Formaður Sýslumannafélags Íslands: „Þessi mál eru ofboðslega tilfinningarík“ Anton Egilsson skrifar 27. febrúar 2017 23:30 „Þessi mál eru ofboðslega tilfinningarík,” segir Bjarni Stefánsson, formaður Sýslumannafélags Íslands, en hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem rætt var við hann um umgengistálmanir. Fjallað var umgengistálmanir í kvöldfréttum Stöðvar tvö í síðustu viku en þar kom fram að dæmi séu um að það hafi tekið kerfið allt að fjögur ár að leiða til lykta mál þar sem annað foreldri hefur meinað hinu að umgangast barn sitt. Bjarni segir ýmsar ástæður liggja að baki því að umgengnismál vilji oft verða ansi tímafrek. „Þetta eru mál sem oft vilja verða ansi tímafrek. Það þarf að kalla aðila fyrir, stundum mæta þeir ekki og það getur verið erfiðleikum háð að hafa upp á þessu fólki til þess að ná af þeim skýrslum. Þannig geta málin dregist með þessum hætti.” Þá segir Bjarni að að undanfari mála af þessu tagi geti verið mjög átakanlegur. „Undanfarinn á þessum málum getur verið mjög átakanlegur. Á undan hafa kannski verið hjónskilnaðir, sambúðarslit og jafnvel andlegt eða líkamlegt ofbeldi á milli foreldra og barna. Svo koma stundum upp tilvik þar sem barn vill hreinlega ekki umgangast viðkomandi foreldri. Þetta geta því verið ákaflega erfið mál.”Sýslumenn hafa engar valbeitingarheimildirBjarni segir það stundum vera hluta af vandamálinu að annað foreldrið láti ekki ná í sig og í sumum tilvikum þannig að það torveldi umgengni hins foreldrisins. Þegar svo beri að hafi sýslumenn engar valdbeitingarheimildir til þess að grípa inn í. Hann telur þó lagaumhverfið ekki óljóst í þessum málum. Hins vegar sé að mörgu þurfi að gæta. „Ég tel lagaumhverfi ekki vera neitt óljóst en þetta eru bara svo rosalega viðkvæm mál. Þarna er alltaf meginreglan að gera allt barninu fyrir bestu og passa sig að skemma ekki þeirra líf. Þá náttúrulega þarf að taka á þessum málum af mannlegheitum og varast það að skemma líf þessa fólks,” segir Bjarni. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tálmun á umgengni við barn ætti að skilgreina sem ofbeldi Sérfræðingur í barnarétti segir kerfið mjög seinvirkt og stytta þurfi málsmeðferðartímann. Breyta eigi lögum á þann hátt að tálmun á umgengni verði skilgreind sem andlegt ofbeldi. 21. febrúar 2017 17:27 Segir kerfið mjög seinvirkt í tálmunarmálun Sérfræðingur í barnarétti segir kerfið vera mjög seinvirkt og að stytta þurfi málsmeðferðartímann. Breyta eigi lögum á þann hátt að tálmun á umgengni verði skilgreind sem andlegt ofbeldi. 21. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
„Þessi mál eru ofboðslega tilfinningarík,” segir Bjarni Stefánsson, formaður Sýslumannafélags Íslands, en hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem rætt var við hann um umgengistálmanir. Fjallað var umgengistálmanir í kvöldfréttum Stöðvar tvö í síðustu viku en þar kom fram að dæmi séu um að það hafi tekið kerfið allt að fjögur ár að leiða til lykta mál þar sem annað foreldri hefur meinað hinu að umgangast barn sitt. Bjarni segir ýmsar ástæður liggja að baki því að umgengnismál vilji oft verða ansi tímafrek. „Þetta eru mál sem oft vilja verða ansi tímafrek. Það þarf að kalla aðila fyrir, stundum mæta þeir ekki og það getur verið erfiðleikum háð að hafa upp á þessu fólki til þess að ná af þeim skýrslum. Þannig geta málin dregist með þessum hætti.” Þá segir Bjarni að að undanfari mála af þessu tagi geti verið mjög átakanlegur. „Undanfarinn á þessum málum getur verið mjög átakanlegur. Á undan hafa kannski verið hjónskilnaðir, sambúðarslit og jafnvel andlegt eða líkamlegt ofbeldi á milli foreldra og barna. Svo koma stundum upp tilvik þar sem barn vill hreinlega ekki umgangast viðkomandi foreldri. Þetta geta því verið ákaflega erfið mál.”Sýslumenn hafa engar valbeitingarheimildirBjarni segir það stundum vera hluta af vandamálinu að annað foreldrið láti ekki ná í sig og í sumum tilvikum þannig að það torveldi umgengni hins foreldrisins. Þegar svo beri að hafi sýslumenn engar valdbeitingarheimildir til þess að grípa inn í. Hann telur þó lagaumhverfið ekki óljóst í þessum málum. Hins vegar sé að mörgu þurfi að gæta. „Ég tel lagaumhverfi ekki vera neitt óljóst en þetta eru bara svo rosalega viðkvæm mál. Þarna er alltaf meginreglan að gera allt barninu fyrir bestu og passa sig að skemma ekki þeirra líf. Þá náttúrulega þarf að taka á þessum málum af mannlegheitum og varast það að skemma líf þessa fólks,” segir Bjarni.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tálmun á umgengni við barn ætti að skilgreina sem ofbeldi Sérfræðingur í barnarétti segir kerfið mjög seinvirkt og stytta þurfi málsmeðferðartímann. Breyta eigi lögum á þann hátt að tálmun á umgengni verði skilgreind sem andlegt ofbeldi. 21. febrúar 2017 17:27 Segir kerfið mjög seinvirkt í tálmunarmálun Sérfræðingur í barnarétti segir kerfið vera mjög seinvirkt og að stytta þurfi málsmeðferðartímann. Breyta eigi lögum á þann hátt að tálmun á umgengni verði skilgreind sem andlegt ofbeldi. 21. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tálmun á umgengni við barn ætti að skilgreina sem ofbeldi Sérfræðingur í barnarétti segir kerfið mjög seinvirkt og stytta þurfi málsmeðferðartímann. Breyta eigi lögum á þann hátt að tálmun á umgengni verði skilgreind sem andlegt ofbeldi. 21. febrúar 2017 17:27
Segir kerfið mjög seinvirkt í tálmunarmálun Sérfræðingur í barnarétti segir kerfið vera mjög seinvirkt og að stytta þurfi málsmeðferðartímann. Breyta eigi lögum á þann hátt að tálmun á umgengni verði skilgreind sem andlegt ofbeldi. 21. febrúar 2017 21:00