„Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. september 2025 13:31 Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradal er ánægður með niðurstöður kosninganna og segir þær hafa komið skemmtilega á óvart. Vísir Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. Sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar var samþykkt í báðum sveitarfélögum en kosningum þar að lútandi lauk í gær. Rúmlega 88% kusu með sameiningu í Borgarbyggð en tæplega 60% í Skorradalshrepp. Talsverð átök hafa verið í tengslum við kosninganna. Andstæðingar sameiningar í Skorradal hafa verið sakaðir um smölun og meðal annars tók lögreglan hús á Skorrdælingum til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradalshreppi segir leiðinlegt að aðilar sem ekki búa í Skorradal hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Ég vona að við snúum öll saman bökum saman á næstunni og næstu mánuðum og vinnum eins og eitt. Þetta er búið að vera erfitt ferli vegna þess að það hefur ýmislegt gengið á. Ég vona að sjálfsögðu að það sé að baki.“ Segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Hann segir að nafn á nýju sveitarfélagi verði ákvörðun nýrrar sveitarstjórnar. „Ný sveitarstjórn sem kosin verður við sveitarstjórnarkosningar í vor tekur ákvörðun um það hvort það verði farið í tilnefningar um einhverjar nafnabreytingar. Ég hef enga skoðun á því í sjálfu sér.“ Niðurstöðuna segir hann verða íbúum til Skorradals til góðs og nefndi stefnu stjórnvalda um að stækka sveitarfélög í því samhengi. „Þetta kom kannski skemmtilega á óvart, ég óttaðist að þetta yrði aðeins tæpara.“ Hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan Hann segir sameininguna þýða að íbúar í Skorradal hafi nú beinan aðgang að þjónustu í Borgarbyggð sem sveitarfélagið hafi áður haft góðan aðgang að en þurft að kaupa. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði út undan í nýju og stærra sveitarfélagi en segir togstreitu á milli dreif- og þéttbýlis í sveitarfélögum almennt vera þekkta. „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist talsvert til þéttbýlisins og það gildir í sjálfu sér ennþá. Ég tel að það sé ekkert meiri hætta á að Skorradalur verði útundan heldur en bara einhver annar af gömlu dölunum sem voru búnir að sameinast allir áður nema Skorradalshreppur. Hann hefur alltaf fellt þar til nú.“ Hann segir nauðsynlegt að hafa sveitarstjórnarfulltrúa dreifða um allt sveitarfélagið. „Hver og einn tekur ákvörðun um það hvort hann vill komast á lista í nýju sveitarfélagi. Auðvitað vonast maður alltaf til að sveitarstjórn hafi á að skipa fulltrúum sem víðast úr sveitarfélaginu, að það sé ekki bara úr Borgarnesi heldur að það sé Borgarnes og hinar dreifðu byggðir. Sérstaklega þannig að landbúnarmaður og ýmis mál sem tilheyra sveitarfélaginu séu ekki síður í hávegum höfð,“ sagði Jón Eiríkur að lokum. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar var samþykkt í báðum sveitarfélögum en kosningum þar að lútandi lauk í gær. Rúmlega 88% kusu með sameiningu í Borgarbyggð en tæplega 60% í Skorradalshrepp. Talsverð átök hafa verið í tengslum við kosninganna. Andstæðingar sameiningar í Skorradal hafa verið sakaðir um smölun og meðal annars tók lögreglan hús á Skorrdælingum til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradalshreppi segir leiðinlegt að aðilar sem ekki búa í Skorradal hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Ég vona að við snúum öll saman bökum saman á næstunni og næstu mánuðum og vinnum eins og eitt. Þetta er búið að vera erfitt ferli vegna þess að það hefur ýmislegt gengið á. Ég vona að sjálfsögðu að það sé að baki.“ Segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Hann segir að nafn á nýju sveitarfélagi verði ákvörðun nýrrar sveitarstjórnar. „Ný sveitarstjórn sem kosin verður við sveitarstjórnarkosningar í vor tekur ákvörðun um það hvort það verði farið í tilnefningar um einhverjar nafnabreytingar. Ég hef enga skoðun á því í sjálfu sér.“ Niðurstöðuna segir hann verða íbúum til Skorradals til góðs og nefndi stefnu stjórnvalda um að stækka sveitarfélög í því samhengi. „Þetta kom kannski skemmtilega á óvart, ég óttaðist að þetta yrði aðeins tæpara.“ Hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan Hann segir sameininguna þýða að íbúar í Skorradal hafi nú beinan aðgang að þjónustu í Borgarbyggð sem sveitarfélagið hafi áður haft góðan aðgang að en þurft að kaupa. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði út undan í nýju og stærra sveitarfélagi en segir togstreitu á milli dreif- og þéttbýlis í sveitarfélögum almennt vera þekkta. „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist talsvert til þéttbýlisins og það gildir í sjálfu sér ennþá. Ég tel að það sé ekkert meiri hætta á að Skorradalur verði útundan heldur en bara einhver annar af gömlu dölunum sem voru búnir að sameinast allir áður nema Skorradalshreppur. Hann hefur alltaf fellt þar til nú.“ Hann segir nauðsynlegt að hafa sveitarstjórnarfulltrúa dreifða um allt sveitarfélagið. „Hver og einn tekur ákvörðun um það hvort hann vill komast á lista í nýju sveitarfélagi. Auðvitað vonast maður alltaf til að sveitarstjórn hafi á að skipa fulltrúum sem víðast úr sveitarfélaginu, að það sé ekki bara úr Borgarnesi heldur að það sé Borgarnes og hinar dreifðu byggðir. Sérstaklega þannig að landbúnarmaður og ýmis mál sem tilheyra sveitarfélaginu séu ekki síður í hávegum höfð,“ sagði Jón Eiríkur að lokum.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira