Átján milljörðum króna varið í snjóflóðavarnir síðustu 20 árin Aron Ingi Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Varnargarður var reistur á Ísafirði árið 2015. Slíkir varnargarðar hafa heldur betur sannað gildi sitt. vísir/pjetur „Þetta er langtíma verkefni og hefur tekið meira en 20 ár,“ segir Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands.“ Árið 1996 var hafist handa við að reisa varnarvirki við byggðarlög til að verja þau fyrir ofanflóðum. Síðan þá hefur 18 milljörðum verið varið í verkefnið. Tómas segir að verkefnið hafi verið framlengt til ársins 2020, en líklegt sé að það muni taka enn lengri tíma. Það þykir þó líklegt að hægt sé að ljúka því innan fárra ára. „Markmið þessa verkefnis er að verja öll sérsvæði í þéttbýli, að það verði hvergi bæjarhverfi, á þeim stöðum þar sem hættan var talin mest, í hættu fyrir ofanflóði.“ Snjóflóðavarnargarðurinn á Flateyri sannaði gildi sitt í lok nóvember þegar stórt snjóflóð féll úr Innra-Bæjargili og lenti á væng ytri garðsins. „Ofanflóð eru lang mannskæðasta náttúruváin sem við glímum við hér á landi og það verkefni að verja byggðarlög fyrir þeim var sett í forgang á sínum tíma og menn vilja eindregið að það verði klárað.“ Tómas segir að ferlið frá því að hættan sé metin þangað til að varnargarður sé reistur sé langt. Þetta getið jafnvel tekið mörg ár. „Þetta eru umfangsmiklar framkvæmdir, það verður mikið rask og það þarf að fara mjög varlega og hugsa um að þarna er verið að móta útivistarsvæði fyrir fólk til langs tíma.“ Verið er að prófa nýja útfærslu af ofanflóðavörn á Patreksfirði sem ekki hefur verið reist áður til að verja byggð á Íslandi að sögn Tómasar. „Um er að ræða svokallaðar snjósöfnunargrindur. Þær draga úr snjósöfnun fyrir neðan fjallsbrúnina en grindurnar eru reistar uppi á fjallinu. Þær safna snjónum þannig að hann staðnæmist þar og berst ekki í skafrenningi fram af brúninni.“ Grindurnar koma ekki í stað varnargarða, þær eru hluti af stærri varnaraðgerðum á Patreksfirði. Grindurnar eru hugsaðar til að draga úr tíðni snjóflóða á þessu svæði, en aðalvörnin mun verða varnargarður. Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, sá ummerkin af snjóflóðinu sem féll á varnargarðinn við Flateyri í lok nóvember. „Það féllu tvö snjóflóð á þessum tíma, eitt á varnargarðinn og annað innan við bæinn á veg þar. Það má ekki vanmeta eyðileggingarkraftinn í svona löguðu, það fylgdu þessu svokölluð flóðagrjót. Það er algengt að flóðin rífi með sér heilu björgin og þarna voru stærstu flóðasteinarnir um það bil 1,5 metrar, grettistak sem maður loftar ekkert.“ Óliver segir að varnargarðurinn á Flateyri hafi sannað gildi sitt. „Það hafa fallið yfir tíu flóð frá því að hann var byggður og einhver fleiri hafa fallið meðfram honum. Það hefði þurft að rýma á Flateyri ef hann væri ekki til staðar en það þurfti ekki að hugsa um það þar sem þorpið er varið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
„Þetta er langtíma verkefni og hefur tekið meira en 20 ár,“ segir Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands.“ Árið 1996 var hafist handa við að reisa varnarvirki við byggðarlög til að verja þau fyrir ofanflóðum. Síðan þá hefur 18 milljörðum verið varið í verkefnið. Tómas segir að verkefnið hafi verið framlengt til ársins 2020, en líklegt sé að það muni taka enn lengri tíma. Það þykir þó líklegt að hægt sé að ljúka því innan fárra ára. „Markmið þessa verkefnis er að verja öll sérsvæði í þéttbýli, að það verði hvergi bæjarhverfi, á þeim stöðum þar sem hættan var talin mest, í hættu fyrir ofanflóði.“ Snjóflóðavarnargarðurinn á Flateyri sannaði gildi sitt í lok nóvember þegar stórt snjóflóð féll úr Innra-Bæjargili og lenti á væng ytri garðsins. „Ofanflóð eru lang mannskæðasta náttúruváin sem við glímum við hér á landi og það verkefni að verja byggðarlög fyrir þeim var sett í forgang á sínum tíma og menn vilja eindregið að það verði klárað.“ Tómas segir að ferlið frá því að hættan sé metin þangað til að varnargarður sé reistur sé langt. Þetta getið jafnvel tekið mörg ár. „Þetta eru umfangsmiklar framkvæmdir, það verður mikið rask og það þarf að fara mjög varlega og hugsa um að þarna er verið að móta útivistarsvæði fyrir fólk til langs tíma.“ Verið er að prófa nýja útfærslu af ofanflóðavörn á Patreksfirði sem ekki hefur verið reist áður til að verja byggð á Íslandi að sögn Tómasar. „Um er að ræða svokallaðar snjósöfnunargrindur. Þær draga úr snjósöfnun fyrir neðan fjallsbrúnina en grindurnar eru reistar uppi á fjallinu. Þær safna snjónum þannig að hann staðnæmist þar og berst ekki í skafrenningi fram af brúninni.“ Grindurnar koma ekki í stað varnargarða, þær eru hluti af stærri varnaraðgerðum á Patreksfirði. Grindurnar eru hugsaðar til að draga úr tíðni snjóflóða á þessu svæði, en aðalvörnin mun verða varnargarður. Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, sá ummerkin af snjóflóðinu sem féll á varnargarðinn við Flateyri í lok nóvember. „Það féllu tvö snjóflóð á þessum tíma, eitt á varnargarðinn og annað innan við bæinn á veg þar. Það má ekki vanmeta eyðileggingarkraftinn í svona löguðu, það fylgdu þessu svokölluð flóðagrjót. Það er algengt að flóðin rífi með sér heilu björgin og þarna voru stærstu flóðasteinarnir um það bil 1,5 metrar, grettistak sem maður loftar ekkert.“ Óliver segir að varnargarðurinn á Flateyri hafi sannað gildi sitt. „Það hafa fallið yfir tíu flóð frá því að hann var byggður og einhver fleiri hafa fallið meðfram honum. Það hefði þurft að rýma á Flateyri ef hann væri ekki til staðar en það þurfti ekki að hugsa um það þar sem þorpið er varið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira