Að eiga sem minnst hefur marga kosti Guðný Hrönn skrifar 30. desember 2017 14:30 Margrét heldur úti síðunni minimalist.is og veitir þar áhugasömum innsýn inn í minimalískan lífstíl. vísir/ernir Háskólaneminn Margrét Björk Jónsdóttir hefur lifað minimalískum lífsstíl í um tvö ár. Hún segir þann lífsstíl hafa haft afar góð áhrif á hugarfarið, fjármálin og fjölskyldulífið svo fátt eitt sé nefnt. „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að eiga sem minnst – heldur að eiga ekkert og gera helst ekkert nema það sem veitir manni hamingju. Hvað það er sem veitir manni hamingju er svo mismunandi milli hvers og eins, sem þýðir að minimalískur lífsstíll getur þýtt allt annað hjá mér en næsta manni,“ útskýrir Margrét spurð út í hvað minimalískur lífsstíll sé. „Fyrst var ég aðallega í því að taka reglulega til heima og losa mig við dót, en hélt samt alltaf áfram að kaupa meira og meira. Ég á tvær litlar stelpur, 4 og 2 ára og þegar það rann upp fyrir mér hversu ótrúlega hratt tíminn líður þá langaði mig að gera allt sem ég gat til að minnka streitu og njóta meira.“ Spurð út í ávinning minimalísks lífsstíls segir Margrét: „Fyrir mig persónulega er helsti ávinningurinn sá að ég hef meiri tíma og orku til að einbeita mér að því sem skiptir mig raunverulega máli. Ég funkera mjög illa með drasl í kringum mig og með því að minnka dótið á heimilinu eyði ég mun minni tíma í tiltekt og þrif. Jafnframt fylgja margir kostir því að eiga minna,“ segir Margrét og tekur föt sem dæmi. „Ég átti alltaf fullan skáp af fötum en samt ekkert að fara í. Núna á ég mun minna, en betri gæðaflíkur sem ganga við hvaða tilefni sem er,“ segir Margrét. En hvaða áhrif hefur minimalískur lífsstíll á fjárhaginn? „Ég hef ekki haldið bókhald en þetta hefur klárlega áhrif á fjármálin. Fyrir utan augljósan ávinning þess að kaupa sér minna af óþarfa og spara þannig peninga þá er ég orðin mun meðvitaðri um eyðsluna.“ „Nú er ég meira að eyða peningum í ýmsa upplifun, eins og ferðalög og gæðastundir með fjölskyldunni. Ég kaupi mér alveg enn þá hluti og banna mér í raun ekkert en ég passa mig á að kaupa ekkert nema ég hafi raunveruleg not fyrir það.“ Margrét segir lífsstílinn stundum geta verið krefjandi. „Það er sérstaklega mikil áskorun að láta ekki undan pressunni sem fylgir samfélagsmiðlum um að eiga hitt og þetta og láta ekki blekkjast af tilboðsdögum og útsölum. Það er stundum erfitt að vera áhugamanneskja um samfélagsmiðla og jafnframt minimalískan lífsstíl.“„Ég fæ reglulega ógeð þegar mér finnst glansmyndin og auglýsingar orðnar of áberandi, þá finnst mér gott að taka nokkurra daga samfélagsmiðla-„detox“.“ Margrét segir gaman að sjá fólkið í kringum sig sýna minimalíska lífsstílnum áhuga. „Bæði fjölskylda og vinir hafa sýnt þessu áhuga og margir hafa talað um að þetta hafi verið þeim hvatning að taka til í sínu lífi. Til dæmis á jólunum, þá fengum við margar gjafir sem voru ekki hlutir. Stelpurnar mínar fengu gjafabréf á ballettnámskeið, bíómiða og leikhúsferðir. Við fengum gjafabréf á veitingastað, miða á uppistand auk þess sem ég og besta vinkona mín byrjuðum á nýrri hefð – að fara saman í nudd og dekur milli jóla og nýárs í stað þess að skiptast á gjöfum. Ég er alveg á því að góðar minningar skilji meira eftir sig en enn ein iittala-skálin.“ Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Háskólaneminn Margrét Björk Jónsdóttir hefur lifað minimalískum lífsstíl í um tvö ár. Hún segir þann lífsstíl hafa haft afar góð áhrif á hugarfarið, fjármálin og fjölskyldulífið svo fátt eitt sé nefnt. „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að eiga sem minnst – heldur að eiga ekkert og gera helst ekkert nema það sem veitir manni hamingju. Hvað það er sem veitir manni hamingju er svo mismunandi milli hvers og eins, sem þýðir að minimalískur lífsstíll getur þýtt allt annað hjá mér en næsta manni,“ útskýrir Margrét spurð út í hvað minimalískur lífsstíll sé. „Fyrst var ég aðallega í því að taka reglulega til heima og losa mig við dót, en hélt samt alltaf áfram að kaupa meira og meira. Ég á tvær litlar stelpur, 4 og 2 ára og þegar það rann upp fyrir mér hversu ótrúlega hratt tíminn líður þá langaði mig að gera allt sem ég gat til að minnka streitu og njóta meira.“ Spurð út í ávinning minimalísks lífsstíls segir Margrét: „Fyrir mig persónulega er helsti ávinningurinn sá að ég hef meiri tíma og orku til að einbeita mér að því sem skiptir mig raunverulega máli. Ég funkera mjög illa með drasl í kringum mig og með því að minnka dótið á heimilinu eyði ég mun minni tíma í tiltekt og þrif. Jafnframt fylgja margir kostir því að eiga minna,“ segir Margrét og tekur föt sem dæmi. „Ég átti alltaf fullan skáp af fötum en samt ekkert að fara í. Núna á ég mun minna, en betri gæðaflíkur sem ganga við hvaða tilefni sem er,“ segir Margrét. En hvaða áhrif hefur minimalískur lífsstíll á fjárhaginn? „Ég hef ekki haldið bókhald en þetta hefur klárlega áhrif á fjármálin. Fyrir utan augljósan ávinning þess að kaupa sér minna af óþarfa og spara þannig peninga þá er ég orðin mun meðvitaðri um eyðsluna.“ „Nú er ég meira að eyða peningum í ýmsa upplifun, eins og ferðalög og gæðastundir með fjölskyldunni. Ég kaupi mér alveg enn þá hluti og banna mér í raun ekkert en ég passa mig á að kaupa ekkert nema ég hafi raunveruleg not fyrir það.“ Margrét segir lífsstílinn stundum geta verið krefjandi. „Það er sérstaklega mikil áskorun að láta ekki undan pressunni sem fylgir samfélagsmiðlum um að eiga hitt og þetta og láta ekki blekkjast af tilboðsdögum og útsölum. Það er stundum erfitt að vera áhugamanneskja um samfélagsmiðla og jafnframt minimalískan lífsstíl.“„Ég fæ reglulega ógeð þegar mér finnst glansmyndin og auglýsingar orðnar of áberandi, þá finnst mér gott að taka nokkurra daga samfélagsmiðla-„detox“.“ Margrét segir gaman að sjá fólkið í kringum sig sýna minimalíska lífsstílnum áhuga. „Bæði fjölskylda og vinir hafa sýnt þessu áhuga og margir hafa talað um að þetta hafi verið þeim hvatning að taka til í sínu lífi. Til dæmis á jólunum, þá fengum við margar gjafir sem voru ekki hlutir. Stelpurnar mínar fengu gjafabréf á ballettnámskeið, bíómiða og leikhúsferðir. Við fengum gjafabréf á veitingastað, miða á uppistand auk þess sem ég og besta vinkona mín byrjuðum á nýrri hefð – að fara saman í nudd og dekur milli jóla og nýárs í stað þess að skiptast á gjöfum. Ég er alveg á því að góðar minningar skilji meira eftir sig en enn ein iittala-skálin.“
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira