Lífið

Helgi Seljan hjólar í Mottumars: „Siðlaust drasl“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi Seljan er sjónvarpsmaður ársins.
Helgi Seljan er sjónvarpsmaður ársins.
Nýkrýndur sjónvarpsmaður ársins, Helgi Seljan, segir söfnunarátakið Mottumars aðeins til þess fallið að fóðra auglýsingastofur.

Helgi tjáir skoðun sína á Twitter en þar segir hann; „Mottumars er siðlaust drasl sem fyrst og síðast feedar auglýsingastofur“ og deilir í leiðinni grein um rafsígarettur. 

Helgi bætir um betur á Facebook:

„Árið 2010 fóru 2 milljónir af þeim 60 sem söfnuðust í Mottumars til Krabbameinsrannsókna. Restin fór til auglýsingastofa og milliliða. Það er mun betra að leggja beint inn á Krabbameinsfélög um allt land en að taka þátt í þessu drasli.“

Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg segir ummæli Helga ótrúlega ábyrgðarlaus.

Að neðan má sjá auglýsinguna fyrir Mottumars 2017 sem vakið hefur mikla athygli.

Grínistinn góðkunni Þorsteinn Guðmundsson, sem hefur lengi verið andlit átaksins, segir þetta vera bagaleg tíðindi ef satt reynist. 

Hér að neðan má sjá umræðuna á Twitter.

Eftir tístið skapaðist umræða á milli Helga og átaksins. Þorsteinn Guðmundsson blandar sér í málið.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×