Innlent

Ásmundur Einar býður sig fram gegn Gunnari Braga

Hersir Aron Ólafsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Ásmundur Einar tilkynnti um mótframboð á kjödæmisþingi Framsóknarflokksins í dag.
Ásmundur Einar tilkynnti um mótframboð á kjödæmisþingi Framsóknarflokksins í dag. vísir/pjetur
Á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tilkynnti Ásmundur Einar Daðason að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi oddvita listans, Gunnari Braga Sveinssyni.

Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hræðist mótframboðið ekki.Vísir/Stefán
„Það hafa allir rétt á því og ég hræðist það ekki neitt. Íbúar í Norðvestur kjördæmi þekkja ágætlega muninn á mér og Ásmundi Einarssyni þannig að það er allt í góðu,“ segir Gunnar Bragi við ákvörðun Ásmundar Einars.

Á kjördæmafundinum var einnig ákveðið að halda tvöfalt kjördæmisþing þann 8. október næstkomandi þar sem stillt verður upp lista.

Stjórnmálaflokkarnir eru um þessar mundir að skipuleggja kosningabaráttuna og farið er að skírast hvernig flokkarnir hyggjast raða á lista.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.