Þurfum að læra að setja mörk Vera Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2017 17:45 Anna rekur Kvan ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði. Kvan býður upp á ýmiss konar þjálfun fyrir ungt fólk og fagfólk sem snýr meðal annars að samskiptum, sjálfsmynd og einelti. Sjá nánar á kvan.is MYND/ANTON Kvíði unglingsstúlkna hefur verið til umræðu að undanförnu en hann má að hluta rekja til samfélagsmiðlanotkunar. Tómstunda- og félagsmálafræðingurinn Anna Steinsen, sem rekur fyrirtækið KVAN sem sérhæfir sig í þjálfun ungs fólks og fagfólks, segir samfélagsmiðla komna til að vera en að fólk þurfi að koma böndum á notkunina. Samkvæmt tölum frá rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknir og greining er kvíði unglingsstúlkna umtalsvert meiri en kvíði drengja. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar til sögunnar. Samfélagsmiðlanotkun er þar á meðal en því meiri tíma sem stelpur verja á samfélagsmiðlum því meiri er kvíðinn og þunglyndið. Anna segir samfélagsmiðla ekki á förum en að fólk þurfi að læra að setja sér mörk og æfa sig í því að lifa í núinu.Miklar útlitskröfur„Ég hef verið að vinna með ungum stúlkum sem eru að standa sig frábærlega í skóla og tómstundum en upplifa engu að síður mikla vanlíðan. Kröfurnar eru einfaldlega svo miklar að þær eru að kikna.“ Anna segir kröfur til stelpna og stráka ólíkar. „Stelpur eiga að líta vel út og vera duglegar. Strákar eiga að vera sterkir og ekki með neitt væl og er það hugsanlega skýringin á því að kvíðinn mælist síður hjá þeim. Stelpur leita sér frekar aðstoðar.“ Útlitskröfur til stelpna eru að sögn Önnu mjög áberandi og óaðfinnanlegar fyrirmyndir er að finna í fjölmiðlum og auglýsingum á hverjum degi. „Þær eru í eilífum samanburði en málið er að enginn kemur vel út úr samanburði. Það er alltaf hægt að finna einhvern sem er að gera betur, er myndarlegri eða grennri og tilfinningin sem situr eftir er að vera aldrei nóg.“ Foreldrar eiga að sögn Önnu sinn þátt í þessu og pósta margir hverjir afrekum barna sinna á samfélagsmiðlum í gríð og erg. „Þeir hampa íþróttaafrekum þeirra og státa sig af því að þau klári nám á skemmri tíma en ætlað er svo dæmi séu nefnd. Næsta foreldri bendir svo kannski barninu sínu á afrek hinna í hvatningarskyni en það virkar ekki þannig. Börnin upplifa að þau séu ekki að gera nóg. Eins eru börn í dag vön að heyra það að þau geti allt sem þau vilja og að þau séu allrabest og flottust. Það er hins vegar ekki hægt að vera góður í öllu og öll höfum við okkar styrkleika og veikleika. Margir sem vinna með ungu fólki tala um að það eigi það til að rekast á vegg við fyrsta mótlæti. Það kann hreinlega ekki að takast á við áföll. Staðreyndin er þó sú að það falla allir einhvern tíma á prófi eða ganga í gegnum annars konar erfiðleika.“Nær eingöngu glansmyndirAnna segir samfélagsmiðla nær eingöngu bregða upp glansmyndum. „Myndir eru teknar fyrir ofan höfuð svo undirhakan sjáist ekki og nær alltaf er settur filter. Svo koma þrjátíu komment á borð við „sæta sæta.“ Ef like-in og kommentin láta á sér standa upplifir fólk vanlíðan og fer að efast um útlitið og textann sem fylgdi myndinni, sem aftur veldur vanlíðan.“ Myndir á samfélagsmiðlum segja að sögn Önnu sjaldnast sannleikann. „Þú getur verið nýbúin að borða heilan Nóa-kroppspoka en birt svo mynd af þér með grænan djús og haldið maganum inni. Eins getur fjölskyldan í skíðaferðinni litið vel út á mynd en hver veit nema allir hafi verið grenjandi korteri áður? Fæstir segja líka: Þreyttur á þriðjudegi... en samt erum við öll einhvern tíman þreytt og úrill." Það er reynsla Önnu að þegar hulunni er svipt af vanlíðan stúlkna þá snýst hún oftar en ekki um álit annarra. „Hvað segir samfélagið, hvað segja foreldrarnir og hvað segja vinirnir? Samfélagsmiðlar snúast um endurgjöf og álit og hræðslan við að gera mistök er áberandi.“En hvað er til ráða? „Við þurfum að læra að setja okkur mörk og temja okkur umgengnisreglur við samfélagsmiðla því þeir eru komnir til að vera. Það er til dæmis gott að leggja síma og tölvur frá sér á kvöldin og taka af allar tilkynningar. Það hjálpar til við að bæta svefninn en góður svefn getur dregið heilmikið úr kvíða. Þá er gott að vera í uppbyggjandi tómstundastarfi og halda sér uppteknum við annað en að vera á samfélagsmiðlum ásamt því að taka meðvitaða ákvörðun um að slaka á samanburðinum. Hann er heldur ekki til neins. Þá hefur reynst mörgum vel að tileinka sér núvitund og læra að njóta augnabliksins í stað þess að ná af því mynd og er að verða mikil vakning á því sviði.“ Anna segir ungar stúlkur alast upp við að sjá myndir af fáklæddum stelpum á samfélagsmiðlum. „Það er orðið norm og sumar upplifa jafnvel pressu um að gera slíkt hið sama. Þá þarf að huga að sjálfsvirðingunni og setja sín eigin mörk.“ Hún segir þá sem eldri eru þurfa að aðstoða börn og ungmenni við að setja þessi mörk. „Vandinn er að fullorðnir eiga sumir hverjir í vandræðum með það sjálfir. Það er því ekki að undra þó þetta reynist unga fólkinu erfitt.“ Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Kvíði unglingsstúlkna hefur verið til umræðu að undanförnu en hann má að hluta rekja til samfélagsmiðlanotkunar. Tómstunda- og félagsmálafræðingurinn Anna Steinsen, sem rekur fyrirtækið KVAN sem sérhæfir sig í þjálfun ungs fólks og fagfólks, segir samfélagsmiðla komna til að vera en að fólk þurfi að koma böndum á notkunina. Samkvæmt tölum frá rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknir og greining er kvíði unglingsstúlkna umtalsvert meiri en kvíði drengja. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar til sögunnar. Samfélagsmiðlanotkun er þar á meðal en því meiri tíma sem stelpur verja á samfélagsmiðlum því meiri er kvíðinn og þunglyndið. Anna segir samfélagsmiðla ekki á förum en að fólk þurfi að læra að setja sér mörk og æfa sig í því að lifa í núinu.Miklar útlitskröfur„Ég hef verið að vinna með ungum stúlkum sem eru að standa sig frábærlega í skóla og tómstundum en upplifa engu að síður mikla vanlíðan. Kröfurnar eru einfaldlega svo miklar að þær eru að kikna.“ Anna segir kröfur til stelpna og stráka ólíkar. „Stelpur eiga að líta vel út og vera duglegar. Strákar eiga að vera sterkir og ekki með neitt væl og er það hugsanlega skýringin á því að kvíðinn mælist síður hjá þeim. Stelpur leita sér frekar aðstoðar.“ Útlitskröfur til stelpna eru að sögn Önnu mjög áberandi og óaðfinnanlegar fyrirmyndir er að finna í fjölmiðlum og auglýsingum á hverjum degi. „Þær eru í eilífum samanburði en málið er að enginn kemur vel út úr samanburði. Það er alltaf hægt að finna einhvern sem er að gera betur, er myndarlegri eða grennri og tilfinningin sem situr eftir er að vera aldrei nóg.“ Foreldrar eiga að sögn Önnu sinn þátt í þessu og pósta margir hverjir afrekum barna sinna á samfélagsmiðlum í gríð og erg. „Þeir hampa íþróttaafrekum þeirra og státa sig af því að þau klári nám á skemmri tíma en ætlað er svo dæmi séu nefnd. Næsta foreldri bendir svo kannski barninu sínu á afrek hinna í hvatningarskyni en það virkar ekki þannig. Börnin upplifa að þau séu ekki að gera nóg. Eins eru börn í dag vön að heyra það að þau geti allt sem þau vilja og að þau séu allrabest og flottust. Það er hins vegar ekki hægt að vera góður í öllu og öll höfum við okkar styrkleika og veikleika. Margir sem vinna með ungu fólki tala um að það eigi það til að rekast á vegg við fyrsta mótlæti. Það kann hreinlega ekki að takast á við áföll. Staðreyndin er þó sú að það falla allir einhvern tíma á prófi eða ganga í gegnum annars konar erfiðleika.“Nær eingöngu glansmyndirAnna segir samfélagsmiðla nær eingöngu bregða upp glansmyndum. „Myndir eru teknar fyrir ofan höfuð svo undirhakan sjáist ekki og nær alltaf er settur filter. Svo koma þrjátíu komment á borð við „sæta sæta.“ Ef like-in og kommentin láta á sér standa upplifir fólk vanlíðan og fer að efast um útlitið og textann sem fylgdi myndinni, sem aftur veldur vanlíðan.“ Myndir á samfélagsmiðlum segja að sögn Önnu sjaldnast sannleikann. „Þú getur verið nýbúin að borða heilan Nóa-kroppspoka en birt svo mynd af þér með grænan djús og haldið maganum inni. Eins getur fjölskyldan í skíðaferðinni litið vel út á mynd en hver veit nema allir hafi verið grenjandi korteri áður? Fæstir segja líka: Þreyttur á þriðjudegi... en samt erum við öll einhvern tíman þreytt og úrill." Það er reynsla Önnu að þegar hulunni er svipt af vanlíðan stúlkna þá snýst hún oftar en ekki um álit annarra. „Hvað segir samfélagið, hvað segja foreldrarnir og hvað segja vinirnir? Samfélagsmiðlar snúast um endurgjöf og álit og hræðslan við að gera mistök er áberandi.“En hvað er til ráða? „Við þurfum að læra að setja okkur mörk og temja okkur umgengnisreglur við samfélagsmiðla því þeir eru komnir til að vera. Það er til dæmis gott að leggja síma og tölvur frá sér á kvöldin og taka af allar tilkynningar. Það hjálpar til við að bæta svefninn en góður svefn getur dregið heilmikið úr kvíða. Þá er gott að vera í uppbyggjandi tómstundastarfi og halda sér uppteknum við annað en að vera á samfélagsmiðlum ásamt því að taka meðvitaða ákvörðun um að slaka á samanburðinum. Hann er heldur ekki til neins. Þá hefur reynst mörgum vel að tileinka sér núvitund og læra að njóta augnabliksins í stað þess að ná af því mynd og er að verða mikil vakning á því sviði.“ Anna segir ungar stúlkur alast upp við að sjá myndir af fáklæddum stelpum á samfélagsmiðlum. „Það er orðið norm og sumar upplifa jafnvel pressu um að gera slíkt hið sama. Þá þarf að huga að sjálfsvirðingunni og setja sín eigin mörk.“ Hún segir þá sem eldri eru þurfa að aðstoða börn og ungmenni við að setja þessi mörk. „Vandinn er að fullorðnir eiga sumir hverjir í vandræðum með það sjálfir. Það er því ekki að undra þó þetta reynist unga fólkinu erfitt.“
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist