Ákærð fyrir árás á spænska ferðakonu í Hlíðunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2017 15:45 Árásin átti sér stað síðsumars í Hlíðunum í Reykjavík. vísir/vilhelm 24 ára kona hefur verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til ráns í Eskihlíð í Reykjavík í sumar. Konan réðst á rúmlega þrítuga spænska konu sem var stödd hér á landi á ferðalagi. Hótaði hún að skaða hana með hníf ef hún léti ekki farsíma sinn af hendi. Spænska ferðakonan neitaði og við það réðst konan á hana. Fjallað var um árásina á Vísi í sumar. Konan, sem var í annarlegu ástandi, skar spænsku konuna í höndina og beit hana svo til blóðs. Í framhaldinu réðst hún á hana og lagði aftur til hennar með hníf. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í ágúst að vegfarandi hefði komið spænsku konunni til hjálpar. Saman héldu þau stúlkunni niðri þar til lögreglu bar að garði.Reif í hár og skar í kinn Í ákærunni segir að íslenska konan hafi skellt þeirri spænsku á bakið og bitið í hægra handarbak hennar, skorið í það og rifið í hár hennar. Þá setti hún hníf að hálsi spænsku konunnar, sveiflaði hníf þannig að hún skar hana í andlitið. Hlaut hún bitsár, mar og skrámu á hægra handarbak og skrámu á hægri vanga að því er fram kemur í ákærunni. Lögmaður spænsku konunnar fer fram á 1,2 milljónir króna í miskabætur. Hin ákærða kona situr í gæsluvarðhaldi vegna síbrota. Í því felst að óttast er að gangi hún laus haldi hún áfram brotum sínum. Konan er ákærð fyrir nokkur brot til viðbótar á tæplega sjö vikna tímabili í aðdraganda árásarinnar í Eskihlíð. Er hún ákærð fyrir vopnalagabrot í júlí fyrir að hafa í Eskihlíð verið með hníf með 19 sm löngu hnífsblaði í fórum sínum á almannafæri. Sömuleiðis fyrir að hafa hótað og ógnað starfsmanni Víðis við Borgartún í ágúst vopnuð hamari, skrúfjárni og hníf. Þá hótaði hún starfsmanni Bónus við Laugaveg í ágúst með hníf. Tengdar fréttir Ung kona skar og beit ferðamann í misheppnaðri ránstilraun Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir að ráðast á ferðamann með hnífi og bíta hann í Eskihlíð í gær. 26. ágúst 2017 16:57 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
24 ára kona hefur verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til ráns í Eskihlíð í Reykjavík í sumar. Konan réðst á rúmlega þrítuga spænska konu sem var stödd hér á landi á ferðalagi. Hótaði hún að skaða hana með hníf ef hún léti ekki farsíma sinn af hendi. Spænska ferðakonan neitaði og við það réðst konan á hana. Fjallað var um árásina á Vísi í sumar. Konan, sem var í annarlegu ástandi, skar spænsku konuna í höndina og beit hana svo til blóðs. Í framhaldinu réðst hún á hana og lagði aftur til hennar með hníf. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í ágúst að vegfarandi hefði komið spænsku konunni til hjálpar. Saman héldu þau stúlkunni niðri þar til lögreglu bar að garði.Reif í hár og skar í kinn Í ákærunni segir að íslenska konan hafi skellt þeirri spænsku á bakið og bitið í hægra handarbak hennar, skorið í það og rifið í hár hennar. Þá setti hún hníf að hálsi spænsku konunnar, sveiflaði hníf þannig að hún skar hana í andlitið. Hlaut hún bitsár, mar og skrámu á hægra handarbak og skrámu á hægri vanga að því er fram kemur í ákærunni. Lögmaður spænsku konunnar fer fram á 1,2 milljónir króna í miskabætur. Hin ákærða kona situr í gæsluvarðhaldi vegna síbrota. Í því felst að óttast er að gangi hún laus haldi hún áfram brotum sínum. Konan er ákærð fyrir nokkur brot til viðbótar á tæplega sjö vikna tímabili í aðdraganda árásarinnar í Eskihlíð. Er hún ákærð fyrir vopnalagabrot í júlí fyrir að hafa í Eskihlíð verið með hníf með 19 sm löngu hnífsblaði í fórum sínum á almannafæri. Sömuleiðis fyrir að hafa hótað og ógnað starfsmanni Víðis við Borgartún í ágúst vopnuð hamari, skrúfjárni og hníf. Þá hótaði hún starfsmanni Bónus við Laugaveg í ágúst með hníf.
Tengdar fréttir Ung kona skar og beit ferðamann í misheppnaðri ránstilraun Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir að ráðast á ferðamann með hnífi og bíta hann í Eskihlíð í gær. 26. ágúst 2017 16:57 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Ung kona skar og beit ferðamann í misheppnaðri ránstilraun Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir að ráðast á ferðamann með hnífi og bíta hann í Eskihlíð í gær. 26. ágúst 2017 16:57