Erlent

Flugvöllur í Hamborg rýmdur vegna útbreiðslu eiturefna

Anton Egilsson skrifar
Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði í kjölfar útbreiðslu eiturefnanna.
Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði í kjölfar útbreiðslu eiturefnanna. Vísir/EPA
Alþjóðaflugvöllurinn í Hamburg í Þýskalandi var rýmdur að hluta til í dag sökum gruns um að eiturefni bærust í gegnum loftræstikerfi flugvallarins. Talið er að um 50 einstaklingar hafi orðið fyrir áhrifum eiturefnanna. The Guardian greinir frá.

Hundruðum manna var gert að yfirgefa flugvöllinn í kjölfar ástandsins. Um 50 einstaklingar hafa sagst finna fyrir einkennum vegna meintra eiturefna en þau eru öndunarerfiðleikar og sviði í augum. Var slökkvilið kallað til til að meta ástand fólksins. 

Öllum flugum var seinkað um rúma klukkstund eftir rýminguna en flugumferð er nú komin aftur í eðlilegt horf.

Tildrög útbreiðslu eiturefnanna eru enn óljós en samkvæmt talsmanni flugvallarins er nú unnið hörðum höndum að því að kanna þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×