Erlent

Frank-Walter Steinmeier kjörinn forseti Þýskalands

Anton Egilsson skrifar
Frank-Walter Steinmeier er fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands.
Frank-Walter Steinmeier er fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands. Vísir/EPA
Frank-Walter Steinmeier var í dag kjörinn forseti Þýskalands. Kosning fór fram á fundi Sambandslýðveldisins i í þinghúsinu í Berlín, höfuðborg Þýskalands, í dag og hlaut Steinmeier um 75 prósent greiddra atkvæða. BBC greinir frá þessu. 

Steinmeier sem er 61 árs gamall er lögfræðingur að mennt. Hann tekur við embættinu af Joachim Gauck sem gegnt hefur stöðu forseta frá árinu 2012. Í Þýskalandi er embætti forseta táknrænt en forsetinn hefur engin eiginleg völd.

Steinmeier er reynslumikill stjórnmálamaður og einkar vinsæll í heimalandi sínu. Hann lét af störfum sem utanríkisráðherra Þýskalands í lok janúar á þessu ári en hann hafði verið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel fyrir hönd Jafnaðarmannaflokksins frá árinu 2005. Þar á undan hafði hann verið ráðuneytisstjóri hjá kanslaraembættinu í um sex ára skeið.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×