Lífið

Lygileg tilviljun: Jólaauglýsingin reyndist sönn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábær saga.
Frábær saga.
Ung hjón í Portland í Oregon urðu heldur undrandi og djúpt snortin þegar þeim var send nýja jólaauglýsing Icelandair.

„Palli vinur okkar sendi mér línu á Facebook og benti mér á að sagan í auglýsingunni væri alveg eins og sagan okkar. Ég horfði á myndbandið og fór að gráta. Auglýsingin lýsti alveg fallegu ástarsögunni okkar,“ segir Margo Kvach. Eiginmaður hennar Birkir Olgeir Bjarkason tekur undir.

Jólaauglýsingin segir hugljúfa sögu af ungu bandarísk-íslensku pari sem tekst á við fjarsamband. Ekki er nóg með að líkindin í sögunni séu mikil, þar sem hún er líka frá Portland og hann frá Reykjavík, heldur er ekki laust við að söguhetjunum svipi saman í útliti.

Faðir Birkis hafði samband við Icelandair og þá kom í ljós að hvorki hjá Icelandair né á Íslensku auglýsingastofunni, þar sem jólaauglýsingin var skrifuð, hafði neinn heyrt sögu parsins. Því urðu menn bæði glaðir og hissa yfir þessum líkindum.

Fjölskyldum Birkis og Margo kemur mjög vel saman og er mikið ferðast á milli í heimsóknir. „Þvílíkt lán að það sé flogið beint á milli,“ segir Bjarki faðir Birkis og bætir hann við að þau hafi í raun eignast nýja fjölskyldu í Portland.

Hér að neðan má sjá viðtal við parið og foreldra Birkis.

Hér að neðan má sjá upphaflegu auglýsingu Icelandair en hún var tekin upp og framleidd af Pegasus.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×