Innlent

Við­reisn verður á­fram bara Við­reisn

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Jón Gnarr er sestur á þing fyrir Viðreisn.
Jón Gnarr er sestur á þing fyrir Viðreisn. Vísir/Vilhelm

Tillaga Jóns Gnarr á landsþingi Viðreisnar um að breyta ætti nafni flokksins var felld með miklum meirihluta.

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, lagði fram tillögu til breytingu á samþykktum Viðreisnar um að nafni flokksins yrði breytt í Viðreisn - Frjálsir Demókratar. Með breytingunni vildi hann gera grunngildi Viðreisnar um frelsi, frjálslyndi og lýðræði sýnilegri fyrir almenningi.

Þrátt fyrir líflegar umræður um tillöguna virðist hún ekki hafa fallið í kramið hjá þeim sem sóttu þingið. Tillagan var felld með meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×