Lífið

Elli Egils hefur hreiðrað um sig í Bolungarvík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elli Egilsson starfar í Bolungarvík.
Elli Egilsson starfar í Bolungarvík.
Undanfarnar vikur og mánuði hefur myndlistarmaðurinn Elli Egilsson verið við störf í nýrri vinnustofu og galleríi í húsakynnum Kampa í Bolungarvík.

Búið er að gera heljarinnar aðstöðu þar sem áður var pilluð rækja. Listagyðjurnar hafa verið ósparar á að heimsækja listamanninn á vinnustofuna og veitt honum innblástur til nýrra verka.

Elli segir húsnæði Kampa í Bolungarvík sem ekki er þegar nýtt, bjóða uppá mikla sköpun lista og skrifa. Þar sem náttúran í sinni fegurstu mynd blasir við.

„Það eru rosalega miklar tilfinningar hér í fjöllunum og einhver andi sem er yfir Bolungarvík. Hér er gott að vera og hér ertu í friði,“ sagði Elli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.