Beiðni Hafró um rannsóknafé ekki sinnt Svavar Hávarðsson skrifar 22. febrúar 2017 06:00 Loðnuflotinn hafði lítið fyrir að fylla sig í mokveiði við Suðurland. Löndunarbið var í Eyjum í gær. vísir/óskar Þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um hafa stjórnvöld ekki sinnt óskum Hafrannsóknarstofnunar um aukið fé til aðkallandi hafrannsókna. Ef útgerðir uppsjávarskipa hefðu ekki lagt til peninga til að endurtaka rannsóknarleiðangur Hafró og mælingu á loðnustofninum í febrúar hefðu tapast 17 milljarðar króna í útflutningsverðmætum. Sá leiðangur kostaði 25 milljónir króna. Innan við sólarhring frá því að sjómannaverkfall var blásið af á sunnudagskvöld var stór hluti loðnuflotans á landleið með smekkaðar lestar af góðri loðnu. Mokveiði er á miðunum úti fyrir Suðurlandi, og verkefnið að ná tæplega 200.000 tonna kvóta á tæpum mánuði sem talinn er skila 17 milljörðum króna. Norski loðnuflotinn hefur þegar lokið veiðum og hverfur af miðunum en þeirra kvóti var ríflega 59.000 tonn. Miðað við upprunalegar aflaheimildir eftir rannsóknaleiðangur Hafró í janúar væri búið að veiða og landa þeim kvóta sem útlit var fyrir að fengist að veiða – en 12.000 tonn féllu í hlut íslenskra skipa.Sigurður Guðjónssonvísir/pjeturSigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið fyrir framlag útgerðanna sem stunda uppsjávarveiðarnar þá hefði rannsóknaleiðangurinn sem tryggði 299.000 tonna aflaheimildir ekki verið farinn. Þetta sé síðasti kaflinn í langri sögu þar sem forsvarsmenn stofnunarinnar óska eftir fjármunum til að uppfylla lögboðið hlutverk sitt og bregðast við nútíma kröfum og breytingum í náttúrinnni – ekki síst í hafinu í kringum landið. „Við stóðum í miklu harki í lok síðasta árs við að reyna að fá aukið fé til rannsókna – þar með talið í loðnurannsóknir. En það endaði með því að við fengum ekki krónu,“ segir Sigurður. Svo rammt kveður að fjárþurrð Hafró að stjórnvöldum er sent staðlað bréf við fjárlagagerðina, en því hefur ekki verið svarað sérstaklega til þessa. Svarið fæst í lokagerð fjárlaga þar sem engu er bætt við. „Þess vegna vorum við í þessari stöðu í febrúar, en þetta á sér lengri sögu þar sem útgerðirnar hafa gert okkur kleift að gera viðbótarrannsóknir á loðnunni, enda hagsmunirnir gríðarlegir. Við þurfum að standa í betlimálum í hvert skipti sem þarf að mæla,“ segir Sigurður. Í bréfinu sem var sent til stjórnvalda; fyrst til sjávarútvegsráðuneytisins og ráðherra beint, og síðar til Alþingis á tíma fjárlagagerðarinnar, segir meðal annars að Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun hafi báðar þurft að bera niðurskurð á fjárframlögum frá bankahruninu. Vegna þess áttu stofnanirnar erfitt með að sinna hlutverki sínu, en þær hafa nú verið sameinaðar. „Við þetta bætist að miklar breytingar hafa átt sér stað á umhverfisskilyrðum í hafinu og á fiskstofnum sem hér eru nýttar til veiða. Útbreiðsla og stofnstærð tegunda er að breytast og hefur breyst. Nægir þar að nefna makríl sem ekki var á Íslandsmiðum, aukin kolmunna og síld og svo aftur minnkun og tilfærslu á loðnustofninum norðar en áður var. Mun dýrara er að mæla stofnstærð þessara fisktegunda en áður. Það er forsenda þess að hægt sé að stýra veiðum á sjálfbæran hátt. Slíkar rannsóknir eru líka nauðsynlegar vegna samningsstöðu Íslands um aflahlutdeild í þessum uppsjávartegundum. Til að viðhalda mælingum sem þarf að lágmarki í uppsjávartegundum þarf stofnunin um 300 milljónir til viðbótar,“ segir í bréfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Loðnukvótinn aukinn um 184 þúsund tonn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 þúsund tonn á þessari vertíð. Er áætlað heildarverðmæti loðnuaflans um 17 milljarðar króna. 14. febrúar 2017 12:28 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um hafa stjórnvöld ekki sinnt óskum Hafrannsóknarstofnunar um aukið fé til aðkallandi hafrannsókna. Ef útgerðir uppsjávarskipa hefðu ekki lagt til peninga til að endurtaka rannsóknarleiðangur Hafró og mælingu á loðnustofninum í febrúar hefðu tapast 17 milljarðar króna í útflutningsverðmætum. Sá leiðangur kostaði 25 milljónir króna. Innan við sólarhring frá því að sjómannaverkfall var blásið af á sunnudagskvöld var stór hluti loðnuflotans á landleið með smekkaðar lestar af góðri loðnu. Mokveiði er á miðunum úti fyrir Suðurlandi, og verkefnið að ná tæplega 200.000 tonna kvóta á tæpum mánuði sem talinn er skila 17 milljörðum króna. Norski loðnuflotinn hefur þegar lokið veiðum og hverfur af miðunum en þeirra kvóti var ríflega 59.000 tonn. Miðað við upprunalegar aflaheimildir eftir rannsóknaleiðangur Hafró í janúar væri búið að veiða og landa þeim kvóta sem útlit var fyrir að fengist að veiða – en 12.000 tonn féllu í hlut íslenskra skipa.Sigurður Guðjónssonvísir/pjeturSigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið fyrir framlag útgerðanna sem stunda uppsjávarveiðarnar þá hefði rannsóknaleiðangurinn sem tryggði 299.000 tonna aflaheimildir ekki verið farinn. Þetta sé síðasti kaflinn í langri sögu þar sem forsvarsmenn stofnunarinnar óska eftir fjármunum til að uppfylla lögboðið hlutverk sitt og bregðast við nútíma kröfum og breytingum í náttúrinnni – ekki síst í hafinu í kringum landið. „Við stóðum í miklu harki í lok síðasta árs við að reyna að fá aukið fé til rannsókna – þar með talið í loðnurannsóknir. En það endaði með því að við fengum ekki krónu,“ segir Sigurður. Svo rammt kveður að fjárþurrð Hafró að stjórnvöldum er sent staðlað bréf við fjárlagagerðina, en því hefur ekki verið svarað sérstaklega til þessa. Svarið fæst í lokagerð fjárlaga þar sem engu er bætt við. „Þess vegna vorum við í þessari stöðu í febrúar, en þetta á sér lengri sögu þar sem útgerðirnar hafa gert okkur kleift að gera viðbótarrannsóknir á loðnunni, enda hagsmunirnir gríðarlegir. Við þurfum að standa í betlimálum í hvert skipti sem þarf að mæla,“ segir Sigurður. Í bréfinu sem var sent til stjórnvalda; fyrst til sjávarútvegsráðuneytisins og ráðherra beint, og síðar til Alþingis á tíma fjárlagagerðarinnar, segir meðal annars að Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun hafi báðar þurft að bera niðurskurð á fjárframlögum frá bankahruninu. Vegna þess áttu stofnanirnar erfitt með að sinna hlutverki sínu, en þær hafa nú verið sameinaðar. „Við þetta bætist að miklar breytingar hafa átt sér stað á umhverfisskilyrðum í hafinu og á fiskstofnum sem hér eru nýttar til veiða. Útbreiðsla og stofnstærð tegunda er að breytast og hefur breyst. Nægir þar að nefna makríl sem ekki var á Íslandsmiðum, aukin kolmunna og síld og svo aftur minnkun og tilfærslu á loðnustofninum norðar en áður var. Mun dýrara er að mæla stofnstærð þessara fisktegunda en áður. Það er forsenda þess að hægt sé að stýra veiðum á sjálfbæran hátt. Slíkar rannsóknir eru líka nauðsynlegar vegna samningsstöðu Íslands um aflahlutdeild í þessum uppsjávartegundum. Til að viðhalda mælingum sem þarf að lágmarki í uppsjávartegundum þarf stofnunin um 300 milljónir til viðbótar,“ segir í bréfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Loðnukvótinn aukinn um 184 þúsund tonn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 þúsund tonn á þessari vertíð. Er áætlað heildarverðmæti loðnuaflans um 17 milljarðar króna. 14. febrúar 2017 12:28 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Loðnukvótinn aukinn um 184 þúsund tonn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 þúsund tonn á þessari vertíð. Er áætlað heildarverðmæti loðnuaflans um 17 milljarðar króna. 14. febrúar 2017 12:28