Krabbameinsfélagið um gagnrýni á Mottumars: „Það er ekki þannig að allt eigi að fara í rannsóknir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2017 15:37 Krabbameinsfélagið Vísir/Vilhelm Krabbbameinsfélagið segir að það fé sem safnist í Mottumars, fjáröflun félagsins, eigi ekki allt að renna til krabbameinsrannsókna. Verkefnið sé fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan gagnrýndi Mottumars á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann sagði að árið 2010 hafi aðeins tvær milljónir af þeim 60 sem söfnuðust í Mottumars runnið til krabbameinsrannsókna. Restin hafi runnið til „auglýsingastofa og milliliða.“ Í samtali við Vísi segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, það skýrt að fé sem safnist í Mottumars sé ekki eingöngu eyrnamerkt krabbameinsrannsóknum. Þeir fjármunir sem safnist séu notaðir í forvarnir, fræðslu, rannsókn og ráðgjöf.Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.„Það er ekki þannig að allt eigi að fara í rannsóknir. Án þess að ég hafi það alveg í huganum þá hafa um tíu prósent af innkomunni farið í rannsóknir en síðan hefur þetta farið í starfsemi eins og krabbameinsráðgjöfina, fræðslu og árvekniátak sem þetta átak er. Mottumars er fræðslu og árvekniátak og það fer auðvitað ákveðinn kostnaður í það,“ segir Kristján. Í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélaginu segir að markmið herferðarinnar í ár sé „vitundarvakning og fræðsla en ekki fjáröflun.“Tíu prósent í rannsóknir Í samtali við Vísi árið 2015 sagði Ragnheiður Haraldsdóttir, þáverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins, að um 50 prósent af söfnunarfénu renni til fræðslu- og árveknistarfa um 30 prósent til ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem rekur íbúðir hér í bænum og þjónustuíbúðir úti um landið og ráðgjöf í húsnæði Krabbameinsfélagsins. Um tíu prósent færi í kostnað vegna átaksins og tíu prósent í krabbameinsrannsóknir. Kristján getur ekki tekið undir að auglýsingastofur og milliliðir fái megnið af þeim fjármunum sem safnist í Mottumars. Krabbameinsfélagið fái mikinn afslátt af auglýsingum og vinnu auglýsingastofa í tengslum við átakið.Ragnar segir gagnrýni Helga ábyrgðarlausa, þetta sé þungt og sárt högg frá sjónvarpsmanni ársins sem fari með staðlausa stafi.Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg auglýsingastofu gagnrýni Helga Seljan vera út í hött. Tengdi hann gagnrýni Helga við þann hluta verkefnisins sem snýr að rafrettum eða því sem gengur undir nafninu veip. Vilja ekki meina að rafsígarettur séu ekki skárri kostur Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið hafi aldrei haldið því fram að rafsígarettur séu ekki skárri kostur en sígarettur. Herferð Mottumars gegn rafrettum snúi að því að hvetja karla til að velja sér tóbakslaust líf. „Aðaláhyggjuefni félagsins er að rafsígarettur hafa skotið rótum í skólum og víðar þar sem tóbaksnotkun var áður hverfandi. Nýjustu tölur sýna að rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk grunnskóla hefur notað rafsígarettur og helmingur ungmenna í framhaldsskólum á meðan einungis 3% fullorðinna hafa notað rafsígarettur. Þetta er þróun sem er mikilvægt að snúa við,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Tengdar fréttir Helgi Seljan hjólar í Mottumars: „Siðlaust drasl“ Sjónvarpsmaður ársins segir söfnunarátakið aðeins til þess fallið að fóðra auglýsingastofur. 3. mars 2017 11:47 Þungt högg og sárt fyrir Mottumars frá sjónvarpsmanni ársins Framkvæmdastjóri Brandenburgar auglýsingastofu segir Helga Seljan fara með staðlausa stafi. 3. mars 2017 12:55 Yfir 200 milljónir söfnuðust á 5 árum Á fimm ára tímabili söfnuðust 205 milljónir í átakinu Mottumars. Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir Bleika mánuðinn þó sterkari söfnun. Stærstur hluti fjárins rennur til fræðslu- og árveknistarfa. 11. mars 2015 09:00 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Krabbbameinsfélagið segir að það fé sem safnist í Mottumars, fjáröflun félagsins, eigi ekki allt að renna til krabbameinsrannsókna. Verkefnið sé fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan gagnrýndi Mottumars á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann sagði að árið 2010 hafi aðeins tvær milljónir af þeim 60 sem söfnuðust í Mottumars runnið til krabbameinsrannsókna. Restin hafi runnið til „auglýsingastofa og milliliða.“ Í samtali við Vísi segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, það skýrt að fé sem safnist í Mottumars sé ekki eingöngu eyrnamerkt krabbameinsrannsóknum. Þeir fjármunir sem safnist séu notaðir í forvarnir, fræðslu, rannsókn og ráðgjöf.Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.„Það er ekki þannig að allt eigi að fara í rannsóknir. Án þess að ég hafi það alveg í huganum þá hafa um tíu prósent af innkomunni farið í rannsóknir en síðan hefur þetta farið í starfsemi eins og krabbameinsráðgjöfina, fræðslu og árvekniátak sem þetta átak er. Mottumars er fræðslu og árvekniátak og það fer auðvitað ákveðinn kostnaður í það,“ segir Kristján. Í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélaginu segir að markmið herferðarinnar í ár sé „vitundarvakning og fræðsla en ekki fjáröflun.“Tíu prósent í rannsóknir Í samtali við Vísi árið 2015 sagði Ragnheiður Haraldsdóttir, þáverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins, að um 50 prósent af söfnunarfénu renni til fræðslu- og árveknistarfa um 30 prósent til ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem rekur íbúðir hér í bænum og þjónustuíbúðir úti um landið og ráðgjöf í húsnæði Krabbameinsfélagsins. Um tíu prósent færi í kostnað vegna átaksins og tíu prósent í krabbameinsrannsóknir. Kristján getur ekki tekið undir að auglýsingastofur og milliliðir fái megnið af þeim fjármunum sem safnist í Mottumars. Krabbameinsfélagið fái mikinn afslátt af auglýsingum og vinnu auglýsingastofa í tengslum við átakið.Ragnar segir gagnrýni Helga ábyrgðarlausa, þetta sé þungt og sárt högg frá sjónvarpsmanni ársins sem fari með staðlausa stafi.Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg auglýsingastofu gagnrýni Helga Seljan vera út í hött. Tengdi hann gagnrýni Helga við þann hluta verkefnisins sem snýr að rafrettum eða því sem gengur undir nafninu veip. Vilja ekki meina að rafsígarettur séu ekki skárri kostur Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið hafi aldrei haldið því fram að rafsígarettur séu ekki skárri kostur en sígarettur. Herferð Mottumars gegn rafrettum snúi að því að hvetja karla til að velja sér tóbakslaust líf. „Aðaláhyggjuefni félagsins er að rafsígarettur hafa skotið rótum í skólum og víðar þar sem tóbaksnotkun var áður hverfandi. Nýjustu tölur sýna að rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk grunnskóla hefur notað rafsígarettur og helmingur ungmenna í framhaldsskólum á meðan einungis 3% fullorðinna hafa notað rafsígarettur. Þetta er þróun sem er mikilvægt að snúa við,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins.
Tengdar fréttir Helgi Seljan hjólar í Mottumars: „Siðlaust drasl“ Sjónvarpsmaður ársins segir söfnunarátakið aðeins til þess fallið að fóðra auglýsingastofur. 3. mars 2017 11:47 Þungt högg og sárt fyrir Mottumars frá sjónvarpsmanni ársins Framkvæmdastjóri Brandenburgar auglýsingastofu segir Helga Seljan fara með staðlausa stafi. 3. mars 2017 12:55 Yfir 200 milljónir söfnuðust á 5 árum Á fimm ára tímabili söfnuðust 205 milljónir í átakinu Mottumars. Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir Bleika mánuðinn þó sterkari söfnun. Stærstur hluti fjárins rennur til fræðslu- og árveknistarfa. 11. mars 2015 09:00 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Helgi Seljan hjólar í Mottumars: „Siðlaust drasl“ Sjónvarpsmaður ársins segir söfnunarátakið aðeins til þess fallið að fóðra auglýsingastofur. 3. mars 2017 11:47
Þungt högg og sárt fyrir Mottumars frá sjónvarpsmanni ársins Framkvæmdastjóri Brandenburgar auglýsingastofu segir Helga Seljan fara með staðlausa stafi. 3. mars 2017 12:55
Yfir 200 milljónir söfnuðust á 5 árum Á fimm ára tímabili söfnuðust 205 milljónir í átakinu Mottumars. Forstjóri Krabbameinsfélagsins segir Bleika mánuðinn þó sterkari söfnun. Stærstur hluti fjárins rennur til fræðslu- og árveknistarfa. 11. mars 2015 09:00