Geir Jón segir lögreglu veikari í dag en í Búsáhaldabyltingunni: „Í dag værum við ekki með þann lögreglumassa sem þyrfti á að halda“ Anton Egilsson skrifar 8. desember 2017 21:46 Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir að í því andrúmslofti sem ríkti í samfélaginu á tíma Búsáhaldabyltingarinnar hafi lögreglan unnið kraftaverk með því að koma í veg fyrir að einhverjir skyldu láta lífið. Geir Jón var viðmælandi þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var meðal annars inntur eftir svörum um hvort að lögregla hefði sýnt af sér of mikla lin kind í aðgerðum sínum í tengslum við mótmæli á eftirhruns árunum. „Við þurftum að glíma við fordæmalaus mótmæli sem lögregla hafði aldrei áður lent í. Það var ákvörðun að reyna að taka á þessu af eins mikilli mildi og hægt var og það beindist hvað helst að lögreglunni sjálfri,“ sagði Geir Jón. Hann sagði að reynt hafi verið að láta mótmælin á Austurvelli klárast þannig að sem minnst yrði um átök. Þrátt fyrir að einungis örlítill hópur mótmælenda hafi ráðist gegn lögreglumönnum hafi menn alltaf verið mjög smeykir um hvernig hinn fjölmenni hópur sem þar var saman kominn hefði brugðist við handtökum af hálfu lögreglu. Lögregla hafi viljað halda í við hópinn svo að allt færi ekki í bál og brand. „Hvað hefði gerst ef lögreglumenn hefðu vaðið í að handtaka þessa menn ? Við vissum ekki hvað baklandið væri stórt.“Ekki hægt að handtaka alla sem mótmæltu við heimahúsEins og kom fram í frétt Vísis í gær telur Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, lögreglu og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárás í kjölfar mótmæla við heimili hennar árið 2009. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Geir Jón sagðist sagðist ekki þekkja til málalykta í máli Rannveigar en sagði að varðandi mótmæli sem fram fóru við heimahús hafi lögregla reynt að tryggja öryggi fólks til hins ítrasta og halda frá fólki sem hafði sig frammi. „Lögregla fór strax á vettvang á alla þessa staði þegar hún fékk tilkynningu um slíkt. Þið verðið að átta ykkur á því að lögregla gat ekki bara handtekið alla þá sem komu að þessum heimahúsum. Hún reyndi að tryggja öryggi fólksins sem bjó í þessum húsum og halda fólkinu frá en fólkið var náttúrulega á almannafæri. Það voru kannski örfáir sem höfði sig frammi við lögreglu og lögregla reyndi að vísa þeim á burt.“Lögregla veikari í dag en í BúsáhaldabyltingunniAðspurður um hvort að hann hefði eftir á að hyggja viljað gera hlutina öðruvísi sagði Geir Jón: „ Þið verðið að átta ykkur á því að fjöldi lögreglumanna sem kom að þessum aðgerðum voru miklu færri en fólk gerði sér grein fyrir. Við þurftum að beita ýmsu til þess að láta líta svo út að við værum miklu fleiri.“ „Það má eflaust ýmislegt finna að mér og öðrum í lögreglunni en ég held að menn hafi gert það ótrúlega og bara unnið kraftaverk í öllu því andrúmslofti og allri þeirri reiði og öðru sem var í gangi á samfélaginu á þessum tíma að ná að koma í veg fyrir að einhverjir létu lífið. “ Þá sagði hann lögregluna fámennari og veikari í dag en í Búsáhaldabyltingunni. Lögreglumönnum hafi fækkað um í kringum 100 manns frá þeim tíma og þar af um 40-50 manns á höfuðborgarsvæðinu. „Í dag værum við ekki með þann lögreglumassa sem þyrfti á að halda.“ Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir að í því andrúmslofti sem ríkti í samfélaginu á tíma Búsáhaldabyltingarinnar hafi lögreglan unnið kraftaverk með því að koma í veg fyrir að einhverjir skyldu láta lífið. Geir Jón var viðmælandi þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var meðal annars inntur eftir svörum um hvort að lögregla hefði sýnt af sér of mikla lin kind í aðgerðum sínum í tengslum við mótmæli á eftirhruns árunum. „Við þurftum að glíma við fordæmalaus mótmæli sem lögregla hafði aldrei áður lent í. Það var ákvörðun að reyna að taka á þessu af eins mikilli mildi og hægt var og það beindist hvað helst að lögreglunni sjálfri,“ sagði Geir Jón. Hann sagði að reynt hafi verið að láta mótmælin á Austurvelli klárast þannig að sem minnst yrði um átök. Þrátt fyrir að einungis örlítill hópur mótmælenda hafi ráðist gegn lögreglumönnum hafi menn alltaf verið mjög smeykir um hvernig hinn fjölmenni hópur sem þar var saman kominn hefði brugðist við handtökum af hálfu lögreglu. Lögregla hafi viljað halda í við hópinn svo að allt færi ekki í bál og brand. „Hvað hefði gerst ef lögreglumenn hefðu vaðið í að handtaka þessa menn ? Við vissum ekki hvað baklandið væri stórt.“Ekki hægt að handtaka alla sem mótmæltu við heimahúsEins og kom fram í frétt Vísis í gær telur Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, lögreglu og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárás í kjölfar mótmæla við heimili hennar árið 2009. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Geir Jón sagðist sagðist ekki þekkja til málalykta í máli Rannveigar en sagði að varðandi mótmæli sem fram fóru við heimahús hafi lögregla reynt að tryggja öryggi fólks til hins ítrasta og halda frá fólki sem hafði sig frammi. „Lögregla fór strax á vettvang á alla þessa staði þegar hún fékk tilkynningu um slíkt. Þið verðið að átta ykkur á því að lögregla gat ekki bara handtekið alla þá sem komu að þessum heimahúsum. Hún reyndi að tryggja öryggi fólksins sem bjó í þessum húsum og halda fólkinu frá en fólkið var náttúrulega á almannafæri. Það voru kannski örfáir sem höfði sig frammi við lögreglu og lögregla reyndi að vísa þeim á burt.“Lögregla veikari í dag en í BúsáhaldabyltingunniAðspurður um hvort að hann hefði eftir á að hyggja viljað gera hlutina öðruvísi sagði Geir Jón: „ Þið verðið að átta ykkur á því að fjöldi lögreglumanna sem kom að þessum aðgerðum voru miklu færri en fólk gerði sér grein fyrir. Við þurftum að beita ýmsu til þess að láta líta svo út að við værum miklu fleiri.“ „Það má eflaust ýmislegt finna að mér og öðrum í lögreglunni en ég held að menn hafi gert það ótrúlega og bara unnið kraftaverk í öllu því andrúmslofti og allri þeirri reiði og öðru sem var í gangi á samfélaginu á þessum tíma að ná að koma í veg fyrir að einhverjir létu lífið. “ Þá sagði hann lögregluna fámennari og veikari í dag en í Búsáhaldabyltingunni. Lögreglumönnum hafi fækkað um í kringum 100 manns frá þeim tíma og þar af um 40-50 manns á höfuðborgarsvæðinu. „Í dag værum við ekki með þann lögreglumassa sem þyrfti á að halda.“
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira