Loðnukvótinn aukinn um 184 þúsund tonn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 12:28 Er áætlað heildarverðmæti loðnuaflans um 17 milljarðar króna. vísir/óskar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 þúsund tonn á þessari vertíð. Er áætlað heildarverðmæti loðnuaflans um 17 milljarðar króna. Fyrr í vetur hafði íslenskum skipum verið úthlutað rúmum 12 þúsund tonnum þannig að aukningin nú er rúmlega sextánföld. Samkvæmt lögum 116/2016 um stjórn fiskveiða verður 5,3% aflans úthlutað á skiptimarkaði, alls 10.392 tonnum. Í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að mælingar á stærð loðnustofnins dagana 11. til 20. janúar síðastliðinn hafi sýnt að stofninn væri töluvert stærri en mælingar í haust höfðu bent til og ráðlagði Hafró því að heildaraflamark vertíðarinnar yrði 57 þúsund tonn. Fyrr í þessum mánuði var svo ákveðið að mæla stofninn að nýju í samvinnu við útgerðir loðnuskipa og fylgjast með gögnum hans fyrir Norður-og Austurlandi. „Fóru mælingarnar fram dagana 3. – 11. febrúar á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni ásamt uppsjávarskipinu Polar Amaroq en auk þess kom rs. Bjarni Sæmundsson að rannsókninni í 2 daga. Rannsóknasvæðið náði yfir Austfjarðamið, Norðurmið sem og Vestfjarðamið. Kynþroska loðna fannst víða á rannsóknasvæðinu og var hún bæði við landgrunnsbrúnina djúpt út af Norður- og Norðausturlandi en einnig var loðnu að finna grunnt s.s. norður af Þistilfirði og Melrakkasléttu en einnig við Skagafjörð. Magn kynþroska loðnu sem mældist var umtalsvert meira en í janúar og meðalþyngd há. Ókynþroska loðna var mest áberandi vestarlega, eða út af Strandagrunni, en austan við Kolbeinseyjarhrygg var mjög lítið af ókynþroska loðnu. Um 815 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust í mælingunni og mæliskekkja (CV) var metin 0.18. Gildandi aflaregla byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum. Tekur aflareglan tillit til óvissumats í mælingunum auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið. Í samræmi við ofangreinda aflareglu leggur Hafrannsóknastofnun til að heildaraflamark á vertíðinni 2016/2017 verði 299 þúsund tonn,“ að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar. Tengdar fréttir Tíðar komur loðnuskipa Fimm norskir loðnubátar lönduðu í Neskaupstað í lok síðustu viku og unnið var á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar alla helgina. 14. febrúar 2017 06:00 Loðnubrestur á besta tíma Eitt sinn hringdi íslenskur námsmaður heim þar sem hann hafði nýhafið framhaldsnám í Svíþjóð. 14. október 2016 07:00 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 þúsund tonn á þessari vertíð. Er áætlað heildarverðmæti loðnuaflans um 17 milljarðar króna. Fyrr í vetur hafði íslenskum skipum verið úthlutað rúmum 12 þúsund tonnum þannig að aukningin nú er rúmlega sextánföld. Samkvæmt lögum 116/2016 um stjórn fiskveiða verður 5,3% aflans úthlutað á skiptimarkaði, alls 10.392 tonnum. Í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að mælingar á stærð loðnustofnins dagana 11. til 20. janúar síðastliðinn hafi sýnt að stofninn væri töluvert stærri en mælingar í haust höfðu bent til og ráðlagði Hafró því að heildaraflamark vertíðarinnar yrði 57 þúsund tonn. Fyrr í þessum mánuði var svo ákveðið að mæla stofninn að nýju í samvinnu við útgerðir loðnuskipa og fylgjast með gögnum hans fyrir Norður-og Austurlandi. „Fóru mælingarnar fram dagana 3. – 11. febrúar á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni ásamt uppsjávarskipinu Polar Amaroq en auk þess kom rs. Bjarni Sæmundsson að rannsókninni í 2 daga. Rannsóknasvæðið náði yfir Austfjarðamið, Norðurmið sem og Vestfjarðamið. Kynþroska loðna fannst víða á rannsóknasvæðinu og var hún bæði við landgrunnsbrúnina djúpt út af Norður- og Norðausturlandi en einnig var loðnu að finna grunnt s.s. norður af Þistilfirði og Melrakkasléttu en einnig við Skagafjörð. Magn kynþroska loðnu sem mældist var umtalsvert meira en í janúar og meðalþyngd há. Ókynþroska loðna var mest áberandi vestarlega, eða út af Strandagrunni, en austan við Kolbeinseyjarhrygg var mjög lítið af ókynþroska loðnu. Um 815 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust í mælingunni og mæliskekkja (CV) var metin 0.18. Gildandi aflaregla byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum. Tekur aflareglan tillit til óvissumats í mælingunum auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið. Í samræmi við ofangreinda aflareglu leggur Hafrannsóknastofnun til að heildaraflamark á vertíðinni 2016/2017 verði 299 þúsund tonn,“ að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar.
Tengdar fréttir Tíðar komur loðnuskipa Fimm norskir loðnubátar lönduðu í Neskaupstað í lok síðustu viku og unnið var á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar alla helgina. 14. febrúar 2017 06:00 Loðnubrestur á besta tíma Eitt sinn hringdi íslenskur námsmaður heim þar sem hann hafði nýhafið framhaldsnám í Svíþjóð. 14. október 2016 07:00 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Tíðar komur loðnuskipa Fimm norskir loðnubátar lönduðu í Neskaupstað í lok síðustu viku og unnið var á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar alla helgina. 14. febrúar 2017 06:00
Loðnubrestur á besta tíma Eitt sinn hringdi íslenskur námsmaður heim þar sem hann hafði nýhafið framhaldsnám í Svíþjóð. 14. október 2016 07:00
Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00