Sendiherrann kennir hafnabolta á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. janúar 2017 07:00 Rob Barber, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, mætti með möl af hinum sögufræga Fenway-leikvangi í Boston. mynd/aðsend Um 30 manns komu saman í Laugardalnum á laugardaginn til að taka þátt í hafnaboltaæfingu sem þar fór fram. Þetta er í þriðja sinn í vetur sem hópur fólks á ólíkum aldri hefur hist til þess að prófa þessa íþrótt, sem er Íslendingum nokkuð framandi. Upphafið að æfingunum má rekja til þess að Þórlindur Kjartansson og Bergur Ebbi Benediktsson stofnuðu Samtök íslenskra hafnaboltaáhugamanna fyrir um ári, þegar þeir komust að því að þeir höfðu báðir áhuga á íþróttinni. Þrjátíu manns eru í Facebook-hóp sem þeir stofnuðu í framhaldinu og mæta þeir sem eru í hópnum á æfingarnar. Á þessari stundu liggur ekki alveg fyrir hvenær fjórða æfingin fer fram. „Við verðum að bera einhverja virðingu fyrir náttúröflunum og árstíðunum en þetta hefur gengið í desember og janúar. Svo við sjáum til hvort við gerum ekki eitthvað í febrúar og mars en alveg klárlega gerum við þetta reglulega þegar fer að vora og í sumar,“ segir Þórlindur í samtali við Fréttablaðið. Rob Barber, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, er mikill hafnaboltaaðdáandi og hefur tekið þátt í æfingunum hér. Ásamt honum hafa Eric Mayer og Raj Bonifacius leiðbeint hópnum um undirstöðuatriðin og skipulagt leiki sem tengjast íþróttinni. Þórlindur segir að bæði börn og fullorðnir hafi haft nóg fyrir stafni. Hópnum sé skipt upp þannig að börnin fái sérstaka kennslu á meðan þeir eldri spreyta sig á leiknum. Sendiherrann hafi svo séð um að leiðbeina yngri kynslóðinni af einstakri natni og þolinmæði. Undir lok æfingarinnar á laugardaginn dró sendiherrann fram litla pyngju þar sem í var að finna möl af hinum sögufræga Fenway-leikvangi í Boston. Þórlindur segir að mölinni hafi verið dreift um æfingasvæðið til blessunar og helgunar. Þórlindur segir að vestanhafs þjóni hafnaboltaíþróttin sama hlutverki og lóan á Íslandi. „Hún er vorboðinn ljúfi sem markar endalok vetrarins og sæta langa sumardaga,“ segir hann og bætir við að Samtök íslenskra hafnaboltaáhugamanna hafi auglýst æfingarnar á Facebook-síðu sinni og allir séu velkomnir að prófa næst þegar æfingar verði haldnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sendiherra Bandaríkjanna klökkur: Fólki hefur blætt fyrir kosningaréttinn svo hann er mér afar kær Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, varð klökkur í samtali við fréttamann um kosningarnar. 8. nóvember 2016 19:59 Epískt innslag: Barber leggur bjór að veði að Ísland vinni riðilinn Sendiherra Bandaríkjanna fer á kostum. 13. júní 2016 17:25 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Um 30 manns komu saman í Laugardalnum á laugardaginn til að taka þátt í hafnaboltaæfingu sem þar fór fram. Þetta er í þriðja sinn í vetur sem hópur fólks á ólíkum aldri hefur hist til þess að prófa þessa íþrótt, sem er Íslendingum nokkuð framandi. Upphafið að æfingunum má rekja til þess að Þórlindur Kjartansson og Bergur Ebbi Benediktsson stofnuðu Samtök íslenskra hafnaboltaáhugamanna fyrir um ári, þegar þeir komust að því að þeir höfðu báðir áhuga á íþróttinni. Þrjátíu manns eru í Facebook-hóp sem þeir stofnuðu í framhaldinu og mæta þeir sem eru í hópnum á æfingarnar. Á þessari stundu liggur ekki alveg fyrir hvenær fjórða æfingin fer fram. „Við verðum að bera einhverja virðingu fyrir náttúröflunum og árstíðunum en þetta hefur gengið í desember og janúar. Svo við sjáum til hvort við gerum ekki eitthvað í febrúar og mars en alveg klárlega gerum við þetta reglulega þegar fer að vora og í sumar,“ segir Þórlindur í samtali við Fréttablaðið. Rob Barber, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, er mikill hafnaboltaaðdáandi og hefur tekið þátt í æfingunum hér. Ásamt honum hafa Eric Mayer og Raj Bonifacius leiðbeint hópnum um undirstöðuatriðin og skipulagt leiki sem tengjast íþróttinni. Þórlindur segir að bæði börn og fullorðnir hafi haft nóg fyrir stafni. Hópnum sé skipt upp þannig að börnin fái sérstaka kennslu á meðan þeir eldri spreyta sig á leiknum. Sendiherrann hafi svo séð um að leiðbeina yngri kynslóðinni af einstakri natni og þolinmæði. Undir lok æfingarinnar á laugardaginn dró sendiherrann fram litla pyngju þar sem í var að finna möl af hinum sögufræga Fenway-leikvangi í Boston. Þórlindur segir að mölinni hafi verið dreift um æfingasvæðið til blessunar og helgunar. Þórlindur segir að vestanhafs þjóni hafnaboltaíþróttin sama hlutverki og lóan á Íslandi. „Hún er vorboðinn ljúfi sem markar endalok vetrarins og sæta langa sumardaga,“ segir hann og bætir við að Samtök íslenskra hafnaboltaáhugamanna hafi auglýst æfingarnar á Facebook-síðu sinni og allir séu velkomnir að prófa næst þegar æfingar verði haldnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sendiherra Bandaríkjanna klökkur: Fólki hefur blætt fyrir kosningaréttinn svo hann er mér afar kær Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, varð klökkur í samtali við fréttamann um kosningarnar. 8. nóvember 2016 19:59 Epískt innslag: Barber leggur bjór að veði að Ísland vinni riðilinn Sendiherra Bandaríkjanna fer á kostum. 13. júní 2016 17:25 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Sendiherra Bandaríkjanna klökkur: Fólki hefur blætt fyrir kosningaréttinn svo hann er mér afar kær Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, varð klökkur í samtali við fréttamann um kosningarnar. 8. nóvember 2016 19:59
Epískt innslag: Barber leggur bjór að veði að Ísland vinni riðilinn Sendiherra Bandaríkjanna fer á kostum. 13. júní 2016 17:25