Stefnt að opnun mathallar á Grandanum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2017 12:30 Berta Daníelsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans. Vísir/Ernir Íslenski sjávarklasinn hefur auglýst eftir áhugasömum rekstraraðilum til þess að hefja rekstur í mathöll sem ráðgert er að opni á neðri hæð Húss sjávarklasans að Grandagarði 16. Framkvæmdir eru hafnar og stefnt er að opnun næsta sumar. Auglýst var eftir hugmyndum frá áhugasömum rekstraraðilum í Fréttablaðinu um helgina. Í auglýsingunni segir að í mathöllinni verði „básar og vagnar með nýstárlegum göturéttum sem innihalda það besta sem miðin og landið gefa af sér“. Í samtali við Vísi segir Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, að þeim hafi lengi dreymt um að setja upp mathöll á neðri hæð húsnæðis Sjávarklasans á Grandanum. Þar er nú fyrir mikil gróska og hefur fjöldi veitingastaða og verslana opnað þar síðustu ár. Aðspurð hvort að hugmyndinni svipi til mathallarinnar sem opnaði nýverið við Hlemm segir Berta að mathöll Sjávarklasans verði hrárri og muni einnig innihalda frumkvöðlasetur. „Ég myndi segja að þetta verði meira eins og Copenhagen Street Food. Þetta verður hrárra og við sjáum meira fyrir okkar matarvagna og slíkt,“ segir Berta. „Við horfum bæði á landið og miðin og viljum koma með meiri fjölbreytni í matarmenningu Íslendinga.“Copenhagen Street Food í Kaupmannahöfn er fyrirmynd mathallarinnar á Grandanum.Mynd/Copenhagen Street FoodCopenhagen Street Food hefur vakið mikla athygli frá opnun árið 2014. Þar eru samankomnir fjöldi matarvagna og bása í einu stóru rými í Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn og þykir hugmyndin vel útfærð. Í húsi Sjávarklasans eru nú þegar starfrækt fjögur frumkvöðlasetur. Segir Berta að hugmyndin sé að þeir frumkvöðlar sem þar starfi muni fá aðstöðu í mathöllinni til þess að vinna áfram úr sínum hugmyndum og hafi möguleika til að setja upp matarvagna eða bása samhliða öðrum rekstraraðilum í mathöllinni. Framkvæmdir eru þegar hafnar, verið er að taka niður veggi og setja upp skósíða glugga svo að gestir geti notið útsýnisins. „Útsýnið verður yfir höfnina og Hörpuna. Það verður gaman fyrir þá sem sitja hérna inni að sjá út á athafnasvæði Faxaflóahafna,“ segir Berta. Áhugasamir hafa frest til 2. október þess að skila inn hugmyndum. Eftir það verður unnið úr umsóknum og standa vonir til að um áramótin verði komin heildstæðari mynd á það hvernig mathöllin muni líta út. Fjöldi hugmynda hefur þegar borist. „Við höfum fengið töluvert góð viðbrögð og það er gaman að sjá hvað hugmyndaflugið er mikið“. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Íslenski sjávarklasinn hefur auglýst eftir áhugasömum rekstraraðilum til þess að hefja rekstur í mathöll sem ráðgert er að opni á neðri hæð Húss sjávarklasans að Grandagarði 16. Framkvæmdir eru hafnar og stefnt er að opnun næsta sumar. Auglýst var eftir hugmyndum frá áhugasömum rekstraraðilum í Fréttablaðinu um helgina. Í auglýsingunni segir að í mathöllinni verði „básar og vagnar með nýstárlegum göturéttum sem innihalda það besta sem miðin og landið gefa af sér“. Í samtali við Vísi segir Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, að þeim hafi lengi dreymt um að setja upp mathöll á neðri hæð húsnæðis Sjávarklasans á Grandanum. Þar er nú fyrir mikil gróska og hefur fjöldi veitingastaða og verslana opnað þar síðustu ár. Aðspurð hvort að hugmyndinni svipi til mathallarinnar sem opnaði nýverið við Hlemm segir Berta að mathöll Sjávarklasans verði hrárri og muni einnig innihalda frumkvöðlasetur. „Ég myndi segja að þetta verði meira eins og Copenhagen Street Food. Þetta verður hrárra og við sjáum meira fyrir okkar matarvagna og slíkt,“ segir Berta. „Við horfum bæði á landið og miðin og viljum koma með meiri fjölbreytni í matarmenningu Íslendinga.“Copenhagen Street Food í Kaupmannahöfn er fyrirmynd mathallarinnar á Grandanum.Mynd/Copenhagen Street FoodCopenhagen Street Food hefur vakið mikla athygli frá opnun árið 2014. Þar eru samankomnir fjöldi matarvagna og bása í einu stóru rými í Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn og þykir hugmyndin vel útfærð. Í húsi Sjávarklasans eru nú þegar starfrækt fjögur frumkvöðlasetur. Segir Berta að hugmyndin sé að þeir frumkvöðlar sem þar starfi muni fá aðstöðu í mathöllinni til þess að vinna áfram úr sínum hugmyndum og hafi möguleika til að setja upp matarvagna eða bása samhliða öðrum rekstraraðilum í mathöllinni. Framkvæmdir eru þegar hafnar, verið er að taka niður veggi og setja upp skósíða glugga svo að gestir geti notið útsýnisins. „Útsýnið verður yfir höfnina og Hörpuna. Það verður gaman fyrir þá sem sitja hérna inni að sjá út á athafnasvæði Faxaflóahafna,“ segir Berta. Áhugasamir hafa frest til 2. október þess að skila inn hugmyndum. Eftir það verður unnið úr umsóknum og standa vonir til að um áramótin verði komin heildstæðari mynd á það hvernig mathöllin muni líta út. Fjöldi hugmynda hefur þegar borist. „Við höfum fengið töluvert góð viðbrögð og það er gaman að sjá hvað hugmyndaflugið er mikið“.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira