á dagsektir.Landsbankinn hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Í frétt Vísis 27. febrúar er fjallað um byggingakrana sem stendur við Bæjarlind í Kópavogi en kraninn var fjármagnaður með kaupleigu hjá Landsbankanum. Umráðamaður kranans er byggingafélag sem vinnur að framkvæmdum í götunni.Í liðinni viku óskaði Vinnueftirlitið eftir því að kraninn yrði tekinn niður. Í samráði við umráðamann kranans leitaði Landsbankinn eftir aðstoð hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í að setja upp og taka niður byggingakrana og óskaði eftir að kraninn yrði tekinn niður. Vegna anna hafði fyrirtækið því miður ekki tök á taka kranann niður þegar í stað.Á hinn bóginn könnuðu starfsmenn fyrirtækisins ástand kranans, m.a. hvort hann snerist undan vindi eins og hann á gera. Samkvæmt upplýsingum sem Landsbankinn fékk hjá umræddu fyrirtæki töldu starfsmenn þess ljóst að kraninn myndi standa af sér það veður sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í lok síðustu viku, eins og raunin var. Til stendur að taka kranann niður í þessari viku. Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Verktakinn Fagsmíði varð ekki við því að taka niður byggingarkrana sem skapaði hættu í Bæjarlind síðastliðinn föstudag. Sami krani skapaði einnig hættu í Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. Vinnueftirlitið hafði gefið fyrirmæli eftir 8. febrúar að kraninn yrði tekinn niður en Fagsmíði brást ekki við þeim fyrirmælum. „Hann gaf í sjálfu sér enga ástæðu fyrir því,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, spurður hvaða svör verktakinn Fagsmíði gaf fyrir því að taka kranann ekki niður. Bæði 8. febrúar og síðastliðinn föstudag fór stormur yfir höfuðborgarsvæðið. Fjöldi byggingarkrana er á höfuðborgarsvæðinu, en þessi umræddi byggingarkrani er sá eini sem ekki virtist þola þann vind sem blés þessa tvo óveðursdaga, en byggingarkranar eiga að gera það.Lokuðu fyrir umferð Loka þurfti fyrir umferð í Bæjarlind báða þessa óveðursdaga vegna kranans og sagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi á föstudag þetta vera bagalegt mál því um væri að ræða afar fjölfarna verslunargötu. Þegar Fagsmíði varð ekki við fyrirmælum Vinnueftirlitsins um að taka kranann niður 8. febrúar síðastliðinn hafði Vinnueftirlitið samband við Landsbankann, sem er eigandi kranans en Fagsmíði leigir kranann af bankanum. Í síðustu viku barst síðan óveðurspá frá Veðurstofu Íslands og enn stóð kraninn þrátt fyrir fyrirmæli Vinnueftirlitsins.Leituðu til reynds mannskaps Þegar það var orðið endanlega ljóst að hvorki Fagsmíði né Landsbankinn ætlaði að taka kranann niður leitaði Vinnueftirlitið eftir aðstoð frá reyndum mannskap til að taka kranann niður síðastliðinn fimmtudag. „Það var gert þó það sé ekki gert ráð fyrir því í lögum. Hins vegar komst þessi mannskapur ekki í verkið því hann var að undirbúa sig fyrir storminn og að vinna aðfaranótt föstudag. Það var því ekki hægt,“ segir Eyjólfur. Vinnueftirlitið sendi því lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu formlegt erindi og bað um vöktun á tryggingu á svæðinu. Lokaði lögreglan í kjölfarið fyrir umferð í Bæjarlind klukkan 11 síðastliðinn föstudagsmorgun.Lofa að taka kranann niður í dag „Við gerum gallharða kröfu um það að kraninn verði tekinn niður. Umráðaaðilinn á að gera það, ef verktakinn gerir það þá gerir eigandinn það,“ segir Eyjólfur sem segist hafa fengið staðfestingu á því að Fagsmíði sé búið að fallast á að taka kranann niður. Ef hvorki Fagsmíði né Landsbankinn taka kranann niður í dag verða lagðar á dagsektir.Landsbankinn hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Í frétt Vísis 27. febrúar er fjallað um byggingakrana sem stendur við Bæjarlind í Kópavogi en kraninn var fjármagnaður með kaupleigu hjá Landsbankanum. Umráðamaður kranans er byggingafélag sem vinnur að framkvæmdum í götunni.Í liðinni viku óskaði Vinnueftirlitið eftir því að kraninn yrði tekinn niður. Í samráði við umráðamann kranans leitaði Landsbankinn eftir aðstoð hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í að setja upp og taka niður byggingakrana og óskaði eftir að kraninn yrði tekinn niður. Vegna anna hafði fyrirtækið því miður ekki tök á taka kranann niður þegar í stað.Á hinn bóginn könnuðu starfsmenn fyrirtækisins ástand kranans, m.a. hvort hann snerist undan vindi eins og hann á gera. Samkvæmt upplýsingum sem Landsbankinn fékk hjá umræddu fyrirtæki töldu starfsmenn þess ljóst að kraninn myndi standa af sér það veður sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í lok síðustu viku, eins og raunin var. Til stendur að taka kranann niður í þessari viku.
Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28
Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45
Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02