Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 19:24 Viðar Halldórsson, lektor á Félagsvísindasviði í Háskóla Íslands, segir að við Íslendingar getum látið uppeldisstefnuna og afreksstefnuna vinna saman þegar við vinnum með krakkana okkar í íþróttum. Þjálfun á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, gagnrýndi íþróttaumhverfi barna og unglinga á Íslandi. Sigfús vildi fá meiri keppni inn í íþróttirnar og hætta að verðlauna alla. „Við höfum náð miklum árangir á báðum stöðum. Við erum með eina mestu þátttöku barna og unglinga í íþróttum og það eru sterk gildi sem fylgja starfinu eins og rannsóknir hafa sýnt. Á hinn boginn höfum við náð miklum árangri í afreksíþróttum því við eigum öll þessi frábæru landslið og þessa frábæru íþróttamenn sem hafa náð árangri á undanförnum árum,“ sagði Viðar Halldórsson sem hefur mikið unnið með íþróttafólk og gert margar rannsóknir. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Íslenskt íþróttalíf og íslensk íþróttahreyfing hefur verið að gera margt mjög gott. Samfélagið breytist og áherslur í íþróttum breytast. Við þurfum því að þróast með því,“ sagði Viðar. „Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum, mjög sterkum karakterum. Ég hef mjög mikið unnið með ungum íþróttamönnum sem eru að fara upp í meistaraflokka og það vantar oft andlegan styrk og allskonar þætti sem við viljum hafa hjá þessum krökkum. Ég segi að þarna fer uppeldisstefnan og afreksstefnan saman,“ sagði Viðar. „Ef við vinnum í því að búa til sterkari karaktera með betra sjálfstraust, að búa til betri leiðtoga með sterkari félagsfærni sem kunna að setja sér markmið. Þá erum við að sinna uppeldisstefnunni og skila betri einstaklingum út í samfélagið en við værum líka að skila sterkari einstaklingum til að vera afreksmenn,“ sagði Viðar. Það má sjá allt viðtalið við Viðar í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sjá meira
Viðar Halldórsson, lektor á Félagsvísindasviði í Háskóla Íslands, segir að við Íslendingar getum látið uppeldisstefnuna og afreksstefnuna vinna saman þegar við vinnum með krakkana okkar í íþróttum. Þjálfun á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, gagnrýndi íþróttaumhverfi barna og unglinga á Íslandi. Sigfús vildi fá meiri keppni inn í íþróttirnar og hætta að verðlauna alla. „Við höfum náð miklum árangir á báðum stöðum. Við erum með eina mestu þátttöku barna og unglinga í íþróttum og það eru sterk gildi sem fylgja starfinu eins og rannsóknir hafa sýnt. Á hinn boginn höfum við náð miklum árangri í afreksíþróttum því við eigum öll þessi frábæru landslið og þessa frábæru íþróttamenn sem hafa náð árangri á undanförnum árum,“ sagði Viðar Halldórsson sem hefur mikið unnið með íþróttafólk og gert margar rannsóknir. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Íslenskt íþróttalíf og íslensk íþróttahreyfing hefur verið að gera margt mjög gott. Samfélagið breytist og áherslur í íþróttum breytast. Við þurfum því að þróast með því,“ sagði Viðar. „Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum, mjög sterkum karakterum. Ég hef mjög mikið unnið með ungum íþróttamönnum sem eru að fara upp í meistaraflokka og það vantar oft andlegan styrk og allskonar þætti sem við viljum hafa hjá þessum krökkum. Ég segi að þarna fer uppeldisstefnan og afreksstefnan saman,“ sagði Viðar. „Ef við vinnum í því að búa til sterkari karaktera með betra sjálfstraust, að búa til betri leiðtoga með sterkari félagsfærni sem kunna að setja sér markmið. Þá erum við að sinna uppeldisstefnunni og skila betri einstaklingum út í samfélagið en við værum líka að skila sterkari einstaklingum til að vera afreksmenn,“ sagði Viðar. Það má sjá allt viðtalið við Viðar í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sjá meira