Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Svörum saman var á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.45 á föstudagskvöldið.
Þátturinn býður upp á að áhorfendur Stöðvar 2 taki þátt og fá þeir tækifæri til að svara hér á Vísi. Umsjónarmaður þáttarins, Jóhann G. Jóhannsson leikari, spyr spurninganna og er mælst til þess að þeim sé svarað hér fyrir neðan á meðan á þættinum stendur.
Þeir áhorfendur sem sendu svör við spurningunum gátu unnið glæsileg verðlaun og var það Guðrún Kjartansdóttir sem vann glæsileg verðlaun sem sjá má hér að neðan:
Gjafabréf frá Borgarleikhúsinu á Rocky Horror
Gjafabréf frá NTC
GJafabréf á Tapas barinn
Konfekt kassa frá Nóa Sirius
Spil frá Nordic games
Tvo heilsukodda frá Eirberg
Þættirnir verða næstu sjö vikurnar á Stöð 2 og geta lesendur Vísis ávallt unnið til verðlauna.
Guðrún tók stóra vinninginn í fyrsta þættinum af Svörum saman
Stefán Árni Pálsson skrifar
