Herra Hnetusmjör og Birnir með hrikalega gott freestyle Tinni Sveinsson skrifar 5. maí 2017 15:45 Útvarpsþátturinn Kronik hefur á skömmum tíma orðið algjörlega ómissandi hjá öllum sem hafa áhuga á íslenskri rapptónlist. Í hverri viku mæta íslenskir rapparar í hljóðverið á X-inu og ýmist frumflytja ný lög eða taka þau í beinni. Annar fastur liður í þættinum er þegar umsjónarmenn þáttarins, þeir DJ Rampage og DJ B-Ruff, setja takt undir nálina og rappararnir spreyta sig á því að rappa algjörlega óundirbúinn texta í freestyle. Ekki eru allir meistarar í því faginu en það er óhætt að segja að félagarnir Herra Hnetusmjör og Birnir séu með þeim betri. Þeir spreyttu sig þegar Kronik var nýlega tekinn upp í Smash í Kringlunni, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan.Nýir listamenn fá einnig að spreyta sig í Kronik eins og á dögunum þegar hinn ungi Þorri mætti með glænýtt lag, Klink. Upptöku af því þegar hann frumflutti lagið má sjá hér að ofan. Á morgun er síðan von á neglu í Kronik. Þá mæta bræðurnir í Úlfur Úlfur í þáttinn og kynna nýju plötuna sína, Hefnið okkar. Þátturinn er á dagskrá X-ins á laugardögum klukkan 17 en einnig er hægt að hlusta á hann í vefspilaranum hér á Vísi. Þá minnum við einnig á að upptökur af þættinum má nálgast á útvarpssíðu Vísis. Kronik Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Útvarpsþátturinn Kronik hefur á skömmum tíma orðið algjörlega ómissandi hjá öllum sem hafa áhuga á íslenskri rapptónlist. Í hverri viku mæta íslenskir rapparar í hljóðverið á X-inu og ýmist frumflytja ný lög eða taka þau í beinni. Annar fastur liður í þættinum er þegar umsjónarmenn þáttarins, þeir DJ Rampage og DJ B-Ruff, setja takt undir nálina og rappararnir spreyta sig á því að rappa algjörlega óundirbúinn texta í freestyle. Ekki eru allir meistarar í því faginu en það er óhætt að segja að félagarnir Herra Hnetusmjör og Birnir séu með þeim betri. Þeir spreyttu sig þegar Kronik var nýlega tekinn upp í Smash í Kringlunni, eins og sjá má á upptökunni hér að ofan.Nýir listamenn fá einnig að spreyta sig í Kronik eins og á dögunum þegar hinn ungi Þorri mætti með glænýtt lag, Klink. Upptöku af því þegar hann frumflutti lagið má sjá hér að ofan. Á morgun er síðan von á neglu í Kronik. Þá mæta bræðurnir í Úlfur Úlfur í þáttinn og kynna nýju plötuna sína, Hefnið okkar. Þátturinn er á dagskrá X-ins á laugardögum klukkan 17 en einnig er hægt að hlusta á hann í vefspilaranum hér á Vísi. Þá minnum við einnig á að upptökur af þættinum má nálgast á útvarpssíðu Vísis.
Kronik Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira