Hin konan fór fram á að konan sem tók myndina myndi eyða henni, enda sást hún fáklædd á myndinni.
Konan sem tók myndina hafnaði beiðni hinnar konunnar og var þá farið með málið í afgreiðslu World Class þar sem ákveðið var að kalla til lögreglu.
Þegar lögregla kom á vettvang varð niðurstaðan sú að konan sem tók myndina eyddi henni.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að fólk megi deila hverju sem er um eigið líf en aðrar reglur gilda ef fólk birtir eitthvað sem geti falið í sér brot á friðhelgi einkalífs fólks.
Helga segir það geta skipt máli hvar myndin sé tekin, og nefnir sem dæmi að munur sé á því hvort mynd sé tekin af fáklæddum einstaklingi í búningsklefa eða í sundlaug. Meta þurfi hvert tilefni sjálfstætt.
„Stundum er gott að hafa lagaramma en stundum má eiginlega segja að þess þurfi kannski ekki. Það gefur eiginlega má segja augaleið að það að taka mynd af einstaklingi, til dæmis á nærklæðum einum klæða og ætla að birta slíka mynd á vef fyrir 30 þúsund einstaklinga, þá þarftu að sjálfsögðu að sinna því að einstaklingurinn vilji ekki að myndi fari þangað. Það er alveg ljóst,“ sagði Helga í síðdegisútvarp Rásar 2 í gær.
Grunnreglan sé að fá leyfi fyrir myndbirtingunni og sá sem ákveður að birta myndina á samfélagsmiðli beri ábyrgð á myndbirtingunni.