Börn fá meðferð á BUGL við rafrænu skjáheilkenni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 20:00 Helstu einkenni rafræns skjáheilkennis hjá börnum er pirringur og lítil sjálfsstjórn og er heilkennið undanfari netfíknar. Til að greina heilkennið er stuðst við eftirfarandi spurningar. Er barnið upptendrað? Ofurviðkvæmt fyrir áreiti? Tekur það æðisköst? Verður það pirrað þegar það er tekið frá skjánum? Eru sjáöldur útvíkkuð eftir skjátíma? Er erfitt fyrir barnið að veita augnsamband? Laðast það að rafrænum skjá eins og fluga að ljósi? Er eins og barnið sé ekki eins hamingjusamt og áður? Á það erfitt með að eignast vini? Hefur áhugamálum fækkað? Er það ekki eins fróðleiksfúst og forvitið? Fara einkunnir lækkandi? Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL, hefur séð dæmi um þessa röskun. „Við höfum engar rannsóknir gert á þessu sviði en mín klíníska tilfinning er að við munum sjá meira og meira af þessu á næstu árum. Að rafrænt skjáheilkenni eigi eftir að verða stórt viðfangsefni hér á BUGL, sálfræðinga á þjónustumiðstöðvum, í skólum og heilsugæslustöðvum," segir Björn þegar hann er spurður um algengi röskunarinnar. Börn hafa komið til meðferðar á göngudeild BUGL vegna einkenna og er dæmi um svo illa haldið barn að það þurfti að leggja það inn til að fjarlægja það frá öllu rafrænu áreiti. Björn segir lækna reyna að gefa foreldrum góð ráð til að ekki fari svona illa. „Það þarf að byrja hjá minnstu börnunum og gefa strax skýrar reglur um skjátíma áður en hann verður stjórnlaus."En hvað er of mikill skjátími? „Það er þegar barnið verður vansælt, stressað og pirrað þegar það er ekki í tækinu og það eina sem virðist friða barnið er að vera í þessum tækjum. Það vanrækir skóla, vini og fjölskyldu. Og einu vinatengslin verða í gegnum netið," segir Björn. Samkvæmt bandarísku og kanadísku barnalæknasamtökunum er ráðlagt að börn yngri en tveggja ára fái engan skjátíma. Þriggja til fimm ára börn fái að hámarki eina klukkustund á dag og sex til átján ára börn fái tvær klukkustundir á dag. „Helst af öllu myndi maður vilja að það væri jafnvægi milli skjátíma og útiveru barns. Ef barn er í tvo tíma í skjátíma, að það taki tvo tíma í útivist eða frjálsan leik á móti," ráðleggur Björn. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Helstu einkenni rafræns skjáheilkennis hjá börnum er pirringur og lítil sjálfsstjórn og er heilkennið undanfari netfíknar. Til að greina heilkennið er stuðst við eftirfarandi spurningar. Er barnið upptendrað? Ofurviðkvæmt fyrir áreiti? Tekur það æðisköst? Verður það pirrað þegar það er tekið frá skjánum? Eru sjáöldur útvíkkuð eftir skjátíma? Er erfitt fyrir barnið að veita augnsamband? Laðast það að rafrænum skjá eins og fluga að ljósi? Er eins og barnið sé ekki eins hamingjusamt og áður? Á það erfitt með að eignast vini? Hefur áhugamálum fækkað? Er það ekki eins fróðleiksfúst og forvitið? Fara einkunnir lækkandi? Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL, hefur séð dæmi um þessa röskun. „Við höfum engar rannsóknir gert á þessu sviði en mín klíníska tilfinning er að við munum sjá meira og meira af þessu á næstu árum. Að rafrænt skjáheilkenni eigi eftir að verða stórt viðfangsefni hér á BUGL, sálfræðinga á þjónustumiðstöðvum, í skólum og heilsugæslustöðvum," segir Björn þegar hann er spurður um algengi röskunarinnar. Börn hafa komið til meðferðar á göngudeild BUGL vegna einkenna og er dæmi um svo illa haldið barn að það þurfti að leggja það inn til að fjarlægja það frá öllu rafrænu áreiti. Björn segir lækna reyna að gefa foreldrum góð ráð til að ekki fari svona illa. „Það þarf að byrja hjá minnstu börnunum og gefa strax skýrar reglur um skjátíma áður en hann verður stjórnlaus."En hvað er of mikill skjátími? „Það er þegar barnið verður vansælt, stressað og pirrað þegar það er ekki í tækinu og það eina sem virðist friða barnið er að vera í þessum tækjum. Það vanrækir skóla, vini og fjölskyldu. Og einu vinatengslin verða í gegnum netið," segir Björn. Samkvæmt bandarísku og kanadísku barnalæknasamtökunum er ráðlagt að börn yngri en tveggja ára fái engan skjátíma. Þriggja til fimm ára börn fái að hámarki eina klukkustund á dag og sex til átján ára börn fái tvær klukkustundir á dag. „Helst af öllu myndi maður vilja að það væri jafnvægi milli skjátíma og útiveru barns. Ef barn er í tvo tíma í skjátíma, að það taki tvo tíma í útivist eða frjálsan leik á móti," ráðleggur Björn.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira