Ellý flúrar yfir nafn fyrrverandi: „Þetta er eins og endurfæðing“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2017 11:00 Ellý stóð sig eins og hetja í stólnum á húðflúrstofunni. Vísir / Lilja Katrín & Reykjavík Ink „Ég stend á tímamótum og ég hlakka til að byrja þennan nýja kafla í mínum lífi á þennan hátt. Ég er stressuð, en líka spennt og þakklát fyrir þennan mikla styrk sem felst í þessu flúri,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármannsdóttir. Ellý eyddi tæpum sjö tímum á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í gær þar sem hún lét flúra yfir nafn fyrrverandi kærasta síns, Steingríms Erlingssonar, eða Denna eins og hann er kallaður. Lífið fékk að fylgjast með þessari þýðingarmiklu stund í lífi Ellýjar en hún var búin að leita lengi að leiðum til að annað hvort fjarlægja húðflúrið eða fela það. Til vinstri er gamla flúrið. Til hægri má sjá Tony Skate og Lindu Mjöll, eiganda Reykjavík Ink máta nýja flúrið á Ellý.Vísir / Lilja Katrín Mikil meining í flúrinu Ellý mætti á húðflúrstofuna Reykjavík Ink klukkan 14.00 í gær, þar sem húðflúrið var mátað á hana. Húðflúrið hannaði hún í samstarfi við húðflúrmeistarann Tony Skate, en Ellý vildi hafa mikla og djúpa þýðingu á bak við flúrið. Hún valdi trúarlega táknið mandala sem meginþema í gegnum tattúið en í því má einnig sjá galdrastafinn Vegvísi, sem tryggir að Ellý muni aldrei týnast eða fara út af brautinni í lífinu. „Flúrið þarf að hafa mikla meiningu fyrir mér,“ segir Ellý, sem er ein af okkar þekktustu spákonum og trúir staðfastlega á hið yfirnáttúrulega. Því var hún heppin að fá húðflúrarann Tony Skate til að flúra sig, þar sem hann trúir einnig mikið á andlegu hliðina. Hann lagði mikla vinnu í flúrið og bað til að mynda um fæðingardag og -stað Ellýjar til að persónugera tattúið eins mikið og hægt er. Undirbúningur í fullum gangi.Vísir / Reykjavík Ink Það var síðan klukkan 15.00 að flúrunin hófst, eftir að Ellý var búin að spegla sig í bak og fyrir og samþykkja hönnunina. Fyrsta stungan var sársaukafull, en frelsandi að sögn Ellýjar. Fyrsta stungan var frelsandi að sögn Ellýjar.Vísir / Lilja Katrín „Sársaukinn venst og það hjálpaði mikið að anda djúpt og halda ró sinni. Þá ímyndaði ég mér líka þetta nýja upphaf á mjög táknrænan hátt,“ segir Ellý, sem fer ekki nánar út í hvað hún var nákvæmlega að hugsa á þessari tímamótastund. Stundum báru tilfinningarnar Ellý ofurliði.Vísir / Lilja Katrín Gamla flúrið eins og slæmt stefnumót Þegar klukkan var að ganga 21.00 í gærkvöldi var flúruninni lokið og endaspretturinn var vægast sagt tilfinningaþrunginn fyrir Ellý. „Þetta er eins og endurfæðing. Ef gamla flúrið var eins og slæmt stefnumót, þá er nýja flúrið eins og farsælt hjónaband,“ segir Ellý og bætir við hve þakklát hún sé starfsfólki Reykjavík Ink. Ellý, Tony og Linda.Vísir / Lilja Katrín „Stemningin hérna er yndisleg og þau buðu mig svo velkomna. Þau skildu sársauka minn og hve mikið mér lá á að fela gamla flúrið. Þau komu fram við mig af virðingu og kærleik og fyrir það verð ég þeim eilíflega þakklát.“ Ellý dvaldi alls í tæpa sjö tíma á Reykjavík Ink í gær.Vísir / Lilja KatrínHér má sjá framhlið flúrsins.Vísir / Reykjavík InkOg hér er svo bakhliðin. Ekki er hægt að sjá leifar gamla flúrsins neins staðar.Vísir / Reykjavík Ink Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
„Ég stend á tímamótum og ég hlakka til að byrja þennan nýja kafla í mínum lífi á þennan hátt. Ég er stressuð, en líka spennt og þakklát fyrir þennan mikla styrk sem felst í þessu flúri,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármannsdóttir. Ellý eyddi tæpum sjö tímum á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í gær þar sem hún lét flúra yfir nafn fyrrverandi kærasta síns, Steingríms Erlingssonar, eða Denna eins og hann er kallaður. Lífið fékk að fylgjast með þessari þýðingarmiklu stund í lífi Ellýjar en hún var búin að leita lengi að leiðum til að annað hvort fjarlægja húðflúrið eða fela það. Til vinstri er gamla flúrið. Til hægri má sjá Tony Skate og Lindu Mjöll, eiganda Reykjavík Ink máta nýja flúrið á Ellý.Vísir / Lilja Katrín Mikil meining í flúrinu Ellý mætti á húðflúrstofuna Reykjavík Ink klukkan 14.00 í gær, þar sem húðflúrið var mátað á hana. Húðflúrið hannaði hún í samstarfi við húðflúrmeistarann Tony Skate, en Ellý vildi hafa mikla og djúpa þýðingu á bak við flúrið. Hún valdi trúarlega táknið mandala sem meginþema í gegnum tattúið en í því má einnig sjá galdrastafinn Vegvísi, sem tryggir að Ellý muni aldrei týnast eða fara út af brautinni í lífinu. „Flúrið þarf að hafa mikla meiningu fyrir mér,“ segir Ellý, sem er ein af okkar þekktustu spákonum og trúir staðfastlega á hið yfirnáttúrulega. Því var hún heppin að fá húðflúrarann Tony Skate til að flúra sig, þar sem hann trúir einnig mikið á andlegu hliðina. Hann lagði mikla vinnu í flúrið og bað til að mynda um fæðingardag og -stað Ellýjar til að persónugera tattúið eins mikið og hægt er. Undirbúningur í fullum gangi.Vísir / Reykjavík Ink Það var síðan klukkan 15.00 að flúrunin hófst, eftir að Ellý var búin að spegla sig í bak og fyrir og samþykkja hönnunina. Fyrsta stungan var sársaukafull, en frelsandi að sögn Ellýjar. Fyrsta stungan var frelsandi að sögn Ellýjar.Vísir / Lilja Katrín „Sársaukinn venst og það hjálpaði mikið að anda djúpt og halda ró sinni. Þá ímyndaði ég mér líka þetta nýja upphaf á mjög táknrænan hátt,“ segir Ellý, sem fer ekki nánar út í hvað hún var nákvæmlega að hugsa á þessari tímamótastund. Stundum báru tilfinningarnar Ellý ofurliði.Vísir / Lilja Katrín Gamla flúrið eins og slæmt stefnumót Þegar klukkan var að ganga 21.00 í gærkvöldi var flúruninni lokið og endaspretturinn var vægast sagt tilfinningaþrunginn fyrir Ellý. „Þetta er eins og endurfæðing. Ef gamla flúrið var eins og slæmt stefnumót, þá er nýja flúrið eins og farsælt hjónaband,“ segir Ellý og bætir við hve þakklát hún sé starfsfólki Reykjavík Ink. Ellý, Tony og Linda.Vísir / Lilja Katrín „Stemningin hérna er yndisleg og þau buðu mig svo velkomna. Þau skildu sársauka minn og hve mikið mér lá á að fela gamla flúrið. Þau komu fram við mig af virðingu og kærleik og fyrir það verð ég þeim eilíflega þakklát.“ Ellý dvaldi alls í tæpa sjö tíma á Reykjavík Ink í gær.Vísir / Lilja KatrínHér má sjá framhlið flúrsins.Vísir / Reykjavík InkOg hér er svo bakhliðin. Ekki er hægt að sjá leifar gamla flúrsins neins staðar.Vísir / Reykjavík Ink
Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17