Viola Davis flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 11:00 Viola Davis tekur við verðlaununum í nótt. vísir/getty Bandaríska leikkonan Viola Davis vann Óskarsverðlaunin í gær fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fences. Hún flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum við mikinn fögnuð viðstaddra í salnum en mydnin er byggð á leikriti August Wilson sem lést árið 2015. Davis fór með sama hlutverk í leikritinu þegar það var sýnt á Broadway fyrir nokkrum árum. „Þið vitið að það er einn staður í heiminum þar sem allt fólkið sem hafði mestu möguleikana er samankomið og það er í kirkjugarðinum,“ sagði Davis í upphafi ræðu sinnar. „Fólk spyr mig alltaf hvers konar sögur ég vilji segja og ég svara að ég vilji grafa upp þessi lík. Grafa upp þessar sögur, sögur af fólki sem átti sér stóra drauma en sá þá aldrei rætast, fólk sem varð ástfangið og tapaði. Ég varð listamaður og þakka guði fyrir að ég gerði það því við erum eina starfsstéttin sem fagnar því hvað það þýðir að lifa lífinu.“ Þetta var í þriðja sinn sem Davis var tilnefnd til Óskarsverðlauna en í fyrsta skipti sem hún vann þau. Hún var tilnefnd árið 2008 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Doubt og svo árið 2011 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina The Help. Ræðu Violu má sjá hér að neðan. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Bandaríska leikkonan Viola Davis vann Óskarsverðlaunin í gær fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fences. Hún flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum við mikinn fögnuð viðstaddra í salnum en mydnin er byggð á leikriti August Wilson sem lést árið 2015. Davis fór með sama hlutverk í leikritinu þegar það var sýnt á Broadway fyrir nokkrum árum. „Þið vitið að það er einn staður í heiminum þar sem allt fólkið sem hafði mestu möguleikana er samankomið og það er í kirkjugarðinum,“ sagði Davis í upphafi ræðu sinnar. „Fólk spyr mig alltaf hvers konar sögur ég vilji segja og ég svara að ég vilji grafa upp þessi lík. Grafa upp þessar sögur, sögur af fólki sem átti sér stóra drauma en sá þá aldrei rætast, fólk sem varð ástfangið og tapaði. Ég varð listamaður og þakka guði fyrir að ég gerði það því við erum eina starfsstéttin sem fagnar því hvað það þýðir að lifa lífinu.“ Þetta var í þriðja sinn sem Davis var tilnefnd til Óskarsverðlauna en í fyrsta skipti sem hún vann þau. Hún var tilnefnd árið 2008 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Doubt og svo árið 2011 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina The Help. Ræðu Violu má sjá hér að neðan.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira