Segir kerfið mjög seinvirkt í tálmunarmálun Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2017 21:00 Dæmi eru um að það hafi tekið kerfið allt að fjögur ár að leiða til lykta mál þar sem annað foreldri hefur meinað hinu að umgangast barn sitt. Sérfræðingur í barnarétti segir kerfið vera mjög seinvirkt og að stytta þurfi málsmeðferðartímann. Breyta eigi lögum á þann hátt að tálmun á umgengni verði skilgreind sem andlegt ofbeldi.Ólafur Hand, faðir ellefu ára stelpu, sagði sögu sína í fréttum Stöðvar tvö í gær. Fljótlega eftir að dóttir hans fæddist slitu hann og móðir hennar samvistum. Að sögn Ólafs byrjaði móðir stelpunnar fljótlega að tálma umgengni hans við dóttur sína. Kerfið sem taki við foreldrum sem verði fyrir slíkri tálmun sé gamaldags og gallað. Í barnalögum er kveðið á um umgengnisrétt en hann felur í sér að barn á rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Í lögunum er einnig kveðið á um að slíka umgengni megi þvinga fram með dagsektum tálmi sá sem hefur forsjá barns hinu foreldrinu að neyta hans.Sjá einnig: Hefur barist fyrir dóttur sinni í 10 árMaría Júlía Rúnarsdóttir, héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í barnarétti, skrifaði meistararitgerð um tálmun á umgengni. Hún segir kerfið sem tekur við foreldrum sem telja sig hafa orðið fyrir slíkri tálmun mjög seinvirkt en þessi mál eru á borði sýslumanna. „Ég þekki dæmi þar sem að mál sem hefur komið hingað til mín þar sem þetta ferli hefur tekið fjögur ár. Frá því að foreldri fer að leita réttar síns, réttar barnsins í rauninni, þar til að niðurstaða dómstóla lá fyrir,“ segir María. Hún þekki dæmi þess að afleiðingin verði algjört tengslarof milli barns og þess foreldris sem verður fyrir tálmun. Kerfið í dag bjóði ekki upp á neina aðstoð fyrir börn og foreldra í þessari stöðu. „Það er hreinlega ekki boðlegt að barn þurfi að búa við það að fá ekki að hitta annað foreldri sitt í marga mánuði, jafnvel svo árum skiptir, á meðan verið er að finna út úr svona máli. Niðurstaðan er oftar en ekki sú að umgengi samrýmist raunverulega hagsmunum barnsis en það verði gífurlegt tengslarof á þessum tíma meðan málið er til meðferðar. Það er mjög brýnt að það sé tekið á þessi og málsmeðferðartími styttur,“ segir María. María segir slíkt tengslarof geta haft óafturkræfar afleiðingar til framtíðar. Þegar umgengni sé tálmað þvert á ákvarðanir fagaðila þurfi að taka á því eins og öðrum ofbeldismálum. „Þegar að sérfræðingar eru búnir að segja, jafnvel oftar en einu sinni, oftar en tvisvar, að það samrýmist hagsmunum þessa barns að vera í reglulegri umgengni við hitt foreldri sitt, þegar þessar aðstæður skapast þá erum við að tala um tálmun á umgengni og það er í mínum huga andlegt ofbeldi gagnvart barni.“ Tengdar fréttir Hefur barist fyrir dóttur sinni í 10 ár: „Þetta snýst ekki um mig“ Ólafur William Hand, hefur ekki fengið að hitta 10 ára gamla dóttur sína í 8 mánuði, en hann segir móðir hennar hindra aðgengi hans að henni. 20. febrúar 2017 19:15 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Dæmi eru um að það hafi tekið kerfið allt að fjögur ár að leiða til lykta mál þar sem annað foreldri hefur meinað hinu að umgangast barn sitt. Sérfræðingur í barnarétti segir kerfið vera mjög seinvirkt og að stytta þurfi málsmeðferðartímann. Breyta eigi lögum á þann hátt að tálmun á umgengni verði skilgreind sem andlegt ofbeldi.Ólafur Hand, faðir ellefu ára stelpu, sagði sögu sína í fréttum Stöðvar tvö í gær. Fljótlega eftir að dóttir hans fæddist slitu hann og móðir hennar samvistum. Að sögn Ólafs byrjaði móðir stelpunnar fljótlega að tálma umgengni hans við dóttur sína. Kerfið sem taki við foreldrum sem verði fyrir slíkri tálmun sé gamaldags og gallað. Í barnalögum er kveðið á um umgengnisrétt en hann felur í sér að barn á rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Í lögunum er einnig kveðið á um að slíka umgengni megi þvinga fram með dagsektum tálmi sá sem hefur forsjá barns hinu foreldrinu að neyta hans.Sjá einnig: Hefur barist fyrir dóttur sinni í 10 árMaría Júlía Rúnarsdóttir, héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í barnarétti, skrifaði meistararitgerð um tálmun á umgengni. Hún segir kerfið sem tekur við foreldrum sem telja sig hafa orðið fyrir slíkri tálmun mjög seinvirkt en þessi mál eru á borði sýslumanna. „Ég þekki dæmi þar sem að mál sem hefur komið hingað til mín þar sem þetta ferli hefur tekið fjögur ár. Frá því að foreldri fer að leita réttar síns, réttar barnsins í rauninni, þar til að niðurstaða dómstóla lá fyrir,“ segir María. Hún þekki dæmi þess að afleiðingin verði algjört tengslarof milli barns og þess foreldris sem verður fyrir tálmun. Kerfið í dag bjóði ekki upp á neina aðstoð fyrir börn og foreldra í þessari stöðu. „Það er hreinlega ekki boðlegt að barn þurfi að búa við það að fá ekki að hitta annað foreldri sitt í marga mánuði, jafnvel svo árum skiptir, á meðan verið er að finna út úr svona máli. Niðurstaðan er oftar en ekki sú að umgengi samrýmist raunverulega hagsmunum barnsis en það verði gífurlegt tengslarof á þessum tíma meðan málið er til meðferðar. Það er mjög brýnt að það sé tekið á þessi og málsmeðferðartími styttur,“ segir María. María segir slíkt tengslarof geta haft óafturkræfar afleiðingar til framtíðar. Þegar umgengni sé tálmað þvert á ákvarðanir fagaðila þurfi að taka á því eins og öðrum ofbeldismálum. „Þegar að sérfræðingar eru búnir að segja, jafnvel oftar en einu sinni, oftar en tvisvar, að það samrýmist hagsmunum þessa barns að vera í reglulegri umgengni við hitt foreldri sitt, þegar þessar aðstæður skapast þá erum við að tala um tálmun á umgengni og það er í mínum huga andlegt ofbeldi gagnvart barni.“
Tengdar fréttir Hefur barist fyrir dóttur sinni í 10 ár: „Þetta snýst ekki um mig“ Ólafur William Hand, hefur ekki fengið að hitta 10 ára gamla dóttur sína í 8 mánuði, en hann segir móðir hennar hindra aðgengi hans að henni. 20. febrúar 2017 19:15 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Hefur barist fyrir dóttur sinni í 10 ár: „Þetta snýst ekki um mig“ Ólafur William Hand, hefur ekki fengið að hitta 10 ára gamla dóttur sína í 8 mánuði, en hann segir móðir hennar hindra aðgengi hans að henni. 20. febrúar 2017 19:15