Ætla að gera starfslok sveigjanlegri: „Fólk á að geta unnið eins lengi og það kýs“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 18:15 Félagsmálaráðherra segir ákvæði um starfslok opinberra starfsmana tímaskekkju. vísir/ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að vinna sé hafin í ráðuneytinu við að gera starfslok opinberra starfsmanna sveigjanlegri. Lög kveða nú á um að opinberir starfsmenn láti af störfum þegar þeir ná 70 ára aldri. „Þetta er ákvæði sem er algjör tímaskekkja í dag og engin ástæða til að framlengja lengur,“ sagði Þorsteinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í vikunni en móðir hans, sem starfar sem kennari fyrir hið opinbera, mun láta af störfum eftir tvær vikur – þegar hún verður sjötug, þrátt fyrir að hafa fullan vilja og getu til þess að halda áfram að vinna. Hann sagði reglurnar úreltar og kallaði eftir lagabreytingu. Þorsteinn sagðist hjartanlega sammála Sölva. „Fólk á að geta unnið eins lengi og það kýs og getur og drýgt þannig tekjur sínar og notið góðs af ef það vill. Við eigum að ryðja burt þeim hindrunum sem eru í vegi og þar með talið þessi löngu úr sér gengnu ákvæði um að fólk sé þvingað í starfslok þegar tilteknum aldri er náð,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður sagði Þorsteinn vinnu við þessar lagabreytingar ekki þurfa að taka langan tíma. „Við erum að skoða í ráðuneytinu í fyrsta lagi hvernig við getum mögulega dregið úr tekjuskerðingu vegna atvinnutekna á móti lífeyristekjum. Við erum að skoða hvernig við getum aukið sveigjanleika fólks sem vill vinna og hefur getu til að vinna lengur og að það hafi fullt frelsi og njóti afrakstur erfiðisins í þeim efnum. Og síðast en ekki síast að afnema svona úr sér gengin viðmið. Við eigum ekki að mismuna fólki á grundvelli aldurs í þessum efnum.“ Hlusta má á viðtalið við Þorstein Víglundsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir „Ef fólk vill halda áfram að vinna þá sé ég ekki rökin fyrir því að banna því það“ Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður gagnrýnir það að fólk, 70 ára og eldra sem vinnur fyrir hið opinbera, þurfi að hætta að vinna. 6. febrúar 2017 20:26 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að vinna sé hafin í ráðuneytinu við að gera starfslok opinberra starfsmanna sveigjanlegri. Lög kveða nú á um að opinberir starfsmenn láti af störfum þegar þeir ná 70 ára aldri. „Þetta er ákvæði sem er algjör tímaskekkja í dag og engin ástæða til að framlengja lengur,“ sagði Þorsteinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í vikunni en móðir hans, sem starfar sem kennari fyrir hið opinbera, mun láta af störfum eftir tvær vikur – þegar hún verður sjötug, þrátt fyrir að hafa fullan vilja og getu til þess að halda áfram að vinna. Hann sagði reglurnar úreltar og kallaði eftir lagabreytingu. Þorsteinn sagðist hjartanlega sammála Sölva. „Fólk á að geta unnið eins lengi og það kýs og getur og drýgt þannig tekjur sínar og notið góðs af ef það vill. Við eigum að ryðja burt þeim hindrunum sem eru í vegi og þar með talið þessi löngu úr sér gengnu ákvæði um að fólk sé þvingað í starfslok þegar tilteknum aldri er náð,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður sagði Þorsteinn vinnu við þessar lagabreytingar ekki þurfa að taka langan tíma. „Við erum að skoða í ráðuneytinu í fyrsta lagi hvernig við getum mögulega dregið úr tekjuskerðingu vegna atvinnutekna á móti lífeyristekjum. Við erum að skoða hvernig við getum aukið sveigjanleika fólks sem vill vinna og hefur getu til að vinna lengur og að það hafi fullt frelsi og njóti afrakstur erfiðisins í þeim efnum. Og síðast en ekki síast að afnema svona úr sér gengin viðmið. Við eigum ekki að mismuna fólki á grundvelli aldurs í þessum efnum.“ Hlusta má á viðtalið við Þorstein Víglundsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir „Ef fólk vill halda áfram að vinna þá sé ég ekki rökin fyrir því að banna því það“ Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður gagnrýnir það að fólk, 70 ára og eldra sem vinnur fyrir hið opinbera, þurfi að hætta að vinna. 6. febrúar 2017 20:26 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
„Ef fólk vill halda áfram að vinna þá sé ég ekki rökin fyrir því að banna því það“ Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður gagnrýnir það að fólk, 70 ára og eldra sem vinnur fyrir hið opinbera, þurfi að hætta að vinna. 6. febrúar 2017 20:26