Erlent

Sextán skólabörn létu lífið í rútuslysi á norðurhluta Ítalíu

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Mynd af slysstað.
Mynd af slysstað. Vísir/Getty
Sextán ungversk skólabörn létu lífið þegar kviknaði í rútu eftir að árekstur varð á norðurhluta Ítalíu seint í gærkvöldi. Rútan var á leið til Ungverjalands frá Frakklandi og skall hún á brúarstólpa þegar hún beygði út af hraðbraut nálægt Verona. Talið er að 39 mann hafi slasast og að tíu þeirra séu alvarlega slasaðir. BBC greinir frá.

Skólabörnin, sem voru aðallega drengir á aldrinum 14-18 ára, voru á leiðinni heim úr fjallaleiðangri í Frakklandi þegar slysið átti sér stað. Ekki er vitað hvers vegna rútan beygði út af hraðbrautinni.

Eftir áreksturinn kviknaði í rútunni en þá voru skólabörn enn þá föst inn í rútunni. Ræðismaður Ungverjalands í Mílano, Judith Timaffy, sagði í viðtalið við Ansa fréttastofuna að leikfimikennari, sem með var í för, hafi náð að bjarga fjölda nemenda þegar hann hljóp inn í logandi rútuna með það að markmiði að bjarga fleirum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×