Umræðan um Kópavogshæli óþægileg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2017 07:00 Fjölmenni var á kynningarfundinum á Grand hóteli í gær. vísir/stefán „Þetta hefur verið mjög óþægilegt. Ég upplifði það að ég hafi svolítið þurrkað út þennan tíma. Ég segi það svo það komi fram að ég skammast mín. Ég skammast mín fyrst og fremst fyrir að ég hafi ekki gert betur,“ segir Reynir Ingibjartsson, aðstandandi fyrrverandi heimilismanns á Kópavogshæli, um umræðu undanfarinna daga um hælið. Sjálfur var Reynir í aðstandendafélagi hælisins síðustu ár vistar bróður síns. Bróðir Reynis var á hælinu í um 25 ár og sótti Reynir kynningarfund Þroskahjálpar, Þroskaþjálfafélags Íslands og Átaks, félags fólks með þroskahömlun, um skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952 til 1993 í gær. Skýrslan kom út þann 7. febrúar.Hrefna Friðriksdóttir, formaður vistheimilanefndar.vísir/eyþórHrefna Friðriksdóttir, formaður vistheimilanefndar sem vann skýrsluna, segir fundinn hafa verið góðan að sínu mati. „Ég myndi áætla að hér hafi verið um áttatíu manns. Þetta var blandaður hópur. Hérna var fólk með þroskahömlun, aðstandendur og fyrrverandi starfsfólk,“ segir hún. Hrefna segir gott rými hafa verið gefið fyrir spurningar og umræður. „Þetta er ekki einfalt. Þetta er erfitt. Margir lýstu því að þeim hefði fundist erfitt að lesa þetta og þetta hefði verið erfið umræða en á endanum er opin umræða alltaf af hinu góða,“ bætir hún við. Þá segir Hrefna að sér finnist fólk hafa fagnað því að fá skýrsluna. Jafnt uppgjörið við fortíðina og tillögur fyrir framtíðina. Reynir var á leiðinni út af fundinum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta hreinsaði andrúmsloftið og var mjög upplýsandi. Formaður nefndarinnar, Hrefna, að öðrum ólöstuðum, hefur gert þetta alveg frábærlega. Þarna er búið að vinna mjög gott verk,“ segir Reynir. Hann segir enn fremur að allir hafi tekið undir það sem í skýrslunni stendur. „Þar er ekki verið að ofgera eða dramatísera heldur eru staðreyndirnar uppi á borðinu.“Reynir Ingibjartsson, aðstandandi.vísir/eyþórHann vill koma því á framfæri að skýrslan sé stórvirki út af fyrir sig. „Það er gríðarleg vinna þarna að baki. Hún er grundvallarrit um stöðu þessara mála á landinu á seinni hluta síðustu aldar. Ég ætla rétt að vona að það læri allir af þessu.“ Ein forsendan fyrir því að bróðir Reynis fór á Kópavogshæli var að fá talkennslu og gönguþjálfun. „Hann gat aldrei gengið og þegar hann fór þarna inn hreyfði hann sig í göngugrind. Hann gat heldur ekki tjáð sig almennilega,“ segir Reynir. Hann segir hins vegar að þetta hafi brugðist. „Það er hægt að segja að hann fékk enga kennslu og enga þjálfun.“ Reynir segir að húsnæðið hafi verið slæmt, starfsfólkið ómenntað og of fátt og umhverfið ekki upp á marga fiska. „Bróðir minn böðlaðist um með grind þannig hann gæti staðið betur en þarna voru aðallega malarstígar,“ segir Reynir. Þá segir hann starf aðstandendafélagsins ekki hafa verið velkomið. „Ég fann það mjög fljótt að þetta var ekki litið jákvæðum augum að aðstandendur skiptu sér af.“ Reynir segir forsenduna fyrir lokun Kópavogshælis hafa verið opnun sambýla. „Það er ekki hægt að bera saman hvað það breytti miklu,“ segir hann. Sambýlin hafi verið minni og þar hafi verið fagfólk. „Ég man aldrei eftir því á Kópavogshæli að bróðir minn hafi verið nefndur með nafni. Á sambýlinu er það alltaf gert.“ Samkvæmt Reyni lauk fundinum á þeim orðum að allir ættu rétt á því að vera fullgildir einstaklingar þó þeir búi við andlega eða líkamlega fötlun. „Ég ætla rétt að vona að næstu kynslóðir búi í samfélagi þar sem börn sem fæðast með fötlun geta notið þess sama og við njótum,“ segir Reynir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. 9. febrúar 2017 07:00 Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30 Bjarni fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar vegna Kópavogshælis Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi. 13. febrúar 2017 15:53 Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40 Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Þetta hefur verið mjög óþægilegt. Ég upplifði það að ég hafi svolítið þurrkað út þennan tíma. Ég segi það svo það komi fram að ég skammast mín. Ég skammast mín fyrst og fremst fyrir að ég hafi ekki gert betur,“ segir Reynir Ingibjartsson, aðstandandi fyrrverandi heimilismanns á Kópavogshæli, um umræðu undanfarinna daga um hælið. Sjálfur var Reynir í aðstandendafélagi hælisins síðustu ár vistar bróður síns. Bróðir Reynis var á hælinu í um 25 ár og sótti Reynir kynningarfund Þroskahjálpar, Þroskaþjálfafélags Íslands og Átaks, félags fólks með þroskahömlun, um skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952 til 1993 í gær. Skýrslan kom út þann 7. febrúar.Hrefna Friðriksdóttir, formaður vistheimilanefndar.vísir/eyþórHrefna Friðriksdóttir, formaður vistheimilanefndar sem vann skýrsluna, segir fundinn hafa verið góðan að sínu mati. „Ég myndi áætla að hér hafi verið um áttatíu manns. Þetta var blandaður hópur. Hérna var fólk með þroskahömlun, aðstandendur og fyrrverandi starfsfólk,“ segir hún. Hrefna segir gott rými hafa verið gefið fyrir spurningar og umræður. „Þetta er ekki einfalt. Þetta er erfitt. Margir lýstu því að þeim hefði fundist erfitt að lesa þetta og þetta hefði verið erfið umræða en á endanum er opin umræða alltaf af hinu góða,“ bætir hún við. Þá segir Hrefna að sér finnist fólk hafa fagnað því að fá skýrsluna. Jafnt uppgjörið við fortíðina og tillögur fyrir framtíðina. Reynir var á leiðinni út af fundinum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta hreinsaði andrúmsloftið og var mjög upplýsandi. Formaður nefndarinnar, Hrefna, að öðrum ólöstuðum, hefur gert þetta alveg frábærlega. Þarna er búið að vinna mjög gott verk,“ segir Reynir. Hann segir enn fremur að allir hafi tekið undir það sem í skýrslunni stendur. „Þar er ekki verið að ofgera eða dramatísera heldur eru staðreyndirnar uppi á borðinu.“Reynir Ingibjartsson, aðstandandi.vísir/eyþórHann vill koma því á framfæri að skýrslan sé stórvirki út af fyrir sig. „Það er gríðarleg vinna þarna að baki. Hún er grundvallarrit um stöðu þessara mála á landinu á seinni hluta síðustu aldar. Ég ætla rétt að vona að það læri allir af þessu.“ Ein forsendan fyrir því að bróðir Reynis fór á Kópavogshæli var að fá talkennslu og gönguþjálfun. „Hann gat aldrei gengið og þegar hann fór þarna inn hreyfði hann sig í göngugrind. Hann gat heldur ekki tjáð sig almennilega,“ segir Reynir. Hann segir hins vegar að þetta hafi brugðist. „Það er hægt að segja að hann fékk enga kennslu og enga þjálfun.“ Reynir segir að húsnæðið hafi verið slæmt, starfsfólkið ómenntað og of fátt og umhverfið ekki upp á marga fiska. „Bróðir minn böðlaðist um með grind þannig hann gæti staðið betur en þarna voru aðallega malarstígar,“ segir Reynir. Þá segir hann starf aðstandendafélagsins ekki hafa verið velkomið. „Ég fann það mjög fljótt að þetta var ekki litið jákvæðum augum að aðstandendur skiptu sér af.“ Reynir segir forsenduna fyrir lokun Kópavogshælis hafa verið opnun sambýla. „Það er ekki hægt að bera saman hvað það breytti miklu,“ segir hann. Sambýlin hafi verið minni og þar hafi verið fagfólk. „Ég man aldrei eftir því á Kópavogshæli að bróðir minn hafi verið nefndur með nafni. Á sambýlinu er það alltaf gert.“ Samkvæmt Reyni lauk fundinum á þeim orðum að allir ættu rétt á því að vera fullgildir einstaklingar þó þeir búi við andlega eða líkamlega fötlun. „Ég ætla rétt að vona að næstu kynslóðir búi í samfélagi þar sem börn sem fæðast með fötlun geta notið þess sama og við njótum,“ segir Reynir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. 9. febrúar 2017 07:00 Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30 Bjarni fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar vegna Kópavogshælis Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi. 13. febrúar 2017 15:53 Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40 Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Undirbýr bætur fyrir þá sem eru á lífi Vistheimilanefnd telur að hundrað börn, sem vistuð voru á Kópavogshæli, séu enn á lífi. 9. febrúar 2017 07:00
Vistmenn af Kópavogshæli búa enn í sama húsi Kópavogsbær þjónustar ekki alla fatlaða einstaklinga sem búa í Kópavogi. Ennþá búa átta manns, sem áður voru á Kópavoghæli sem börn, á þjónustuheimili við Kópavogsbraut, sem Áss styrktarfélag rekur samkvæmt samningi við Landsspítalann. Þau urðu eftir við yfirfærslu málaflokksins til Kópavogsbæjar. 12. febrúar 2017 21:30
Bjarni fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar vegna Kópavogshælis Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi. 13. febrúar 2017 15:53
Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. 8. febrúar 2017 11:40
Bjarni biður þá sem vistaðir voru á Kópavogshæli og fjölskyldur þeirra afsökunar „Það er erfitt, en nauðsynlegt, að horfast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga, barna og fullorðinna, voru á Kópavogshælinu.“ 10. febrúar 2017 16:03