Lífið

Lögreglumenn gæddu sér á kæstri síld og sýndu frá því í beinni útsendingu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Surströmming er líklega ekki í miklu uppáhaldi hjá þessum.
Surströmming er líklega ekki í miklu uppáhaldi hjá þessum. skjáskot
Lögreglumenn á Suðurnesjum brugðu í kvöld á það ráð að gæða sér á sænska réttinum surströmming og sýna frá því í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni.  Átan var hluti af áheitasöfnun tveggja lögreglumanna sem munu taka þátt í kyndilhlaupi fyrir Special Olympics, að því er segir á síðu lögreglunnar.

Surströmming er síld sem látin er gerjast í viðartunnum í nokkra mánuði og er síðan komið fyrir í niðursuðudósum þar sem gerjunin heldur áfram. Dósin bólgnar þá út, en þegar hún er opnuð gýs upp fnykur sem þykir minna á rotin egg.

Lögreglumennirnir stóðust áskorunina með ágætum, en viðstaddir áttu erfiðara með lyktina, ef marka má myndskeiðið hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×